Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 7

Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 7
JÓLAKLUKKUR 5 fleiri norskra borga við svo mikla aðsókn og sýnileg áhrif, að þess voru engin dæmi í Noregi síðan á dögum Hans N. Hauge. í fyrstu tóku prestar og prédikarar þjóðkirkjunnar fálega starfi hans. Lunde var „endurskírður utanflokkamaður“. En þegar áhrifin fóru að koma í ljós, og Lunde hvatti nývaknaða fólkið til að yfirgefa ekki fyrri söfnuði sína, gengu margir beztu prestar í lið með honum, töl- uðu á samkomum hans og studdu vakn- inguna á ýmsan hátt. Nokkrum árum síðar stofnaði Albert Lunde sérstakan utanþjóðkirkjusöfnuð í Osló, og var prestur hans til dauðadags. En eftir þá stofnun bar ekki meira á starfi hans en margra annarra. Jafnhliða þessari trúarvakningu fór þjóðernisleg vakning um allan Noreg. Stjórnmáladeilur milli Norðmanna og Svía fóru óðum vaxandi. Sambandsslit lágu í loftinu. Og alt var í óvissu um, hvort Sví- ar færu ekki með her manns gegn Norð- mönnum, ef þeir segðu Svíakonungi upp hollustu. Ég hlakkaði því meir en lítið til Nor- egsfarar í byrjun maímánaðar, enda þótt ég byggist ekki við að sjá Albert Lunde. Hann var þá nýfarinn til Stokkhólms og Helsingsfors í boði ýmsra trúmálaleiðtoga. Ég fór í þetta sinn, sem oftar, frá Frið- rikshöfn á Jótlandi til Kristjánssands í Noregi og þaðan norður með landi. Varð ég þess brátt var, að guðsþjónust- ur og aðrar kristilegar samkomur voru ó- venjulega fjölsóttar. Sums staðar sátu flestir kyrrir langa hríð, þótt allar ræður væru úti. Var þá mikið sungið. En þó meira talað við leitandi fólk, og beðið með því. Ég man sérstaklega eftir samkomu í Haugasundi. Mér hafði verið boðið að tala þar á eftir aðalræðumanni. Hann sleit samkomunni um kl. 10, en flestir sátu og sungu eða báðu fram undir miðnætti. Um ellefu leytið fór ég út í anddyri samkomu- hússins; þótti nokkuð heitt inni. Komu þá tvær ungar stúlkur ofan stigann frá lofti salsins. Önnur þeirra var grátandi. Hin vék sér að mér, og bað mig að tala við „hana systur sína“, henni liði svo illa, hún ætti engan sálarfrið. Ekkert man ég, hvað ég sagði við þær systurnar. En hitt man ég vel, að við fórum inn í salinn, krupum þar til bæna, og þegar við stóðum upp aftur, voru tárin þornuð, en trúargleði og lofgerð ljómaði úr augunum, sem rétt áð- ur höfðu fellt mörg tár. „Við sjáumst aftur heima hjá Guði“, var kveðjan, sem ég fékk. í Stavangri sagði prestur við mig: „Kirkjan mín er núna allt of lítil, þótt áð- ur hafi hún verið talin fullstór". En aðrir sögðu: „Þegar hann er kominn fram í miðja ræðu, má heyra grátstunur um alla kirkjuna, og skrúðhúsið fyllist á eftir af þeim, sem til vegar spyrja“. Þjóðhátíðardag Norðmanna (17. maí) var ég í Þrándheimi. Voru þar ræðuhöld mikil og mikið um að vera. En mér fór líkt og börnunum, sem sálfræðingar segja um, að muni venjulega 10% af því, sem þau heyri, en helming þess, sem þau sjái. Ræð- unum hefi ég steingleymt, en skrúðgöngu barnanna man ég vel enn. Börnin voru öll í norskum þjóðbúningum, með norsk smá- flögg, og svo mörg, að ég hélt, að allt ná- grennið hefði sent sín börn til viðbótar við borgarbörnin. í blíðskaparveðri fór ég um kvöldið með „lestinni“ suður yfir fjöllin. Um nóttina vaknaði ég, þegar lestin nam staðar í Röraas. Var þar hríðarmugga og alhvítt af snjó. Að aflíðandi hádegi kom ég til Os- lóar. Var þar svo heitt, að ég treystist ekki til að halda á ferðatösku minni þann stutta spöl, sem er frá járnbrautarstöðinni

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.