Jökull


Jökull - 01.01.2017, Síða 56

Jökull - 01.01.2017, Síða 56
Society report Jöklabreytingar skoðaðar með gömlum ljósmyndum Snævarr Guðmundsson1 og Helgi Björnsson2 1Náttúrustofa Suðausturlands, Litlubrú 2, 781 Höfn í Hornafirði 2Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík Samskipti: snaevarr@nattsa.is Hér eru kynntar gamlar ljósmyndir af jöklum á Suðausturlandi. Elstu myndirnar eru frá því um aldamótin 1900 en aðrar frá fjórða áratug 20. aldar. Var farið á nokkra staði til að taka myndir að nýju frá sama sjónarhorni og fyrirmyndirnar. Það var gert til þess að greina jöklabreytingar sem orðið hafa og geta einnig metið með tölum stöðu jöklanna á tilteknum tímum. INNGANGUR Samanburður gamalla og nýrra ljósmynda (endur- tökuljósmyndun, enska: repeat photography) er vel þekkt aðferð við mat á jöklabreytingum. Höfund- ar þessarar greinar hafa nokkrum sinnum birt slíkar myndir í Jökli á síðustu árum, mest til sjónræns sam- anburðar á jöklabreytingum. Oftast hafa fáir áratug- ir skilið á milli samanburðarmynda. Hins vegar má nefna samanburð við allgamlar myndir af Kotárjökli í Öræfum, þ. á m. mynd Ólafs Magnússonar frá 1925 sem birtist í Jökli (Aron Reynisson, 2012) og ljós- myndir enska ferða- og leiðsögumannsins Fredericks W. W. Howell (1857–1901) frá 1891, af sama skrið- jökli. Þær voru jafnframt notaðar til nákvæmasta mats á jöklabreytingum með endurtökuljósmyndun sem gert hefur verið hérlendis (Guðmundsson o. fl., 2012). Hér eru kynntar nokkrar ljósmyndir frá fyrstu ára- tugum 20. aldar sem sýna skriðjökla í sunnanverðum Vatnajökli, frá Fláajökli á Mýrum vestur að Breiða- merkurjökli (1. mynd). Myndir af Mýrajöklunum svo- nefndu, þ. e. Skálafells-, Heinabergs- og Fláajökli eru raktar í aldursröð, sem og myndir af Breiðamerkur- jökli. Í sex tilvikum voru tökustaðir leitaðir uppi og nýjar ljósmyndir teknar frá svipuðu sjónarhorni til samanburðar. Brautryðjendur í ljósmyndun hér á landi á 19. öld tóku sjaldan landslagsmyndir og fáir landsmenn áttu myndavélar á þeirri tíð. Fyrstu ljósmyndir sem við vitum af og sýna íslenska jökla voru teknar af Howell laust fyrir aldamótin 1900 (Howell, 1892; Ponzi, 2004). Nokkrar mynda hans gætu verið eini vitnis- burðurinn um stærð sumra jökla í lok litlu ísaldar. Þá tóku danskir landmælingamenn ljósmyndir í byrjun 20. aldar. Árið 1985 færði danska landmælingastofn- unin Landmælingum Íslands að gjöf fjölda mynda frá þeim tíma þegar þeir unnu að landmælingu Íslands, en það verk tók hartnær þrjá áratugi (Ágúst Böðvarsson, 1996). Einnig eru kunnar ljósmyndir úr flugi loftskipsins Graf Zeppelin vestur með suðurströnd Íslands hinn 17. júlí 1930 (Zeppelin greifi, 18. júlí 1930). Þeg- ar kom fram á þriðja áratug 20. aldar fjölgaði þeim sem tóku ljósmyndir af jöklum hér á landi. Af braut- ryðjendum má nefna Magnús Ólafsson (1862–1937) en fáir unnu jafn ötullega að því að opna augu fólks innanlands sem utan fyrir fegurð íslenskrar náttúru og hann gerði með ljósmyndum sínum (Minningar- orð, 17. ágúst 1937). Nokkrar myndir hans af jöklum, m.a. Öræfajökli og Eyjafjallajökli eru á ljósmynda- safni Reykjavíkur. Af öðrum ljósmyndurum, sem á þessum tíma tóku jöklamyndir, má nefna jarðfræð- JÖKULL No. 67, 2017 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.