Jökull


Jökull - 01.01.2017, Síða 72

Jökull - 01.01.2017, Síða 72
Jöklabreytingar 2015–2016 mikið hafi verið í þessum kvíslum fyrr um sumarið og haustið. Aðstæður til að greina jaðarinn voru góðar og betri en undanfarin ár. Mýrdalsjökull Sólheimajökull – Aðeins er hægt að mæla eina línu vegna lóns framan við jökulinn. Sú lína liggur tals- vert til hliðar við miðju jökulsins. Sléttjökull – Mæling náðist eftir tvö ár án mælinga. Mælt hop er því yfir þrjú ár. Vatnajökull Síðujökull – Í ágúst 2016 átti Hlynur S. Pálsson leið um svæðið framan við Síðujökul með gönguhópi og mældi stöðu jökulsporðsins. Mælt var á eystri línunni við jökulinn. Ekki hefur verið mælt þar síðan 2003 en 2007 var seinast mælt á vestari línunni. Mikið hop mældist síðan 2003, eða hátt í 1 km en vert er að hafa í huga að Síðujökull er framhlaupsjökull. Breyting- ar á stöðu jökulsporðsins eru því ekki í beinu sam- bandi við loftslag heldur ráðast einnig af hvar jökull- inn er staddur í framhlaupslotu sinni. Síðujökull er núna hæglátur á milli framhlaupa og hop hans er því hugsanlega meira en búast mætti við fyrir sambæri- legan jafngangsjökul. Skeiðarárjökull austur – Öfugt við árið 2015 mæl- ist nú hop á öllum þremur mælistöðunum við austur- hluta Skeiðarárjökuls. Samkvæmt skýrslum Ragnars F. Kristjánssonar er staða Skeiðarár svipuð milli ára. Áin rennur meðfram öllum sporðinum og fer sumstað- ar í gegnum lón framan við sporðinn en undir hann á öðrum stöðum. Í skýrslunum er þess einnig getið að jökullinn sé óvenju hvítur á vissum mælistöðum og það sé væntanlega vegna mikilla rigninga í Öræfum í október. Mælt var með fjarlægðarkíki á öllum mæli- stöðunum. Morsárjökull – Samkvæmt skýrslu Ragnars F. Kristjánssonar er, líkt og árið á undan, ekkert lón framan við jökulinn. Skaftafellsjökull – Mælt var með fjarlægðarkíki yfir lón. Öræfajökull Svínafellsjökull – Svava B. Þorláksdóttir lýsir tals- verðum breytingum við jökuljaðarinn. Samkvæmt skýrslu hennar er nú mjög óslétt við jökulsporðinn og líkt að mikið rót sé í kringum hann. Vatnsstaðan í lón- inu við Hafrafell var nú hærri heldur en bæði 2014 og 2015, en líkt og áður voru merki um að enn hærra hefði staðið í lóninu fyrr um sumarið. Falljökull – Samkvæmt skýrslu Svövu B. Þorláksdótt- ur eru litlar breytingar við jaðarinn haustið 2016, sam- anborið við árið á undan. Nýrri mælilínu bætt við um 230 m norðvestan við núverandi mælilínu. Þar er mun minni aurkápa á jöklinum og breytingar því hugsan- lega talsvert aðrar. Vatnajökull Heinabergsjökull – Haustið 2016 kom í ljós við myndatöku af jöklinum úr dróna að í lóninu framan við jökulsporðinn er tunga af ísjökum á floti. Þessir jakar eru ekki samfastir jöklinum en líta út af jörðu niðri fyrir að vera það. Vegna þessa náðist ekki mæl- ing að raunverulegum jaðri jökulsins. Ekki er ljóst hvenær þessi jakatunga brotnaði framan af jöklinum en almennt má gera ráð fyrir að slíkt uppbrot sé merki um hop. Þrátt fyrir óvissu með hvort að staðan hafi verið sú sama árið 2015 eða árin þar á undan er 2015 haft með í samtölu um heildarbreytingu 1995–2015 í töflu um jöklabreytingar. Heildarbreytingin fyrir þetta tímabil gæti því verið talsvert óviss. Fláajökull – Samkvæmt skýrslum Bergs Pálssonar fer lónið framan við jökulinn stækkandi við austari mælilínuna. Jökullinn þar er einnig lægri og minna úfinn en verið hefur. Við vestari mælilínuna eru að- stæður mjög svipaðar og í fyrra en skammt vestan við hana er hefur jökulinn lækkað mikið. Þar er hann orð- inn nær flatur og flýtur hugsanlega við sporðinn. Lambatungnajökull – Bergi Pálssyni tókst ekki að komast að merki framan við jökulinn. Hann náði þó mælingu á hopi jökulsins með því að bera núverandi staðsetningu sporðsins saman við GPS punkt af stað- setningu sporðsins haustið 2015. Framan við jökulinn er víðáttumikið flatt svæði með möl og sandi á yfir- borði en ís undir. Rjúpnabrekkujökull – Ekki náðist mæling við Rjúpna- brekkujökul haustið 2016 vegna snjóa við jökulsporð. JÖKULL No. 67, 2017 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.