Jólaklukkur - 01.12.1943, Page 28

Jólaklukkur - 01.12.1943, Page 28
26 JÓLAKLUKKUR „Og þú átt sjálfsagt von á jólagjöfum býst ég við?“ spurði læknirinn. „Jú, ætlj ekki það eins og vant er. “ „Og heldurðu, að þú eigir • þær ekki skilið?“ Það gat Steini ekki sagt um; hann skildi satt að segja ekki, hvað pabbi hans átti við með þessu. „Þú átt skólabróður, sem heitir Einar?“ Steini samsinnti því og roðnaði. „Þér fórst drengilega við hann í gær, hef ég heyrt,“ sagði læknirinn og brýndi röddina. „Svo þú hefur þá heyrt, hvað okkur fór í milli í gær. Ég held að taki því varla að gera neitt veður út af því; hann kom fram eins og hálfgerður fábjáni í gær, og svo sló hann mig, og þá“ .... læknirinn greip fram í fyrir honum. „Já, ég hef heyrt söguna eins og hún gekk til og þarf engrar skýringar við. Ég talaði við einn kennarann. Þú manst von- andi, hvað þú sagðir við Einar, bæði þegar hann kom og fór úr skólanum.“ „Já,“ svaraði Steini lágt. Læknirinn hélt áfram: „Mér er nær að halda, að þú hafir lítið athugað, hvað þú varst að gera. Þú hefur víst gleymt að láta þér detta í hug, að nokkur ástæða gæti verið fyrir þessari undarlegu framkomu Einars. Nú skal ég segja þér sögu. Einar átti móður, góða móður, eins og þú, en engan föður og eng- ar systur eins og þú. Þessi móðir var hon- um því allt, þótt fátæk væri. í gærmorgun, þegar þú varst að hæðast að Einari, lá móðir hans mjög hættulega veik heima, En Steini gat engu svarað, hann starði agndofa á föður sinn, því næst kastaði hann sér í fang hans og kveinaði: „Fyrir- gefðu mér, pabbi minn, fyrirgefðu mér.“ Læknirinn strauk hughreystandi höfuð hans. „Mína fyrirgefningu geturðu auðvitað fúslega fengið, en þér er miklu nauðsyn- legra að fá fyrirgefningu Einars; þú att mikið óuppgjört við hann. Ég tók hann þess vegna hingað með mér áðan, því að hann á enga frændur og engan samastað.'* í sama bili kom læknisfrúin inn með Einar við hlið sér. Hann var uppbúinn í fötum af Steina. en hún vildi samt, að drengurinn færi í skólann þennan síðasta dag vegna próf- anna. En það er meira, sem ég ætla að segja þér. í kvöld þegar þú og aðrir gleðj- ast yfir jólagjöfum og jólahátíð, þá græt- ur Einar látna móður, því að hún fór heim í kvöld, þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn jólahátíðina. Ég var að koma þaðan áðan. Sérðu nú, hvað þú hefur gert, dreng- ur minn?“

x

Jólaklukkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.