Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 4
Séra Sígurbjörn Sínarsson:
j^bfangabagðfDöíb
YSur er í dag frelsari fæddur, sem
er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og
hafið þetta til marks: Þér munuð
finna ungbarn reifað og liggjandi í
jötu. (Lúk. 2, 11—12).
Fæðingarhátíð Frelsarans er runnin upp.
Hún ber mörg nöfn í meðvitund mann-
anna. Hún heitir ljóssins hátíð, friðarins
hátíð, perlan í daganna festi, hátíð barn-
anna. Og vissulega skín hún eins og gim-
steinn á grjóti, eins og rós á eyðimörk, eins
og aldinreitur í ríki vetrarins. Vegna
þess að hún er helguð honum, sem er ljós
og friður kynslóðanna, vegna þess að hann
hefir náð að móta þessar hátíðarstundir
framar öðrum stundum. Hinn heilagi boð-
skapur, sem hver hátíð og helgidagur árs-
ins er helgaður, boðskapurinn um frelsara
mannanna, á greiðari aðgang að oss þessa
stund en aðrar. Oft erum vér mennirnir
næmari fyrir því, sem barnið segir, en
hinn fullorðni. Barnið Jesús — hver nem-
ur ekki staðar frammi fyrir því? Hverjum
verður ekki hugsað til fjárhússins og jöt-
unnar og reifabarnsins? Margur virðist
vera búinn að gleyma honum, sem gekk
um kring og boðaði fyrirgefningu og frið
við Guð. Margur viðurkennir ekki lengur
hann, sem sagði: Ég og faðirinn erum eitt.
Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Enginn kemur til föðursins nema fyrir mig.
Margur hugsar ekki lengur út í það, að
hann flutti orð eilífs lífs. Margur afneitar
því, að krossferill og dauði hans hafi
nokkra úrslitaþýðingu fyrir vorn lífsferil
í dag og líf vort eftir dauðann. En barnið
hefir viss forréttindi fram yfir hinn full-
orðna mann. Rödd barnsins berst stund-
um gegnum þann skarkala, sem kefur
raust hins sterka. Auga barnsins megnar
stundum meir en hnefi kraftamannsins. Á
sama hátt virðist barnið Jesús vekja við-
urkenningu og lotningu, undrun og til-
beiðslu hjá þeim jafnvel, sem búnir eru að
missa sjónar af spámanninum, meistaran-
um, frelsaranum. Og ár eftir ár gerist
þessi undursamlegi atburður. Ár eftir ár
er þessi látlausa frásaga flutt um ung-
barnið reifað og liggjandi í jötu, — og
heimurinn staldrar við, harkið hættir,
gnýrinn þagnar, allra augu beinast í átt-
ina til þessarar einstæðu barnsvöggu, hat-
ur og heift hjaðnar, eitt andartak stönd-
um við allir hlið við hlið eins og bræður
og systur og horfum allir í eina átt. Og
sjá: Það birtir umhverfis oss, vér skiljum
orðin um ljósið í myrkrinu. Það er eins
og þegar andlitsdrættir, sem annars mót-
ast af miskunnarleysi, hörku og grimmd,
mýkjast allt í einu og verða mildir og þýð-
ir, — þannig verður svipur tilverunnar
þetta kvöld, þessa nótt, þessa hátíð, vegna
þess eins, að vér horfumst í augu við barn-
ið i Betlehem.
Það er harmsefnið mesta, að þessi heil-
aga skynjun verður svo fáum annað en ó-
ljós og hverful hughrif, án þess að valda
neinum úrslitum í lífi þeirra. Þeir eru svo
fáir, sem horfa til lengdar í augu hins
heilaga barns. Kyrrðin snýst í glaum, helg-