Jökull


Jökull - 01.01.2017, Page 62

Jökull - 01.01.2017, Page 62
Jöklabreytingar af gömlum ljósmyndum 5. mynd/Figure 5. Ofar: Mýrajöklar (talið frá v.): Skálafellsjökull, Heinabergsjökull og Fláajökull, frá Zepp- elin í grennd við Hálsaós. Neðar: Svipað sjónarhorn til Mýrajökla 27. júlí 2017. – The „Mýrajöklar“ outlet glaciers, from left: Skálafellsjökull, Heinabergsjökull og Fláajökull, exposed from Zeppelin above Hálsaós estuary. Below: Similar scenery July 27th, 2017. Ljósm./Photos. ©Archiv der Luftschiffbau Zeppelin GmbH, Friedrichshafen; Snævarr Guðmundsson. Breiðamerkurjökull frá Reynivöllum 1904 Í bók Daniels Bruun (1928) er teikning (8. mynd) sem sýnir menn á hestbaki og útsýni til Fellsfjalls, Breiða- merkurjökuls og Öræfajökuls, frá Reynivöllum, vest- asta bænum í Suðursveit. Teikningunni ber afar vel saman við ljósmynd, sem Bruun tók frá Reynivöllum á sama tíma og staðfestir mikla nákvæmni í teikningu hans. Ekki sést jökuljaðarinn á ljósmyndinni, en hann er sýndur hér á teikningu Bruuns. Hæð í jöklinum nærri sporði, á teikningunni, vekur athygli. Þar var skammt fram á sporðinn, sem var brattari, en ekki er ólíklegt að hún sýni jökullinn brotna á Brennhólaöldu. Talið er að aldan hafi myndast á 19. öld í framhlaupi en árið 1894 lýsti Þorvaldur Thoroddsen (1959) því að ofan við Brennhólakvísl, sem þá var: „... er kúpa í jökulröndinni, og þegar gangur er í jöklinum, koma þar miklar sprungur, eins og einhver fyrirstaða sé.“ JÖKULL No. 67, 2017 57

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.