Jökull


Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 60

Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 60
Jöklabreytingar af gömlum ljósmyndum 3. mynd/Figure 3. Yfirlitskort af Mýrajöklum. Litaðar línur sýna hörfun jöklanna frá lokum litlu ísaldar (sjá skýringaramma). – Map of three outlets at Mýrar, Mýrarjöklar. Coloured lines depict the retreat of their marg- ins during the 1890–1945 period and 2017 (see legend). Heimildir/References. Landmælingar Íslands, Landsat 8/NASA og Náttúrustofa Suðausturlands. Fláajökull 1935–1937 Árin 1934 til 1938 dvaldi Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur, nokkrar vikur að sumarlagi í Austur- Skaftafellssýslu. Nokkrar dagbókarfærslur hans sem Sven Þ. Sigurðsson (2004) dró saman og birti í bók- inni Jöklaveröld greina frá dvöl hans þar. Sigurður tók fjölmargar myndir á ferðum sínum, m.a. í sænsk- íslenska mælingaleiðangrinum á Vatnajökul árið 1936 (Sigurður Þórarinsson, 1943). Tvær mynda Sigurðar birtast hér af Fláajökli á Mýrum. Fyrri myndin (6. mynd) er tekin skammt frá Hólmi á Mýrum, til norð- vesturs á Fláajökul. Sú var líklega tekin 10. ágúst 1935 en það má vera að hún hafi verið fönguð síð- ar (Sven Þ. Sigurðsson, tölvuskeyti, 8. janúar 2018). Þegar hún er borin saman við ljósmynd frá 17. janúar, 2018 sést enn betur hve jökullinn hefur þynnst á 83 árum. Sker innarlega í jöklinum sáust vart árið 1935 en standa nú hátt upp úr jökli. Árið 1935 lá jökullinn fram á brúnir Merkifells en hefur hopað rúma 0,6 km frá því að Sigurður tók myndina. Á korti herforingjaráðsins (1904) er Merkifell al- gerlega hulið af meira en 100 m þykkum jökli. Þá hafði jökullinn á þessu svæði hopað um 150 m frá há- marksstöðu um tíu árum fyrr. Fyrst mun hafa farið að sjást í fellið um 1907 (Jón Eyþórsson, 1956). Fláa- jökull hopaði aðra 0,2–0,4 km fram til 1930 (H. H. Eiríksson, 1932). Árið 1937, þegar reistur var varn- argarður til að beisla Hólmsá nærri jökulsporðinum, hafði hann hopað aðra 0,5 km (Gísli Arason, munnleg heimild, 5. júlí 2016). JÖKULL No. 67, 2017 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.