Jökull


Jökull - 01.01.2017, Page 76

Jökull - 01.01.2017, Page 76
saman vísindamenn og öflugir fjalla- og ferðamenn. Skíðafólk úr Ármanni var fjölmennt í þeim harðsnúna hópi sem myndaði fyrsta kjarnann í starfi félagsins. Þeirra á meðal var Árni Kjartansson. Þessi hópur stundaði Jósepsdal á vetrum og tók þar sína fjallabakt- eríu sem þróaðist svo yfir í jöklabakteríu. Árni var drífandi og öflugur félagsmaður. Hann átti hugmyndina að því að nýta hið nýfundna Hófs- vað á Tungnaá og fara á Vatnajökul um Tungnaárjök- ul. Til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd kom Árni á fyrstu vorferðinni, en hún var farin seint í júní 1953. Þar leiddi hann saman þá Sigurð Þórarinsson og Guð- mund Jónasson. Eftir það varð ekki aftur snúið og vorferðir hafa verið farnar árlega alla tíð síðan. Árni var mörg næstu ár einn helsti hvatamaður ferðanna og kom að smíði skálanna í Jökulheimum og á Gríms- fjalli. Nú, áratugum síðar, eru ljósmyndir hans mikil- væg heimild um þessar ferðir og fólkið sem tók þátt. Segir það nokkuð um Árna að þegar honum var gef- inn slidesmyndaskanni á 85 ára afmælinu settist hann við tölvuna og tók til við að koma myndasafni sínu á tölvutækt form. Hann færði síðan félaginu að gjöf disk með myndum úr ferðum þess á árunum 1953– 1957. Árni var gerður að heiðursfélaga JÖRFÍ á 25 ára afmæli félagsins 1975. Hann var síðan endurskoð- andi reikninga þess frá 1975 til 2016 eða í 41 ár. Fyrstu kynni mín af Árna var þegar ég, átján ára gamall nemandi við Menntaskólann við Sund, gerði mér ferð yfir Gnoðarvoginn í kjörbúðina Vogaver þar sem Árni réð húsum, til að fræðast um fjallgöngu- afrek hans. Á þessum árum tókum við Ari Trausti Guðmundsson saman fjallaannál í ársrit Alpaklúbbs- ins og grófum upp ýmislegt um fjallgöngur og klifur. Árni tók mér ljúfmannlega og sagði m.a. frá því þegar hann og nokkrir félagar hans í Flugbjörgunarsveitinni gengu fyrstir manna á Hrútfjallstinda í ágústmánuði 1953 í leit að breskum stúdentum sem hurfu á Öræfa- jökli. Ekki var mulið undir Árna Kjartansson. Faðir hans drukknaði þegar hann féll útbyrðis af togaranum Arin- birni Hersi í mars 1933 þegar Árni var tíu ára gamall. Fljótlega eftir það lauk skólagöngu hans því fjölskyld- an þurfi á vinnandi höndum að halda til að komast af. Árni varð kjötiðnaðarmaður og síðar kjötkaupmaður í áratugi. Árni og Hulda við Hvannadalshnúk í brúðkaupsferðinni á Vatnajökul, vorið 1956. Myndin var birt í 6. árgangi Jökuls sama ár. Ljósm./Photo. Ingibjörg Árnadóttir. JÖKULL No. 67, 2017 71

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.