Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Síða 252
b. Skólafólk sem stundar nám í skóla 6 mánuöi eða meira á ári.
c. Þeir sem hafa börn eöa aðra skylduómaga á framfæri sínu og hafa fyrir heimili að sjá.
d. Þeir sem eiga íbúð til eigin þarfa.
e. Þeir sem búa við varanlega örorku skv. vottorði frá Trvggingastofnun ríkisins.
f. Útlendingar sem hafa landvistar- eða atvinnuleyfi hér á landi um tiltekinn tíma og dvelja
hér um stundarsakir.
Sá sem telur sig eiga rétt á undanþágu frá sparnaðarskyldu skal sanna það með formlegu
vottorði, ella verður hann að láta tilskilið sparifé af hendi. en á þá rétt til endurgreiðslu svo
fljótt sem við verður komið.
[114. gr.]')
Heimilt er að veita tímabundna undanþágu frá sparnaðarskyldu þeim sem verða fyrir
veikindum eða slysum eða hafa sérstaklega þungar fjárhagsbvrðar. Beiðnir um slíkar
undanþágur skal senda Húsnæðisstofnun ríkisins.
[115. gr.]')
Húsnæðisstofnun ríkisins eða innlánsstofnanir, sem hún semur við, skulu annast
innheimtu á skyldusparnaði skv. lögum þessum.
Skylt er launagreiðendum að halda eftir tilskildum hluta af launagreiðslu við hverja
útborgun og skila því til Húsnæðisstofnunar ríkisins skv. nánari fyrirmælum í reglugerð.
Kaupgreiðendur hafa rétt til þess að krefjast þess að starfsmenn færi sönnur á aldur sinn með
framvísun persónuskilríkja. Óheimilt er launagreiðanda að samþykkja undanþágu frá
sparnaðarskyldu nema starfsmaður hans framvísi vottorði um undanþáguheimild sína.
[116. gr.]')
Ef launagreiðandi vanrækir að taka skvldusparnað af starfsmanni skv. lögum þessum eða
vanrækir að skila því sem hann hefur tekið af launum starfsmanna sinna er hann ábyrgur fvrir
því fjármagni eins og um eigin skattgreiðslur væri að ræða. Með innheimtur á slíkum
vanskilum skal fara með sama hætti og innheimtu launaskatts, sbr. lög nr. 14 frá 15. mars
1965, ásamt síðari breytingum.
IX. KAFLI
Bvggingarsamvinnufélög.
[117.gr.]')
Tilgangur byggingarsamvinnufélaga er að reisa íbúðarhús fyrir félagsmenn sína til eigin
afnota á sem hagkvæmastan hátt ásamt öðrum byggingum. sem teljast vera í eðlilegum
tengslum við íbúðarhúsnæðið, og reka lánastarfsemi vegna félagsmanna sinna. Tilgangur
byggingarsamvinnufélags getur enn fremur verið eftirfarandi:
a. Að taka til ávöxtunar sparifé félagsmanna er þeir hyggjast síðar nota til öflunar
íbúðarhúsnæðis.
b. Að eiga aðild að fyrirtækjum með takmarkaðri ábyrgð, svo sem samvinnusamböndum
skv. lögum nr. 46/1937, um samvinnufélög, og hlutafélögum, enda starfi hlutaðeigandi
fyrirtæki á sviði bvggingariðnaðar eða að öðrum verkefnum sem mikilvæg verða að teljast
fyrir byggingarsamvinnufélagið.
c. Að útvega lán til byggingarframkvæmda þeirra sem félagið annast.
Félag, sem ákvæði þessa kafla taka til, skal í nafni sínu hafa orðið ..byggingarsamvinnufé-
Iag“ og jafnframt er öðrum félögum óheimilt að bera slík heiti.
[118. gr.]‘)
Um félagsstofnun, skrásetningu, félagsstjórn og félagsslit byggingarsamvinnufélags fer,
eftir því sem við getur átt, eftir ákvæðum laga nr. 46/1937, um samvinnufélög, sjá þó 2. og 3.
1) Sjá aths. við 109. gr.