Jökull - 01.01.2017, Page 60
Jöklabreytingar af gömlum ljósmyndum
3. mynd/Figure 3. Yfirlitskort af Mýrajöklum. Litaðar línur sýna hörfun jöklanna frá lokum litlu ísaldar (sjá
skýringaramma). – Map of three outlets at Mýrar, Mýrarjöklar. Coloured lines depict the retreat of their marg-
ins during the 1890–1945 period and 2017 (see legend). Heimildir/References. Landmælingar Íslands, Landsat
8/NASA og Náttúrustofa Suðausturlands.
Fláajökull 1935–1937
Árin 1934 til 1938 dvaldi Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur, nokkrar vikur að sumarlagi í Austur-
Skaftafellssýslu. Nokkrar dagbókarfærslur hans sem
Sven Þ. Sigurðsson (2004) dró saman og birti í bók-
inni Jöklaveröld greina frá dvöl hans þar. Sigurður
tók fjölmargar myndir á ferðum sínum, m.a. í sænsk-
íslenska mælingaleiðangrinum á Vatnajökul árið 1936
(Sigurður Þórarinsson, 1943). Tvær mynda Sigurðar
birtast hér af Fláajökli á Mýrum. Fyrri myndin (6.
mynd) er tekin skammt frá Hólmi á Mýrum, til norð-
vesturs á Fláajökul. Sú var líklega tekin 10. ágúst
1935 en það má vera að hún hafi verið fönguð síð-
ar (Sven Þ. Sigurðsson, tölvuskeyti, 8. janúar 2018).
Þegar hún er borin saman við ljósmynd frá 17. janúar,
2018 sést enn betur hve jökullinn hefur þynnst á 83
árum. Sker innarlega í jöklinum sáust vart árið 1935
en standa nú hátt upp úr jökli. Árið 1935 lá jökullinn
fram á brúnir Merkifells en hefur hopað rúma 0,6 km
frá því að Sigurður tók myndina.
Á korti herforingjaráðsins (1904) er Merkifell al-
gerlega hulið af meira en 100 m þykkum jökli. Þá
hafði jökullinn á þessu svæði hopað um 150 m frá há-
marksstöðu um tíu árum fyrr. Fyrst mun hafa farið að
sjást í fellið um 1907 (Jón Eyþórsson, 1956). Fláa-
jökull hopaði aðra 0,2–0,4 km fram til 1930 (H. H.
Eiríksson, 1932). Árið 1937, þegar reistur var varn-
argarður til að beisla Hólmsá nærri jökulsporðinum,
hafði hann hopað aðra 0,5 km (Gísli Arason, munnleg
heimild, 5. júlí 2016).
JÖKULL No. 67, 2017 55