Jökull


Jökull - 01.01.2017, Side 89

Jökull - 01.01.2017, Side 89
Sléttjökli norðan hennar. Jafnframt var sett upp veður- stöð á söðlinum milli Sólheima- og Kötlujökla. Stöð- in var sótt í september og vitjað um stikur í öskjunni en þær voru þá fallnar og fundust ekki. Óhagstæð tíð varð til þess að ekki tókst að fara á Sléttjökul að lesa af vírunum sem þar voru. 2. Vorferð 3.–11. júní. Ferðin var farin um Jökulheima og Tungnaárjökul eins og oftast áður. Unnið var að margvíslegum verkefnum, m.a. ýmsar mælingar á Bárðarbungu, í Grímsvötnum, GPS mælingar á jök- ulskerjum, íssjármælingar í Skaftárkötlum og víðar, boranir eftir gjóskulagi Grímsvatna frá 2011 á Skeið- arárjökli til að kanna breytingar, mæld var snjódýpt með radar o.fl. Ferðin heppnast vel. Fjórir fram- haldsnemar og einn listamaður tóku þátt í ferðinni og var kostnaður vegna þeirra greiddur af styrk frá Vin- um Vatnajökuls. 3. Sporðamælingar. Í byrjun febrúar höfðu Bergi Ein- arssyni, umsjónarmanni sporðamælinga borist skýrsl- ur um mælingar á 32 stöðum. Er það svipað um- fang og áður. Jöklar hopa hratt víðast hvar. Sá ágæti gagnvirki vefur http://spordakost.jorfi.is/ geymir all- ar sporðamælingar félagsins og forvera þess, allt frá upphafi. Unnið var í vefnum á árinu, hann endurbætt- ur og fleiri myndir settar inn. Vaskur hópur jöklafólks vinnur að þessu verki. FUNDIR Auk venjulegra aðalfundarstarfa sýndi Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður mynd sína Blóma- garður jökulsins á aðalfundinum 23. febrúar. Á vor- fundi 26. Apríl flutti Eyjólfur Magnússon erindi um hlaupið úr Hamarskatlinum í júlí 2011. Að loknu kaffihléi sýndi Anna Líndal myndir úr ferðum sínum með JÖRFÍ. Haustfundur var 25. október. Þar fjallaði Ívar Örn Benediktsson um rannsóknir sínar og sam- starfsfólks við Múlajökul. Á eftir sýndi Gunnlaug- ur Þór Pálsson kvikmynd sýna Jöklaland. Allir þessir fundir fóru fram í aðal fundarsalnum í Öskju, náttúru- fræðahúsi Háskóla Íslands. Fundirnir voru ágætlega sóttir, og var aðsókn svipuð að öllum, um 50 manns. Fjórði fundurinn var haldinn í fundarsal Jarðvísinda- stofnunar þann 19. nóvember, sama dag og árshá- tíðin. Þar var haldin tveggja tíma dagskrá um niður- stöður sporðamælinga og aðferðir við mælingar. Var sporðamælingafólki um allt land sérstaklega boðið á fundinn. Mæting fór fram úr björtustu vonum en um á fundinum voru 48 manns, Þar fluttu Skafti Brynj- ólfsson, Snævarr Guðmundsson, Oddur Sigurðsson, Tómas Jóhannesson og Bergur Einarsson erindi. Í lokin voru umræður um nýjungar í mælingum. HEIÐURSFÉLAGI Á aðalfundi var Haukur Hallgrímsson kjörinn heið- ursfélagi JÖRFÍ en hann er einn tveggja eftirlifandi stofnfélaga og hefur tekið þátt í starfinu æ síðan. ÚTGÁFA JÖKULS Eins og oft áður kom Jökull 65 út í febrúar. Hann var 120 síður að stærð með sex ritrýndum fræðigreinum auk um 30 blaðsíðna af félagsefni ýmiskonar. Dreif- ing Jökuls erlendis er nú í höndum Bóksölu stúdenta. Bryndís, aðalritstjóri hefur eins og undanfarin mörg ár haft örugga forystu um ritið og útgáfuna. FRÉTTABRÉF OG VEFSÍÐA Hálfdán sá um fréttabréfið. Þá hélt hann einnig utan um heimasíðu félagsins með aðstoð Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur. SKEMMTIFERÐIR Auk allmargar GJÖRFÍ gönguferðir voru farnar á skemmtilega staði í grennd við Reykjavík á þriðju- dagskvöldum. Árleg sumarferð var í þetta sinn far- in helgina 12.–14. ágúst í Núpstaðarskóga. Um 30 manns tók þátt, en farið var á einkabílum. Tjöldum var slegið á föstudagskvöldi og síðan gengið í skýjuðu en hægu veðri á Súlutinda á laugardeginum. Á baka- leið í tjaldstað tók að rigna. Tekið var upp í blautu á sunnudagsmorgun og farin til baka leið milli Núpsár og Súlu, en hún hefur nú breytt farvegi sínum og fell- ur til Gígjukvíslar. Má reikna með að sú breyting sé varanleg. Tengist hún enda hopun Skeiðarárjökuls. SKÁLAMÁL Miðað við mörg undanfarin ár var síðastliðið ár frem- ur rólegt. Í Jökulheimum var gert við kyndingu í gamla skálanum og um haustið þurfti að laga olíuleka og smit í andyri hússins. Húsin í Jökulheimum eru nú í mjög þokkalegu standi eftir endurbætur síðustu ára. Á Grímsfjalli var helst unnið í rafstöðvarmálum, en 84 JÖKULL No. 67, 2017

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.