Jólaklukkur - 01.12.1943, Side 33
J ÓLAKLUKKUR
31
„Þú lætur þá til skammar verða, því að
Guð hefur hafnað þeim.“
Þess vegna vildi hann heyra og tala um
^áð Guðs. Hann þyrsti í orð, sem næðu
til sín. En kveldið leið, og hann var engu
nær. Morguninn eftir fannst honum allt
autt og snautt og framtíðin myrk og von-
laus. Það var aðfangadagur jóla. Ó, hve
hann þráði, að jólin yrðu gleðileg, en hann
sá fram á það, að það gæti ekki orðið í
sínu hjarta. Hann sagði því við föður sinn
eftir hádegið:
„Nú ætla ég að taka mér stund til und-
irbúnings undir jólin,“ og fór svo inn. Fað-
ir hans skildi hann rétt og aftraði honum
ekki. Hann langaði til að fara inn með
árengnum sínum og hjálpa honum, en tók
Þó þann kost að vera við starf sitt. Hann
Sat e. t. v. hjálpað drengnum bezt með
fyrirbæn.
Dagurinn leið. Björn sat inni og las, gekk
út, hugsaði, bað og stríddi. En honum
varð ekki ágengt.
Jólaklukkur ómuðu. Fólk fór til kveld-
söngs. Björn varð einn heima. Honum
fannst það gagnslaust fyrir sig að fara í
Guðs hús. Þó gat hann ekki linnt hrópinu
°g ákallinu. Það steig upp frá sál hans
hátt og í hljóði, og loks hljóp hann af stað
til kirkjunnar. Það var verið að syngja
síðasta sálminn. Það fyrsta, sem hann
beyrði var þetta:
„--------faðirinn er
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
samastað syninum hjá.“
har komu orð, sem náðu til hans.
M. R.
Skírteini úr skóla . . .
(Framh. af bls. 17).
efni í þýðingu sr. Matthíasar.* Hann er sem
vænta má skáldlegri á íslenzkunni, og
traust og þróttur eigi minni. En frumsálm-
urinn er enn barnslegri og eðlilegri son-
arkveðja til móður í mikilli sorg. Þá sjást
þess merki, að trúarreynsla frumhöfundar
og þýðanda fer ekki að öllu saman, þótt
hugir beggja sameinist í traustinu á þeim
vini, sem engum bregzt.
Þess munu fá dæmi, að maður sem ekk-
ert hefur orkt annað, geri sálm, er verði
mönnum kunnur og kær um mörg þjóð-
lönd.
Er því eðlilegt að menn spyrji, hvernig
það megi verða.
Þess má geta, að frá íþróttarinnar sjón-
armiði er auðveldara að yrkja á enska
tungu en íslenzka. En þó munu ensku
mælandi menn vart eiga auðveldara um
ljóðagjörð, en íslendingar.
Skáld nokkurt hefur sagt: „Ég get beðið,
þegar ég yrki.“ Annar skáldhneigður mað-
ur segir: „Ég get orkt, þegar ég bið.“ Þótt
ekki hafi öllum svo reynzt, þá virðast þau
orð hafa sannazt á Jósef Scriven, er hann
orkti sálminn. Guð hefur veitt honum gáf-
una, er hann bað um hjálp hans til þess
að hughreysta móður sína. Að því munú
lúta orð hans: „Drottinn og ég gerðum
hann í sameiningu,“ enda er frumsálmur-
inn játning þess, sem höfundur hefur lært
í skóla Drottins síns.
Erfiður hafði sá skóli verið höfundin-
um.
En sálmurinn er skólaskírteini hans.
*) Matthías kvaðst og hafa stælt frum-
sálminn fremur en þýtt.