Jökull - 01.01.2017, Page 61
Snævarr Guðmundsson og Helgi Björnsson
4. mynd/Figure 4. Horft yfir Heinabergsjökul frá Hafrafelli (tindurinn fremst t.v.) árið 1904. Miðröndin kemur
frá Snjófjalli (1440 m) en það er í hvarfi af tindinum v.m. í forgrunni. Handan jökulsins er Rótarfjall (ofan við
miðja mynd) og til hægri Geitakinn (725 m). Á milli þeirra sést í Vatnsdalslón. Neðri myndin sýnir svæðið
innan rauða rammans, við Vatnsdalslón. – View across the Heinabergsjökull outlet glacier, from Mt. Hafrafell
(peak in front to left) in 1904. The medial moraine originates from Mt. Snjófjall (1440 m a.s.l). Beyond the
outlet is Mt. Rótarfjall (above centre) and to right of it, Mt. Geitakinn (725 m). In between is the lateral glacial
lagoon, named Vatnsdalslón, enlarged in the lower image. Ljósm./Photo. Daniel Bruun.
Sigurður tók aðra mynd til norðurs á Fláajökul, frá
Grænafelli (Heinabergsfelli) á Mýrum, að öllum lík-
indum þann 17. júlí 1937 (7. mynd). Í dagbókarfærslu
segir hann: „Síðan héldum við út Austurlandið yfir
[Heinabergs]vötnin skammt fyrir neðan og niður að
Heinabergi, sem nú er í eyði. Falleg er útsýn af fjallinu
til jöklanna og fæst þar glöggt yfirlit yfir það hversu
mjög þeir hafa gengið til baka.“ (Sven Þ. Sigurðsson,
2004). Austurland var hluti af Skálafellslandi (Aust-
urbæjarparti) og þar var hjáleiga á miðri 19. öld. Vit-
að er að þar var búið árin 1848–1855 en vera má að
búseta hafi verið þar fyrir þann tíma. Þar sér enn til
tófta (Þorsteinn Guðmundsson, 1972). Austurland var
rúma 5 km suðvestur af Heinabergi.
Þegar Sigurður tók myndina huldi jökullinn enn
stóran hluta Miðfells (120 m). Við sporðinn var um
15 m djúpt lón sem náði á Heinabergsöldur, utan í
Grænafelli. Þetta lón, sem sést á myndinni, hafði
myndast nærri aldamótunum 1900 þegar jökullinn tók
að hopa af öldunum. Í lónið safnaðist vatn úr jökul-
kvísl sem þá rann fram milli Heina og Miðfells (3.
mynd). Affallsvatnið sameinaðist síðar Hólmsá. Jafn-
framt hvíldi jökullinn ofan á Merkifelli (Jökulfelli) en
það er um 200 m hátt. Á milli þessara fella var jök-
ullinn meira en 150 m þykkur. Árið 1937 hafði suð-
vesturarmur Fláajökuls hopað 0,5–0,6 km frá 1904 og
alls 0,7–1,0 km frá lokum litlu ísaldar. Fram til ársins
2017 nemur hop Fláajökuls frá um 1890, nálægt 2,1
km suðvestan við Merkifell og 3,0 km austan þess.
Sumarið 2017 var gerð ferð til þess að leita uppi
hvar Sigurður hafði staðið og tekið myndina, átta ára-
tugum fyrr og tekin ný ljósmynd (7. mynd). Lónið
hvarf einhvern tíma á árunum fyrir 1945 en áfram-
haldandi hop opnaði vatninu leið þar sem jökullinn
hafði fyrr stíflað. Jökullinn hefur nokkurn veginn skil-
að frá sér Miðfelli og fyrir nokkrum árum færðist jök-
ulkvíslin, sem fyrr hafði runnið vestan við Miðfell, og
kemur nú fram úr gili milli þess og Merkifells.
56 JÖKULL No. 67, 2017