Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 30

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 30
Ó V Æ R U B A N A R www.heimur.is30 Ágúst Tölvuheimur 2003 Fríða og dýrið: Hið flotta Ad-aware veitir bestu rauntímaskönnunina. Spybot Search & Destroy er hins vegar mjög klunnalega hann- að en veitir bestu harðdisksskönnunina. Hugbúnaðareldveggir á borð við Zone Labs ZoneAlarm eða Sygate Personal Firewall (báðir ókeypis), veita aukavörn gegn njósnabúnaði með því að láta notendur vita af forritum á tölvunni sem vilja ná sambandi við Internetið og stöðva þau. Mörg veiru- varnarforritanna sem við prófuðum í síðasta kafla eru með inn- byggðan eldvegg, sem er búnaður sem engin tölva ætti að vera án. NJÓSNARAR GÓMAÐIR, STUNDUM Við prófuðum fjögur af bestu njósnavarnaforritunum, Lavasoft Ad- aware Plus 6, PepiMK Software Spybot Search & Destroy 1.2, Pest- Patrol Software PestPatrol 4.2, og Webroot Software Spy Sweeper 1.5. Í hvert sinn settum við upp forritið og ræstum svo njósnabún- aðinn. Þar voru á ferð tvö nytjatól, Imesh 3.1 og Hotbar 4, sem innihalda forrit á borð við Gator GAIN og CommonName sem fylgjast með atferli notenda og birta sérsniðnar auglýsingar. Að auki bættum við inn ActiveX kóða sem kallast Secret Admirer sem lætur mótald tölvunnar hringja í klámlínu sem tengist klámsíðu og sett- um upp fimm eftirlitsforrit sem keyra leynilega á tölvunni og skrá upplýsingar á borð við lyklaborðsinnslátt og grípa myndir af skjám notenda. Að lokum vöfruðum við um vefsíðu, OrbitExplorer.com, sem inniheldur ActiveX kóða sem getur sjálfkrafa sett upp njósna- búnað ef öryggi vafrans er lágt stillt. Öll forritin náðu að uppræta stóran hluta óværunnar en Spybot Se- arch & Destroy náði flestum njósnaforritunum. Ekkert forritanna var þó fullkomið. Eftir að hafa skannað tölvuna með einu forriti og látið það eyða þeim njósnaforritum sem það fann komumst við að því að með því að prófa annað og jafnvel þriðja forritið í viðbót fannst nær alltaf eitthvert njósnaforrit sem fyrstu njósnavörninni hafði yfirsést. Jafnframt komumst við að því að öll forritin fundu og fjarlægðu fleiri hluta af njósnaforritunum þegar skanninn var keyrður öðru sinni. Það er vegna þess að njósnabúnaður er með fjölda eininga út um allt á tölvunni sem reyna að enduruppsetja forritið eftir að reynt hefur verið að fjarlægja það. Þannig ættuð þið ávallt að hafa ferlið þannig að þið skannið, fjarlægið, endurræsið og endurtakið skönnunina. Auk þess að finna flest njósnaforrit stóð Spybot Search & Destroy sig best í að fjarlægja þau án þess að valda skaða. Það sama var t.d. ekki hægt að segja um PestPatrol, sem fraus og neitaði að fara í gang aftur eftir að við skipuðum því að eyða njósnabúnaðinum sem það fann. Rétt eins og veiruvarnarforritin geta þessi fjögur njósnavarnartól einnig skannað vinnsluminni tölvunnar í rauntíma til að koma í veg fyrir að njósnabúnaður geti troðið sér inn á hana. Hins vegar stóð ekkert forritanna sig sérstaklega vel í þessu. Í flestum tilvikum tóku þau einungis eftir einstaka einingum forritanna þegar við sóttum þau á Netið og settum þau upp, en Ad-aware Plus stóð sig þó einna best. Minnisskönnun er glænýr möguleiki í Spy Sweeper, sem stóð sig verst í prófunum okkar og skanninn í Spybot Search & Destroy er takmarkaður við ActiveX kóða og annan kóða sem er innifalinn í vefsíðum. Forritin fjögur voru ekki mjög mismunandi hvað varðar aðra eig- inleika. Notendur geta stillt þau öll þannig að þau hlaðist upp og skanni sjálfkrafa við ræsingu Windows og hvert þeirra getur látið vita þegar framleiðendurnir hafa sett nýjar uppfærslur á lista yfir njósnabúnað á Netið. Öll fjögur gera svo öryggisafrit af skrám áður en þeim er eytt (það getur verið nauðsynlegt að enduruppsetja hluta af njósnabúnaði til að hægt sé að nota aftur ókeypis hugbúnaðinn sem njósnabúnaðurinn notaði til að læðast inn á tölvuna). TVÖ ERU BETRI EN EITT Njósnavarnir eru ennþá að slíta barnsskónum, en slíkur hugbúnað- ur er þó besta vörnin sem við höfum gagnvart þessari óværu. Við mælum með því að þið notið bæði uppáhaldsforritin okkar – Spy- bot Search & Destroy og Ad-aware – í stað þess að nota bara eitt. Hið fyrrnefnda stóð sig best í að skanna harða diskinn við prófanir okkar, þó svo notendaskil þess séu frekar klunnaleg. Hið síðar- nefnda er með notendavænni notendaskil, auk þess sem Plus-útgáf- an (sem kostar u.þ.b. 2.000 krónur) er með vinnsluminnisskannann sem stóð sig best í prófunum okkar. Starfsmenn Spybot Search & Destroy vöruðu okkur við því að Ad-aware gæti í sumum tilvikum greint skrár sem Spybot Search & Destroy-forritið væri með í sótt- kví sem virkan njósnabúnað, en við lentum ekki í neinu slíku við prófanir okkar. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.