Jökull - 01.01.2017, Qupperneq 90
Jöklarannsóknafélag Íslands
erfiðleikar með kælikerfi fyrir hina nýju vél sem sam-
vinna er um við Neyðarlínuna settu lit á starfið. Ekki
tókst að ljúka uppsetningu nýs kælikerfis, en stefnt er
á að það verði gert næsta vor. Er það allra von að þar
með verði byrjunarörðugleikum vegna þessarar raf-
stöðvar lokið. Eins og áður bar skálanefnd ábyrgð á
skálaumsjón og viðhaldi.
BÍLAMÁL
Farnar voru fjórar ferðir í Jökulheima, þrjár vinnu-
ferðir og ein eldsneytisferð. Þá fór bíllinn dagsferð á
Mýrdalsjökul í maí og síðan að sjálfsögðu í vorferð á
Vatnajökul í júní. Í þeirri ferð brotnuðu báðir framöxl-
ar þegar bíllinn fór í sprungu á Skeiðarárjökli. Eftir
viðgerð er bíllinn í ágætu standi. Eins og oft áður háir
það starfi bílanefndar að hafa ekki húsnæði fyrir bíl-
inn. Því hefur þurft að sinna viðhaldi utandyra, við
hús formanns bílanefndar í Vogum.
SAMSTARF VIÐ LANDSVIRKJUN
Forsenda öflugra vorferða er að félagið geti hér eft-
ir sem hingað til notað öflugan snjóbíl sem flutt get-
ur eldsneyti, tæki og annan farangur. Landsvirkjun
hefur verið félaginu haukur í horni og styrkt okkur
með fjárframlagi, enda nýtist sú aðstaða sem félag-
ið skapast fyrirtækinu eins og öðrum aðilum sem hafa
hag af öflugum jöklarannsóknum. Þriggja ára saming-
ur milli félagsins og Landsvirkjunar rann út í árslok
2016. Unnið er að samningi til næstu þriggja ára.
ÁRSHÁTÍÐ
Hátíðin var haldin 19. nóvember, sama dag og sporða-
mælinga fundurinn. Hún hófst á fordrykk í boði Ell-
ingsen út á Granda. Þaðan var að venju haldið út í
óvissuna og í þetta sinn endað í Mosfellsbæ. Árshá-
tíð var í þetta sinn nokkuð vel sótt, en um 60 manns
mættu og skemmtu sér hið besta.
VINIR VATNAJÖKULS
Styrkur fékkst frá vinum Vatnajökuls til þátttöku fjög-
urra framhaldsnema í jöklafræði og jarðvísindum í
vorferðinni. Þessi styrkur nýttist mjög vel og þótti
þessi nýjung lofa góðu. Nemarnir voru frá þremur há-
skólum í þremur löndum. Einnig tók þátt á sömu for-
sendum Katerina Mistal, sænsk myndlistarkona sem
vinnur með myndbönd og annað efni og safnar efni-
viði í ferðum á jökla. Því miður hlaut framhalds-
styrkur vegna samskonar stuðnings 2017 ekki náð fyr-
ir augum úthlutunarnefndarinnar. Stjórnin mun leita
leiða til að taka upp þennan þráð, enda nýtist hann
bæði bæði nemunum og rannsóknum í ferðinni.
LOKAORÐ
Ferðamennska er nú mjög vaxandi hér á landi. Með-
al ferðalanga sem sækja landið heim er fólk sem vill
ganga á jökla og ferðast um víðáttur Vatnajökuls. Í
þessu felast bæði ógnir og tækifæri fyrir félagið. Það
er jákvætt að fleiri leggi leið sína inn á víðáttur Vatna-
jökuls og kynnist undraheim hans. Húsin eru vel til
þess fallin að taka við litlum hópum og ef vel er hald-
ið á málum getur aukin notkun hjálpað til við rekstur
og viðhald jöklahúsanna. Að sama skapi kallar aukn-
ing á betri úrlausnir í hreinlætis- og salernismálum,
t.d. í Esjufjöllum þar sem enn er enginn kamar. Stjórn
JÖRFÍ gerir sér grein fyrir að fylgjast þarf með á þessu
sviði og leita leiða til að fylgja tíðarandanum. Félagið
er eini aðilinn sem á hús á Vatnajökli. Segja má að
því fylgi ákveðin ábyrgð. Við munum leitast við að
axla þá ábyrgð en jafnframt leita stuðnings við nauð-
synlegar endurbætur hjá Vatnajökulsþjóðgarði og eftir
atvikum öðrum opinberum aðilum.
Flutt á aðalfundi 28. febrúar, 2017,
Magnús Tumi Guðmundsson
Útsýni til Eyjafjallajökuls og Vestmannaeyja í vorafkomumæliferð JÖRFÍ í maí 2017. – View from Mýrdals-
jökull towards Eyjafjallajökull and Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Photo. Finnur Pálsson.
JÖKULL No. 67, 2017 85