Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 5

Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 5
JÓLAKLUKKUR 3 in í mannfagnað. Að jólunum liðnum snúa menn til síns fyrra lífs jafnvel þreyttari og snauðari en áður. Kærleikurinn hafði kall- að, en þeir komu ekki. Barnshönd Guðs- sonar hafði seilzt eftir þeim, en þeir sneru sér frá. Englar Guðs höfðu bent og sagt: Yður er í dag frelsari fæddur, en þeir vildu ekki frelsast láta. Og mennirnir hverfa aftur út í rúmhelgina með hungr- aða, þyrsta, kalda og örsnauða sál. Vinur! Lát ekki jólin verða þannig í ár. Þessi jól eru gefin þér, syndugur maður, til þess að synd þín verði sigruð og líf þitt verði nýtt. Þetta augnablik er gefið þér til þess að eilífðin verði þér líf, en ekki dauði. Hversu dýrmætt er þetta augnablik, þegar þú hefir staðnæmzt við jötu Guðssonar! Kastaðu því ekki á glæ. Slepptu því ekki. Gleymdu því ekki. Þér er frelsari fæddur. Hann er fá- tækur þín vegna. Hann varð barn þín vegna. Hann var krossfestur þín vegna. Jólaljósin umhverfis þig ná ekki að lýsa myrkrið, sem er hið innra með þér, myrkur freistninnar, fallsins, syndarinnar, óttans. En það megnar hann. Sá, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins. Svo segir hann. Og mikill fjöldi votta, bæði í fortíð og nútíð, ber því vitni, að þetta er sann- leikur. „Öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til þess að verða Guðs börn“. Þetta var reynsla Jóhannesar. Þeir eru margir, sem fagna á þessari hátið djúp- stæðum, sterkum, öruggum innra fögnuði, vegna þess að þeir hafa reynt hið sama: Hann fæddi þá að nýju. Hann hreif þá undan valdi myrkursins. Hann gaf þeim dýrðarfrelsi Guðs barna. Þú ert kallaður til þeirrar reynslu á þessum jólum. Þigg gjöf þeirrar reynslu. Vertu sjálfur vottur þeirrar dýrustu vitundar, sem manns- hjartað getur öðlazt: Að vera Guðs barn, Guðs barn í lífi og dauða. Viltu máske spyrja þess, hvernig menn öðlast slíka reynslu? Viltu máske spyrja þess, hvernig það atvikast, er menn öðl- ast lífið í Kristi? Ég vildi geta svarað þeirri spurningu á þann hátt, að það yrði þér til hjálpar. Án efa skilur þú, að það er ekki auðvelt. Sálar- lífið á sína leyndardóma. Dýpsta reynsla þín, á hvaða sviði sem er, er aldrei auðveld frásagnar. Því skal þig ekki undra, þótt örðugt sé að lýsa því, þegar mannssál mætir lausnara sínum og verður fyrir þeim áhrifum, sem ekkert annað jafnast á við. En á grundvelli reynslunnnar og Guðs orðs vil ég segja þetta: Þú verður að mæta Kristi. Þið verðið að standa augliti til auglitis hvor við annan. Að mæta Kristi er ekki það sama og að heyra orð hans eða orðið um hann. Vissu- lega ríður þér á að heyra orð hans. Vissu- lega þarftu að vita, hvað Kristur segir, hvers hann krefst og hvað hann heitir að gefa. Vissulega þarf orð hans að dæma synd þína og opna augu þín fyrir líkn hans. En þú þarfnast meira. Þú þarfnast persónulegra samfunda við hann. Hvern- ig? Þú hefur horft á hann sem heilagt barn og minnzt þess með sársauka, hvernig þú hefir farið með barnssakleysi þitt. Þú hefur horft á lífsferil hans og hugsað með kvöl um lífsferil þinn. Þú hefur horft á krossfestingu hans og séð sjálfan þig í hópi þeirra, sem þjáðu og smáðu hann. Þú hefur skynjað dýrð hans í hásæti heilagleikans og séð líf þitt og dauðastund í myrkri. Þú hefur kropið við jötuna eins og hirðarnir, grátið við fætur hans eins og bersynduga konan, hrópað til hans eins og ræninginn á krossinum. Þú hefur ekki gefizt upp. Þú hefur leitað. Þú hefur lesið Guðs orð. Þú hefur beðið.

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.