Jólaklukkur - 01.12.1943, Side 16

Jólaklukkur - 01.12.1943, Side 16
14 JÓLAKLUKKUR u£Cf Gullfoss! Hvað skal sál mín segja svo ég hljóti frið? „Gullfoss sjá — og síðan deyja!“ sannlega á hér við. Tröllslegt vald þá töfra’ að eigi, titra’ af gleði lijartað megi, fyrr ég vissi fávís eigi; stœkkað hefur sjónarsvið. Hafði’ eg oft á hljóðum stundum hugsað svipinn þinn og á þínum grænu grundum gisti andi minn. Veit ég nú, hve vesœll er ég, vit hve smátt í huga ber ég, og hve skammt á flugi fer ég, glöggt ég núna greini’ og finn. Góðan hreim ég gigju þinni gefa þóttist hér; nú ég veit, hve miklu minni mœtti þínum er. Eins og heyrist hjartans sláttur hverfa’, er birtist þrumumáttur, þannig hvarf sá daufi dráttur, Gullfoss fyrr; sem gaf ég þér. Að ég skyldi aumur freista undravald þitt sjá! vatnsmagn þitt með valdi kreista viti þurru frá! Breið þín hamrabelti skína, brjóta’ í rústir garða mína, er sem fallhœð fossa þína lét ég áður fyrri fá. Hátt og snjallt þín hljómar gígja, hreinan gefur klið, hörpustreng er kraftar knýja klettafingur við. Satt er það: þú einn nœr ómi alda’ og þjáðra lýða rómi, þeirra er blekktir heimsins hjómi aldrei gátu fundið frið. Leikur nœst mér lítil buna, létt og glaðvœr er; fjœr mér trylltir boðar bruna beint í djúpið sér; ómur þeirra yfirtekur, undirtónninn björgin skekur; dunan þeirra raunir rekur œ og sí í eyra mér. Kát vill buna’ í dans mig draga; dugi ekki það, sjálfur fossinn seið mun laga, senda hjarta að; gangi’ eg út í, hljómar hlátur hlakkandi — og þungur grátur;

x

Jólaklukkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.