Jökull


Jökull - 01.01.2017, Síða 80

Jökull - 01.01.2017, Síða 80
Upphaf Kröfluelda 1975 Í Hótel Reynihlíð hittum við þá Sigurð, Þorleif og Kristján, sem höfðu farið upp að eldstöðvunum strax við komuna til Mývatnssveitar daginn áður og dval- ið þar fram á kvöld, en voru nú að undirbúa heimferð þar sem verulega hafði dregið úr gosinu þegar leið á morguninn. Þeir höfðu kannað útbreiðslu hraunbleðl- anna sem upp komu og tekið myndir af gosstrókum en nú áttum við að fylgjast með til gosloka og safna sýn- um. Að árbít étnum ókum við upp í Leirbotna þar sem framkvæmdir við væntanlega virkjun stóðu yfir. Tölu- verður snjór var á svæðinu svo við tókum skíðin og fórum á þeim síðasta spölinn að gosstöðvunum í norð- an hríðarhraglanda og fannst okkur Karli það hress- andi enda höfðum við ekkert sofið síðasta sólarhring- inn. Að gosstöðvunum komum við kl. 11 og þá var eldvirkni að ljúka en mjög kröftugt leir- og gufugos að koma í staðinn. Þarna dvöldum við fram í myrkur og tókum sýni úr öllum hraunspýjum sem við fundum umhverfis gosopin. Um gassýnatöku var ekki að ræða í þetta sinn, því ógerningur var að komast svo nærri einhverju gasuppstreymi að það væri mögulegt. Til Reynihlíðar komum við kl. 18:30 og mættum tíman- lega í kvöldmatinn, sem var vel þeginn enda glorsoltin eftir útiveruna. Eftir kvöldmat fengum við öll sérher- bergi til umráða, því fátt var um gesti á hótelinu enn sem komið var. Reyndar var hótelið að jafnaði lokað yfir vetrartímann, en að beiðni Almannavarna hafði Arnþór Björnsson hótelstjóri opnað það fyrir vísinda- menn vegna eldgossins. Er skemmst frá því að segja að ég steinsofnaði strax og ég lagðist fyrir, enda ör- þreyttur, og svaf í einum dúr til morguns. Ég vaknaði hress og endurnærður kl. 07:30 eftir tíu tíma draumlausan svefn. Eftir morgunverð ákvað Guðmundur að þau Ellen, Guðrún, Jörgen, Páll og Sigurjón færu til Reykjavíkur á leigubílnum og tækju með sér þau sýni sem safnað hafði verið. Ég hjálpaði þeim að pakka saman farangrinum, og þau tóku einnig með sér það af umframbúnaði sem við þurftum ekki á að halda. Þau lögðu af stað frá Mývatni kl. 11 og voru komin til Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti. Orkustofnunarmennirnir Axel og Gestur fóru til athugana á svæðinu umhverfis Leirhnjúk en fundu lítil merki um landgliðnun. Karl fékk í lið með sér tvo Mý- vetninga á vélsleðum og lögðu þeir af stað í birtingu norður í Gjástykki til að mæla sprungur í snjónum ef einhverjar fyndust. Á móts við Hrútafjöll í Gjástykki fundu þeir nokkrar sprungur í snjónum sem greinilega voru nýjar, enda færðist skjálftavirknin norður úr öskj- unni í upphafi gossins. Samanlagt reyndist gliðnunin þarna á milli Gjástykkisveggjanna allt að 30 sm þar sem hún var mest. Þegar Karl kom úr þessum leið- angri mátti hann vart vatni halda af hrifningu yfir véls- leðunum sem gátu liðið yfir hjarnbreiðuna á allt að 40 km hraða. Um hádegi þennan dag lenti Ómar Ragnarsson fréttamaður á Reykjahlíðarflugvelli milli élja. Er hann var búinn að reyra niður „Frúna“, en það kallaði Óm- ar flugvél sína, kom hann niður á hótel og hafði viðtal við Guðmund Sigvaldason. Er því var lokið bauðst hann til að fljúga með okkur yfir umbrotasvæðið og þáðum við það, enda hafði birt verulega til og élin gengið að mestu niður. Byrjað var á að fljúga yfir eldstöðvarnar sem nú eimdi aðeins upp af, en ekk- ert gos var lengur í gangi. Síðan var flogið lágflug norður undir Gæsafjöll og þaðan þvert yfir Gjástykki til austurs að Graddabungu. Þannig var Gjástykki sikksakkað allt norður í Kelduhverfi en þar var snú- ið við og flogið suður á milli Gjástykkisveggja. Svo lágt flaug Ómar að okkur Guðmundi fannst nóg um, því sjaldnast sáum við upp fyrir veggina sem flogið var meðfram. Ekki sáum við sprungur í þessari flug- ferð, kannski var eftirtekt okkar Guðmundar ekki upp á marga fiska vegna fluglags Ómars, en Karl og félaga sáum við er komið var á móts við Hrútafjöll í bakaleið. Karl sagði okkur seinna að sér hefði litist illa á aðfar- ir flugmannsins, hefði satt að segja ekki verið um sel, en ekki vissi hann af okkur innanborðs. Það fer ekki á milli mála að Ómar er frábær og öruggur flugmað- ur og sannaðist það vel er hann lenti heilu og höldnu í snörpum hliðarvindi á svellbunkum flugbrautarinnar við Reykjahlíð. Farið var að bregða birtu þegar við komum á hótelið og var seinnipartur dagsins notaður til að fara yfir atburði síðustu sólarhringa og ákveða hvert framhaldið yrði. Þó að gosinu væri lokið var enn mikil skjálftavirkni á svæðinu, en ljóst að mannskap- urinn hafði ekki mikið meira að gera í Mývatnssveit þar sem frumathugunum og sýnatöku var lokið. Eft- ir vangaveltur og fundahöld á hótelinu var þess vegna ákveðið að halda til Reykjavíkur næsta dag, enda voru jólin á næsta leiti og allir vildum við vera komnir heim JÖKULL No. 67, 2017 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.