Jökull


Jökull - 01.01.2017, Page 88

Jökull - 01.01.2017, Page 88
Society report JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS Skýrsla formanns fyrir starfsárið 2016 Starfsemi félagsins gekk nokkuð vel á árinu 2016. Ferðir og fundir voru með líku sniði og undanfarin ár og 65. hefti Jökuls kom út í árbyrjun. Fjárhagur var með þokkalegasta móti, en rekstur bæði bíls og húsa gekk vel og fjárútlát á því sviði minni en oft áður. Á aðalfundi þann 23. febrúar var Tómas Jóhann- esson fundarstjóri og Finnur Pálsson fundarritari. Að loknum aðalfundi skipti stjórn með sér verkum í sam- ræmi við lög félagsins. Stjórn JÖRFÍ 2016 Magnús Tumi Guðmundsson, formaður Magnús Hallgrímsson, varaformaður Sjöfn Sigsteinsdóttir, gjaldkeri Guðfinna Aðalgeirsdóttir, ritari Árni Páll Árnason, meðstjórnandi. Varastjórn: Hálfdán Ágústsson, Vilhjálmur S. Kjartansson, og Þóra Karlsdóttir og Ragnar Þór Jörgensen. Nefndir JÖRFÍ: Rannsóknanefnd: Magnús Tumi Guðmundsson formaður, Alexander Jarosch, Andri Gunnarsson, Bergur Bergsson, Bergur Einarsson, Björn Oddsson, Bryndís Brandsdóttir, Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Hálfdán Ágústs- son, Hrafnhildur Hannesdóttir, Magnús Hallgrímsson, Oddur Sigurðsson, Tómas Jóhannesson og Þorsteinn Þorsteinsson. Bílanefnd: Sigurður Vignisson formaður, Árni Páll Árnason, Eiríkur Finnur Sigursteinsson, Garðar Briem og Hallgrímur Þorvaldsson. Skálanefnd: Ragnar Þór Jörgensen formaður, Aðal- steinn Svavarsson, Alexander Ingimarsson, Ástvaldur Guðmundsson, Grétar Þorvaldsson, Guðbjörn Þórð- arson, Gunnar Antonsson, Leifur Þorvaldsson, Snæ- björn Sveinsson, Stefán Bjarnason, Sverrir Hilmars- son, Vilhjálmur S. Kjartansson og Þorsteinn Krist- vinsson. Ferðanefnd: Sjöfn Sigsteinsdóttir formaður, Berg- ur Bergsson, Herdís Schopka, Hlynur Skagfjörð, Magnús Tumi Guðmundsson, Sigurður Vignisson og Þorsteinn Jónsson. Ritstjórar Jökuls: Bryndís Brandsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Gréta Björk Kristjánsdóttir og Snæv- arr Guðmundsson. Ritnefnd Jökuls: Christopher J. Caseldine, Fiona S. Tweed, Gifford H. Miller, Haraldur Sigurðsson, Helgi Björnsson, Karen L. Knudsen, Karl Grönvold, Kristján Sæmundsson, Robert S. Detrick, Tómas Jó- hannesson og William H. Menke. Skemmtinefnd: Garðar Briem formaður, Árni Páll Árnason, Herdís Schopka, Ísleifur Friðriksson. Valnefnd: Jón E. Ísdal, Stefán Bjarnason og Oddur Sigurðsson. Fulltrúi í SAMÚT: Björn Oddsson, Árni Páll Árnason til vara. GJÖRFÍ-nefnd: Þóra Karlsdóttir formaður, Ástvaldur Guðmundsson og Jósef Hólmjárn. Félagatal: Hálfdán Ágústsson, Jóhanna Katrín Þór- hallsdóttir. Geymsla í Mörk: Alexander Ingimarsson. Erlend áskrift: Bóksala stúdenta. FÉLAGATAL Félagatalan hefur haldist svipuð og undanfarin ár. Heiðursfélagar eru 17, almennir félagar 491, fjöl- skyldufélagar 21 og námsfólk 61. Fyrirtæki og stofn- anir eru 39. Samtals eru þetta 629 félagar og aðilar. Erlendir áskrifendur Jökuls eru um 50. RANNSÓKNIR Eins og undanfarin ár snérust rannsóknir félagsins um vorferð á Vatnajökul, mælingar á afkomu Mýrdals- jökli og sporðamælingar. 1. Afkomumælingar á Mýrdalsjökli. Mælt var í maí og teknar þrjár afkomuholur uppi í öskjunni og þrjár á JÖKULL No. 67, 2017 83

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.