Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 5

Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 5
F Y R S T O G F R E M S T Napster gengur í endurnýjun lífdaga um jólin en að þessu sinni á rekstur- inn að vera réttu megin við lögin, að því er eigandinn, fyrirtækið Roxio, segir. Hjá Napster gátu Internetnotendur áður skipst á tónlistarskrám en þjónustan varð undir eftir langvinnar deilur fyrir dómstólum við tón- listarrétthafa. Núna á þjónustan að ganga aftur sem Napster 2.0, verslun með tónlist á stafrænu formi. Þegar þjónustan hefur starfsemi stendur til að í boði verði hálf milljón laga sem notendur geta hlaðið niður gegn gjaldi og eins mánaðar áskrift að streymandi útvarpi á Netinu, segir Roxio. Þjónustan býður tónlist til niðurhals í krafti samninga við helstu tónlistarútgáfur Bandaríkj- anna og fjölda smærri aðila líka, segir Roxio og því ljóst að um mikil umskipti er að ræða frá þeim tímum þegar tón- listarunnendur gátu skipst á skrám án endurgjalds. Roxio hefur lagt á ráðin um endurkomu Napsters síðan fyrirtækið keypti upp eignir Napsters undir lok síðasta árs. Síðan þá hefur Roxio jafnframt bætt við sig tónlistaráskriftarþjónustunni Pressplay (fyrir litlar 39,5 milljónir Bandaríkjadala) og fengið til liðs við sig vana menn úr tónlistargeiranum á borð við Larry Kenswil forstjóra eLabs. ELabs er undir- deild Vivendi Universal Music Group sem sérhæfir sig í nýjum leiðum til að miðla stafrænu afþrey- ingarefni. Finna má Napster 2.0 á Netinu á slóðinni www.napster.com, en á síðunni er hægt að skrá sig á póstlista til að fá sendar fréttir um þróun mála. Opera Software ASA sendi fyrir skömmu frá sér tilkynningu um stóraukinn áhuga á Internetvafra fyrirtækisins. Það sem af er ári hefur yfir 10 milljón ein- tökum af vafranum verið hlaðið niður af vef fyrirtækisins, www.opera.com. Að auki er svo einnig hægt að hlaða vafranum niður á fjölmörgum vefsíðum víða um heim og kemur sú dreifing til viðbótar. Opera finnur þannig fyrir auknum vexti á öllum markaðssvæðum, en flesta notendur vafrans er enn að finna í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. „Það er frábært að sjá sífellt fleiri notendur freistast til að kynna sér Inter- nettækni Opera og sérstaklega ánægjulegt að sjá hve margir notendur í Banda- ríkjunum eru að að uppgötva okkur sem valkost við hlið gamallar vafratækni Microsoft,“ er haft eftir Íslendingnum Jóni S. von Tetzchner, framkvæmda- stjóra og öðrum aðaleiganda Opera Software. „10 milljón útgáfur er góður árangur það sem af er ári, en við búumst samt við að sjá þá tölu hækka mikið fyrir árslok. Seinni hluti þessa árs lítur út fyrir að ætla að verða mjög spenn- andi fyrir Opera,“ áréttar hann. Í tilkynningu Opera er vísað til umfjöllunar fjölmiðla sem bendir til að Microsoft ætli ekki að þróa Internet Explorer frekar, heldur einbeita sér þess í stað að næstu útgáfu Windows stýrikerfisins (Longhorn) sem ætlað er að komi á markað á næstu árum. Þá er vísað til þess að þróun Netscape vafrans hafi einnig verið hætt. „Opera sér því fram á mikla og aukna eftirsókn í vafrann ætlaðan borðtölvum,“ segir í tilkynningu. Á blaðsíðu 31 er að finna ítarlegt viðtal við Jón S. von Tetchner en hann heimsótti heimaslóðir á Íslandi síðsumars. Stóraukinn áhugi á Opera vafranum www.heimur.is 5Ágúst Tölvuheimur 2003 NAPSTER RÍS UPP FRÁ DAUÐUM  

x

Tölvuheimur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.