Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 55

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 55
T Ö LV U L E I K I R www.heimur.is 55Ágúst Tölvuheimur 2003 Varla er til það mannsbarn sem ekki kannast við Löru Croft eða hefur ekki heyrt minnst á fyrirbærið Tomb Raider. Þetta kvenkyns afsprengi Indiana Jones hefur notið ótrúlegra vinsælda gegnum tíðina og eru Tomb Raider leikirnir í hópi fárra tölvuleikja sem hafa getið af sér kvikmynd í stað þess að vera getnir af kvikmynd (jafnvel þó skyldleikinn við Indiana Jones sé ansi greinilegur). Maður býst þó ekki við miklu af leikjum á borð við Tomb Raider: Angel of Darkness, en leikurinn er númer sex í leikjaröð sem engan endi virðist ætla að taka. Miðað við niðurstöðuna er kannski eins gott að væntingarnar voru ekki miklar. GRAFÍKIN STENDUR Í STAÐ Greinilega er komin töluverð þreyta í töfraformúl- una og lyktar útgáfa leiksins af því að verið sé að kreista síðasta dropann úr peningakúnni alræmdu. Algjör ráðgáta er hvers vegna hræið var ekki bara látið liggja í friði og búið til hinstu hvílu. En hvað um það, leikurinn er kominn og tilbúinn til niðurrifs. Til gamans má samt geta þess að fram- leiðendur leiksins, Eidos og Core Designs, höfðu uppi mikil gífuryrði á síðasta ári um það hversu Tomb Raider: Angel of Darkness yrði ótrúlega flottur og frumlegur. Grafíkin hefur alltaf verið ein sterkasta hlið Tomb Raider leikjanna. Yfirleitt hafa framleið- endur leikjanna verið með á nótunum og töfrað fram grafík í takt við tímann. Stórt og flott þrí- víddarumhverfi hefur alltaf verið aðalsmerki Tomb Raider leikjanna. Að þessu sinni er allt við það sama, grafíkin er flott og umhverfið stórt og víðfemt, en ekki um miklar breytingar að ræða frá því í síðasta leik. Er það nokkuð sem virðist plaga Tomb Raider: Angel of Darkness. ARFAVITLAUSIR ANDSTÆÐINGAR Sagan er kannski sterkasta hlið Tomb Raider: Angel of Darkness og hefur í þetta skiptið nokkuð verið í hana lagt. Leikurinn byrjar á að Lara hittir gamlan vin að nafni prófessor Von Croy í íbúð hans í París. Prófessorinn er að rannsaka dularfull málverk sem virðast tengd einhvers konar kukli. Stuttu síðar er prófessor Von Croy og öllum sem rannsókninni tengjast komið fyrir kattarnef og það sem verra er, - Löru er kennt um morðin. Við tekur löng og ströng barátta til að sanna sakleysi söguhetjunnar. Akkilesarhæll Tomb Raider: Angel of Darkness er án efa leikhæfnin, en það er ansi bagalegt þar sem hún er jú einn af stærri þáttum tölvuleikja. Hér eru sömu leiðigjörnu gáturnar og í fyrir- rennurunum og endalaus hlaup í óendanlegum ratleik um víðáttur leiksins. Til að kóróna vitleys- una eru andstæðingarnir í leiknum svo arfavit- lausir að drápin eru eiginlega líknardráp. ÞRÍVÍDDARVÉLIN ÚTUNDAN? Hljóðið er gott, enda varla erfitt að hanna fram- bærilegan hljóðheim sem byggist á mishröðum fótatökum og einstaka byssugelti. Tónlistin er samt mjög flott, vel samin og hæfir atburðarás leiksins. Þrívíddarvél leiksins er líka ágæt, en verst að hún skuli eiginlega ekkert breytt frá því í síðasta leik. Að manni læðist sá grunur að hún hafi bara gleymst í öllum látunum við að búa til þennan „stórkostlega frumlega leik.“ Í Tomb Raider: Angel of Darkness er fátt að finna sem gerir að verkum að mann blóðlangi til að mæla með honum. Eflaust finnast þó ein- hverjar hræður sem eru ekki búnar að fá nóg af Löru Croft. GRAFÍK 3.5 Frekar meinlaus grafík sem virð- ist eins og sprottin úr síðasta leik. Borðin eru stór og umhverfið magnað eins og venjulega. HLJÓÐ 4.0 Flott hljóð og frábær tónlist. TÆKNI 3.0 Eitthvað hafa Eidos og Core gleymt að uppfæra þrívíddarvél- ina og virðist sem maður hafi séð þetta allt saman áður. LEIKHÆFNI 2.5 Sama gamla lumman með öllum gömlu uppþornuðu rúsínunum. TOMB RAIDER: ANGEL OF DARKNESS Höggvið í sama knérunn 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.