Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 17

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 17
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I www.heimur.is 17Ágúst Tölvuheimur 2003 CD-RW GEISLADRIF GCC-4480B frá LG Electronics (find.pcworld.com/34892) Þetta hraðvirka 48X „kombó“ geisladrif les DVD diska og brennir endurskrifanlega diska (CD-RW) á 24X. Góður hraði, skaplegt verð og góður stuðningur framleiðenda gerir drifið að góðum kosti. HARÐIR DISKAR Special Edition WD Caviar framleiðslulínan frá Western Digital (find.pcworld.com/35579) Þessi sérstaka útgáfa af 7.200 snúninga (rpm) WD Caviar diskunum frá Western Digital hefur að bjóða 8 MB biðminni (e. buffer) sem hjálpar til við að flýta gagnaflutningi. Diskarnir eru fáanlegir í stærðum allt frá 40 GB til 250 GB. ENDURSKRIFANLEG DVD DRIF Sony DRU-500A (find.pcworld.com/31070) Af hverju að fást um baráttu DVD + eða - RW staðla þegar drifið frá Sony ræður við þá báða? Okkur dettur ekkert í hug. Önnur drif sem styðja báða staðla eru reyndar á leiðinni en nú um stundir er DRU-500A besti kosturinn í stöðunni. AFRITUNARHUGBÚNAÐUR Stomp BackUp MyPc (find.pcworld.com/32843) Alla jafna er ámóta gaman að taka öryggisafrit af tölvum og að gera skattaskýrsluna eða að brjóta saman teygjulök. BackUp MyPC frá Stomp hjálpar til við að gera þennan nauðsynlega þátt tölvuvinnslunnar bærilegri. BRENNARAHUGBÚNAÐUR FYRIR GEISLADISKA OG DVD Roxio Easy CD & DVD Creator 6 (find.pcworld.com/33842) Vinningshafinn í flokki bæði hefðbundinna geisladiska og DVD diska notar þriggja skrefa kerfi til að einfalda ferlið við að brenna efni á diska - jafnvel þó svo að örlítið dragi úr flóknari möguleikum. Fleiri vinningshafar V E R Ð L AU N Á N O K K U R S K L A S S A GÓÐ TÆKNI SNÝST TIL VERRI VEGAR FYRIRTÆKINU INTUIT tókst að ergja helling af notendum [ TurboTax 2002 ] skattaforritsins í Bandaríkjunum. Yfir fyrirtækið helltist hafsjór símtala frá reiðum viðskiptavinum sem kvörtuðu yfir nýrri og meingallaðri „gangsetningarvirkni“ (e. product activation feature) forritsins sem enginn hafði verið látinn vita af. Keppinautar fyrirtækisins nýttu sér þegar uppákomuna í auglýsingum og sumir notendur TurboTax hafa farið í mál við Intuit. Samtök tónlistarútgefenda í Bandaríkjunum [ RIAA, ] (eða Recording Industry Association of America) virðast eyða óhemjuorku í að lögsækja tónlistarunnendur sem notast við skráaskiptiforrit á Netinu. Ef samtökin eyddu sömu orku í að koma á fót tónlistarþjónustu á Netinu sem virkaði ættu þau kannski ekki við sama vanda að etja. Á sínum tíma virtist hugmyndin góð, en snjallskjárinn [ Microsoft’s Windows Mira ] (þ.e. Windows Powered Smart Displays) vakti litla lukku þegar tæknin stóð til boða í verslunum. Viðskiptavinir í Bandaríkjunum sáu nefnilega í hendi sér að til lítils væri að borga yfir þúsund dollara fyrir þráðlausan skjá þegar til boða standa ágætis fartölvur sem þó kostuðu minna. Við höfum orðið vitni að mörgum yfirdrifnum vörukynningum en markaðssetning [ Centrino örgjörvatækni Intel ] tekur samt út yfir allan þjófabálk. Örgjörvaframleiðandinn réði til starfa Malcolm Gladwell, höfund metsölubókarinnar Tipping Point, sem sagði að tilkoma Centrino tækn- innar kynni að verða slíkur viðburður að helst mætti jafna honum við fall Berlínarmúrsins. Jahá, kynni að verða. Nágranninn í næsta húsi kynni líka að verða kominn með Angelinu Jolie upp á arminn í næstu viku. [NVidia ] fær Værir-þú-ekki-til-í-að-afþakka-verðlaunin-fyrir-skjákortið tilnefningu okkar að þessu sinni fyrir GeForce FX 5800 Ultra - skjákort sem er með nógu háværa viftu til að fæla frá hörðustu tölvuleikjaunnendur sem láta ekki einu sinni uppvakningana í Doom skelfa sig lengur. Auglýsingar sem virðast við fyrstu sýn vera villumeldingar Windows urðu á þessu ári til þess að við héldum um stund að við hefðum horfið aftur til Windows ME. Skilaboð okkar til [ Internet Washer Pro, Spyware Nuker, ] og fleiri fyrirtækja sem beitt hafa slíkum auglýsingum eru: Vinsamlegast smellið hér til að hætta þessu strax. Einkageymsla fyrir gögnin DiskOnKey 512 MB frá M-Systems (find.pcworld.com/35552) DISKLINGURINN ER KANNSKI ekki alveg út úr myndinni ennþá en ef þið hafið reynt að hafa uppi á einum slíkum á skrifstofunni nýlega hefur ykkur orðið ljóst að þeir eru á útleið. Þessi 512 MB flash- minniskubbur er uppáhaldsvalkosturinn okkar í stað disklingsins. USB 2.0 tengingin gerir gagnaflutning leifturhraðan og jafnvel þó maður noti útgáfur með minna minni taka þær samt miklu meira magn en disklingar gera. Einnig er hægt að fá „risakubb“ sem tekur 1 GB af gögnum. Nái maður sér í svona græju þarf viðkomandi aldrei aftur að leita að disklingum. GEYMSLUR G A G N A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.