Jólaklukkur - 01.12.1943, Side 29

Jólaklukkur - 01.12.1943, Side 29
JÓLAKLUKKUR 27 Qó/ar/ð Sjá guðsmanninn felldan í fjötra og færðan í dýflissutötra. í eymd sinni efa hann kennir og óvissan sálu hans brennir. Til Jesú hann sendir þá sveina, er setja fram spurningu hreina; fær andsvar, er efanum bægir og óróleik sálar hans lægir. Þá greinir hann guðlegu merkin og glöggt skilur dásemdarverkin: Hinn heilagi holdi er klæddur. Sjá, heimi er Messías fæddur! Svo horfir hann hugrór án kvíða og hugmóðs til komandi tíða. lan/ieói Með gleði ber fangelsisfjötra. Með fögnuði dýflissutötra. — Þér allir, sem efizt og kvíðið, Þér allir, sem grátið og líðið, ó heyrið: Hinn heilagi’ er fæddur! Sjá, holdi manns guðsson er klæddur! Til hans með öll harmþungu tárin. Til hans með öll viðkvæmu sárin. Hjá honum er huggun að finna. Hann harmbót vill sérhverjum vinna. Lát boðast með básúnurómi, lát birta með dómslúðurhljómi: Hinn heilagi holdi er klæddur! — Þér, heimur, er konungur fæddur! Vald. V. Snævarr. Þegar Einar sá, hvað Steini var illa á sig kominn, gekk hann til hans og vafði höndunum um höfuð hans og kyssti hann a ennið; það var fyrirgefningarkoss. Lækn- irinn lagði hendur sínar utan um báða drengina og sagði: „Jæja, María, nú eigum við fjögur elsku- ieg og efnileg börn. Guði séu þakkir fyrir Þær jólagjafir, sem hann færir okkur, því Þær munu æfinlega reynast beztar.“ Baldi. Maðurinn hlýtur að heyja mikla og langa baráttu með sjálfum sér, áður en honum lærist að sigrast á sjálfum sér til fulls og beina öllum huga sínum að Guði. Mað- urinn hrapar auðveldlega að huggun manna, þegar hann stendur í eigin krafti. En sá, sem elskar Krist í sannleika og legg- ur kapp á að ástunda dyggðir, hnígur ekki að þess háttar huggun og leitar ekki slíkra sætinda fyrir tilfinningarnar, en kýs frem- ur að þola mikið erfiði og harða baráttu vegna Krists. (Tomas a Kempis).

x

Jólaklukkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.