Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 15

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 15
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I www.heimur.is 15Ágúst Tölvuheimur 2003 STAFRÆNAR MYNDAVÉLAR (ÓDÝRARI ÚTGÁFUR) Canon PowerShot S400 Digital Elph (find.pcworld.com/35324) Canon byggir enn á framúrskarandi hönnun Elph línunnar þar sem myndavél með 4 megapixla upplausn er haganlega fyrir komið í smágerðri og öruggri umgjörð. SKANNAR Epson Perfection 1660 Photo (find.pcworld.com/31166) USB 2.0 tengdi Perfection 1660 skanninn dúxaði í hraðaprófunum okkar á myndum í 300 punkta upplausn og afritaði af nákvæmni bæði litmyndir og svart-hvítar. Þá fylgja hon- um aukahlutir á borð við ramma til að skanna inn myndir af 35 mm filmum. MYNDVINNSLUHUGBÚNAÐUR Adobe Photoshop Elements 2 (find.pcworld.com/33110) Hver myndi leyfa sér að setja út á myndvinnsluforrit sem hefur að bjóða mest- allt afl Photoshop forritsins á einum sjötta hluta verðsins? Ef ekki er þörf á flóknari still- ingum fyrir prentiðnaðinn er Elements besti kosturinn. Fleiri vinningshafar STAFRÆN LJÓSMYNDUN Umsýsluforrit ljósmynda Adobe Photoshop Album (find.pcworld.com/33125) ÞAÐ GETUR VIRST óyfirstíganlegt verkefni að skipuleggja þá glás af stafrænum myndum sem maður er búinn að taka. Þar kemur umsýsluhugbúnaður fyrir myndir að góðum notum. Photoshop Album er með einfalt við- mót sem byrjar á því að spyrja notandann hvað hann vilji gera, hvort bæta eigi nýjum myndum í safnið eða hreinsa til í og deila safni eldri mynda. Svo er í næstu skrefum einfalt að flokka, deila eða sníða til myndirnar. Jafnframt er létt verk að henda upp skyggnusýningu með uppá- haldsmyndunum. H E I M S K L A S S AV E R Ð L AU N I N VONBRIGÐI ÁRSINS [Frumkvæði Microsoft til traustvekjandi forritunar] AF OG TIL GERIST það hjá Microsoft að þar á bæ fær fólk hugljómun. Ein slík stund átti sér stað fyrri hluta ársins 2002 þegar Bill Gates lýsti því yfir í minnisblaði að fyrirtækið þyrfti að fara að taka örygg- ismál og áreiðanleika hugbúnaðar föstum tökum. Skilaboðin, sem voru innanhússvinnugagn hjá Microsoft, uxu brátt í að verða mjög svo opinbert verkefni sem kallað var Trustworthy Computing, eða traustvekjandi forritunarvinna. En á meðan Microsoft hefur upp á síðkastið haldið upp á áfangasigra verkefnisins hafa tölvunotendur átt bágt með að samfagna. Undanfarnir mánuðir hafa nefnilega ein- kennst af vandræðagangi. Tölvusérfræðingar hafa fundið öryggisglufur í hugbúnaði Microsoft hraðar en fyrirtækið hefur getað lokað fyrir þær og sumar „bæturnar“ hafa kallað fram ný vandamál. Mesta niðurlægingin var svo í janúar sl. þegar Slammer vírusinn réðist á miðlara sem ekki höfðu verið upp- færðir með viðbótum fyrirtækisins, - þar á meðal vélar á hugbúnaðarþróunardeildinni hjá, ótrúlegt en satt, Microsoft í Redmond í Washington í Bandaríkjunum. Allur þessi vandræðagangur afhjúpar hversu viðbótaleiðin í öryggismálum tölva er gloppótt. Microsoft segja aftur á móti að Trustworthy Computing verkefnið sé 5 til 10 ára átak. Lesendur mega því vonandi búast við að einhvern daginn förum við fallegri orðum um þessar metnaðarfullu ráða- gerðir Microsoft. Stafrænar myndavélar (dýrari útgáfur) Olympus C5050 Zoom (find.pcworld.com/33212) MYNDGÆÐI Í EFSTA FLOKKI, rafhlöðuend- ing yfir meðaltali, fjöldi stillinga sem dýrari vélar bjóða og einfalt notendaviðmót gera Olympus C- 5050 stafrænu myndavélina að góðum kosti fyrir alvöru ljósmyndara. Vélin, sem kostar um 100 þús. kr. (799 USD), er með 5 megapixla dýpt og fékk einhverjar hæstu einkunnir sem við höfum séð í prófunum, sérstaklega fyrir myndir sem teknar eru utandyra. Svo er líka hægt að taka helling af þeim - rafhlaða vélarinnar entist í heilar 370 tökur. Myndavélin styður svo fjölda vistunarleiða fyrir myndefnið, þ.á.m. XD-Picture Card (32 MB kort sem fylgir vélinni), SmartMedia, CompactFlash og IBM Microdrive. Olympus tók nýjan pól í hæðina við hönnun stjórntækja C-5050 vélarinnar. Margir hnappanna kalla fram flettivalmynd með stórum auðskiljanleg- um táknum. Svo þegar hnappi er snúið aftan á vél- inni birtast ný íkon í glugga valmyndarinnar. Svona smáatriði hjálpa til við að gera flóknari stillingar og aðra kosti C-5050 Zoom vélarinnar aðgengilegri. Svo er hægt að eiga við stillingar á borð við aðdrátt með hægri hendinni einni. Þó svo að kristalsskjár vélarinnar sem flettist fram sé ekki jafnmeðfæri- legur og á keppinautum frá Nikon og Canon þá er hægt að snúa honum í allt að 90 gráður - kostur sem kemur sér vel þegar halda þarf vélinni annað- hvort fyrir ofan eða neðan höfuð til að ná rétta skotinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.