Jökull - 01.01.2017, Síða 65
Snævarr Guðmundsson og Helgi Björnsson
8. mynd/Figure 8. Ofar: Teikning Bruuns af nágrenni Breiðamerkurjökuls. Teikningin styðst sennilega við ljós-
mynd, frá árinu 1903 eða 1904. Neðar: Svipað sjónarhorn 1. mars 2017. – Above: A drawing by Daniel Bruun
showing Breiðamerkurjökull and vicinity, from Reynivellir. The drawing is probably based on a photograph
from 1903 or 1904. Below: Same scenery, March 1 2017. From this viewpoint, the 1904 glacier surface (red
line), reached about 350 m above sea level. In 1932 (blue line) the surface had dropped just under 50 m in
the same place (1.6 m/year), with the glacier termini retreating mere 400 to 800 m. In 1936 (yellow line)
the surface had lowered yet another 22 m (5.5 m/year) and the glacier termini consequently retreated another
400 m in response to the warm climate period in the 1930s. Ljósm./Photo. Snævarr Guðmundsson.
við Breiðamerkurfjall. Gula brotalínan er ágiskun en
dregin þangað fram sem jökullinn lá árið 1936.
Breiðamerkurjökull 1930
Á 10. mynd, sem var tekin frá loftskipinu Graf Zepp-
elin úti fyrir ósi Stemmu, þann 17. júlí 1930, sést
Breiðamerkurjökull. Handan jökulsins er Fellsfjall og
ofan þess Þverártindsegg. Fremst á sandinum er jök-
ulkvíslin Stemma og forveri Stemmulóns. Neðst til
vinstri er farvegur Jökulsár frá fyrstu áratugum 20.
aldar. Brennhólaalda sést við jaðar jökulsins á miðri
mynd. Á myndinni má rekja þjóðleiðina um austan-
verðan Breiðamerkursand, frá tjörnunum lengst t.h.
Þegar myndin var tekin hafði jökullinn hopað eina
0,75–1,1 km, á því svæði sem sést á myndinni, frá
því um 1890. Um 1904, þegar landmælingarnar fóru
fram, var jökuljaðarinn skammt innan við fremstu
tjarnaröðina. Breiðamerkurjökull hopaði því 0,45–0,6
km á milli 1904 og 1930 (á þessu svæði) eða að með-
altali nærri 20 m á ári.
60 JÖKULL No. 67, 2017