Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Side 251
b. Þjónustusvið:
1. Að veita umsækjendum um íbúðalán almennar upplýsingar og ráðgjöf á sviði
byggingarmála. svo sem um þær reglur sem gilda um hönnun. gerð og gæði
íbúðarhúsnæðis. byggingaraðferðir og val byggingarefnis.
2. Að sjá um viðhald og dreifingu teikningasafns stofnunarinnar og afla nýrra lausna með
því að gangast fyrir opinberri samkeppni um gerð uppdrátta af húsum eða byggingar-
hlutum og dreifa til byggjenda bestu lausnum sem fást úr slíkri samkeppni.
3. Að vera sveitarstjórnum og stjórnum verkamannabústaða, sem þess óska, til aðstoðar
við undirbúning. útboð og samningsgerð vegna félagslegra íbúðabvgginga.
4. Að fvlgjast með og kvnna tækninýjungar sem stuðlað geta að lækkun byggingar-
kostnaðar.
[110. gr.]')
Tæknideild skal verðleggja þjónustu sína með þeim hætti að endurgjald fyrir hana standi
að fullu undir kostnaði við starfrækslu deildarinnar.
Félagsmálaráðuneytið setur deildinni sérstaka gjaldskrá að fengnum tillögum húsnæðis-
málastjórnar.
VIII. KAFLI
Skyldusparnaður ungs fólks til íbúðabygginga.
[111. gr.]1)
Öllum einstaklingum á aldrinum 16-25 ára. sem ekki hafa formlega undanþágu skv. 113.
gr., skal skylt að leggja til hliðar 15% af launum sínum sem greidd eru í peningum. eða
sambærilegum atvinnutekjum, í því skyni að mvnda sér sjóð til íbúðabygginga eða bústofnun-
ar í sveit. Skyldusparnaður hefst við næstu áramót eftir að hlutaðeigandi verður 16 ára og
lýkur þegar hann verður 26 ára. Fé það, sem á þennan hátt safnast, skal ávaxtað í innlánsdeild
Byggingarsjóðs ríkisins.
Fé það, sem lagt er til hliðar á þennan hátt. er undanþegið tekjuskatti og útsvari. Sem
eign er það, að vöxtum meðtöldum, skattfrjálst en framtalsskvlt.
[112. gr.]')
Þegar sá, sem sparað hefur fé og lagt í sjóð skv. 1. mgr. 111. gr., hefur náð 26 ára aldri,
byggt eða keypt íbúð til eigin þarfa eða stofnað heimili og hefur barn á framfæri skal hann eiga
þess kost að fá endurgreitt sparifé sitt. Enn fremur skulu þeir, sem stundað hafa nám samfellt í
sex mánuði skv. vottorði skólastjóra. eiga þess kost að fá endurgreitt það fjármagn er þeir hafa
lagt í sjóðinn, þó ekki á sama ári og til skyldusparnaðarins er stofnað.
Ríkisstjórn íslands tekur ákvörðun um vexti af innlánum á skyldusparnaðarreikningum
hjá Byggingarsjóði ríkisins að fenginni umsögn Seðlabankans. Vextir skulu ákveðnir tii eins
árs í senn frá áramótum að telja. Við ákvörðun vaxta skal hafa hliðsjón af ávöxtunarkjörum
hjá ríkisbönkum og þeim sem ríkissjóður býður á hverjum tíma. Vextir reiknast frá þeim tíma
sem fjármagn er lagt í sjóðinn að viðbættum verðbótum samkvæmt lánskjaravísitölu
Seðiabanka íslands skv. 39. gr. laga frá 10. apríl 1979. Nánari ákvæði skal setja í reglugerð.
Innlagður skvldusparnaður á hverjum tíma fái grunngildi lánskjaravísitölu þess mánaðar.
Þegar skyldusparnaðurinn er tekinn út sé sömuleiðis miðað við gildandi lánskjaravísitölu í
þeim mánuði. Vextir af innstæðu skulu leggjast við höfuðstól um hver áramót og verðtrvggjast
á sama hátt og höfuðstóllinn. Innstæða á skvldusparnaðarreikningi, sem reikningseigandi
leysir ekki út við 26 ára aldur, skal bera sömu ávöxtun og að ofan greinir.
[113. gr.]')
Undanþegnir sparnaðarskvldu eru:
a. Gift fólk. sem stofnað hefur heimili. ogsambýlisfólk, þ. e. karl og kona sem búa saman og
eru ógift, hafi þau átt saman barn og sambúðin varað í eitt ár samfleytt.
1) Sjá aths. við 109. gr.