Jökull - 01.01.2017, Side 75
Society report
Árni Kjartansson
Fæddur 22. nóvember 1922, dáinn 28. september 2017
Fyrir röskum sex áratugum lyfti lítill hópur fólks
grettistaki í jöklarannsóknum á Íslandi. Hvernig stóð
á því að þessi hópur náði að áorka svo miklu sem raun
ber vitni? Þessi spurning leitar á hugann nú þegar
kvaddur er einn þeirra frumkvöðla sem hvað þyngst
lögðust á árarnar, Árni Kjartansson, tæplega 95 ára að
aldri. Svarið er ekki einhlítt, en það er sennilegt að
þyngst á metunum hafi verið samtakamáttur hópsins
samfara öruggri forystu. Allir lögðu saman og þannig
fékk styrkur hvers og eins notið sín. Sá skriðþungi
sem öflugur hópur náði á upphafsárum Jöklarann-
sóknafélagsins var hvorki sjálfsagður né sjálfgefinn.
Á sex ára tímabili, milli 1951 og 1957 voru byggð hús
í Breiðamerkursandi, í Esjufjöllum, Jökulheimum og
á Grímsfjalli. Tímaritinu Jökli, fyrsta alþjóðlega vís-
indatímariti Íslendinga sem kom út með reglubundn-
um hætti, var hleypt af stokkunum. Vorferðunum, ár-
legum rannsóknaleiðöngrum á Vatnajökul var komið
á. Fyrstu mælingar á þykkt jökla hér á landi voru gerð-
ar í Fransk-Íslenska leiðangrinum á Vatnajökul 1951
og í sérstöku átaki á Mýrdalsjökli og í Grímsvötnum
sumarið 1955. Ávaxtanna af þessu átaki njótum við
í dag, en uppbyggingu aðstöðu með smíða jöklahúsa
var haldið áfram næstu áratugina. Þar var fylgt þeim
takti sem sleginn var í upphafi.
Þessi saga uppbyggingar í þágu rannsókna og
ferðamennsku var og er borin uppi af starfi áhuga-
manna. Fólks sem nýtur þess að takast á við þær
áskoranir sem fylgja jöklaferðum. Þar þarf fyrir-
hyggju, þekkingu, reynslu og rétt hugarfar. Þetta fólk
er haldið jöklabakteríunni sem erfitt hefur reynst að
lækna fólk af. Sú baktería er hinsvegar góðkynja og
færir þeim sem hana hafa tekið og rækta samband-
ið við jöklana, upplifanir og unaðsstundir í harðri en
ægifagurri náttúru Vatnajökuls. Hún viðheldur sér
með góðum minningum og traustum vinaböndum.
Árni var í hópi þeirra dugmiklu skíða- og fjalla-
manna sem Jón Eyþórsson leitaði samstarfs við þeg-
ar Jöklarannsóknafélaginu var komið á fót. Fram eft-
ir 20. öld voru rannsóknastofnanir fáar og smáar og
ekki í stakk búnar til að hrinda af stað stórverkefnum
á jöklum uppi. Eftir áratuga starf var Jón kominn á þá
skoðun að vænlegasta leiðin til að ná árangri í þessu
litla landi væri áhugamannafélag þar sem leiddir væru
70 JÖKULL No. 67, 2017