Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 33

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 33
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I Optimus. „Það er tiltölulega lítið fyrir- tæki með tvær millj- ónir notenda, en þeir sjá mikla möguleika í þessu og eru tengdir Orange farsímaris- anum. Við erum að reyna að sýna þessum fyrir- tækjum fram á hvað þau geta þénað á Internet- notkun farsímanotenda, því þarna er grund- völlur fyrir mikla og almenna notkun.“ Jón er því óhræddur við að standa við fullyrðingar sínar um að verða innan nokkurra ára kominn með fleiri vafra í umferð heldur en Bill Gates og Microsoft. Fyrir um ári síðan sagðist Jón ætla að ná þessu marki á þremur til fimm árum. Núna segir hann of mikla bjartsýni að ætla að ná mark- inu á þremur árum.„En það er góður möguleiki að við náum að slá Gates við ef við vinnum vel og erum heppin því farsímamarkaðurinn er svo miklu stærri en PC markaðurinn.“ OPERA AÐ VERÐA NÆSTSTÆRST Opera hefur samt langt því frá gefið aðra markaði upp á bátinn og vinnur að þróun vafra fyrir marg- vísleg tæki fyrir utan venjulegar heimilistölvur. Þar heldur áfram samstarf við IBM og fleiri fyrirtæki um svokallaða multimodal tækni. „Þar er m.a. um að ræða bíla, flugvélar og fleiri hluti. Svo sjáum við mikla möguleika á sjónvarpsmarkaði þar sem er að koma inn gagnvirkt stafrænt sjónvarp. Þar er stærri skjár, en engu að síður svipuð vandamál og með farsímaskjái því upplausnin er vond og því þörf á sértækum lausnum.“ Eins segir Jón mikla gerjun vera í gangi á heimilistölvusviði. „Við erum að ná því marki að verða næstútbreiddasti vafri í heimi,“ segir hann, en annað sætið á eftir Internet Explorer hefur hingað til verið vermt af Netscape. „Það er allur vindur úr Netscape og þeir að hverfa af markaði. Þá segir Jón nokkuð um að mælingar á hlut- deild vafra á markaði séu rangar því Opera vafrinn getur „dulbúist“ sem Internet Explorer, eða aðrir vafrar. „Samt er í raun ekkert erfitt að mæla notk- unina,“ sagði hann og benti á að nafnið Opera kæmi alltaf einhvers staðar fram í auðkennis- strengnum, jafnvel þótt vafrinn þættist vera annar en hann er. Samkvæmt notkunarmælingum og upplýsingum um fjölda notenda ókeypis vafra fyrirtækisins segir Jón ljóst að notkunin sé mjög vaxandi. „Það er samt mikill munur á markaðs- svæðum. Þýskaland er góður markaður fyrir okkur og Austur Evrópa líka,“ segir hann og nefnir lönd eins og Pólland og Rússland í því sam- hengi. Þá segir Jón að vel hafi gengið í Japan og í Norður Evrópu. „En um leið er staðan lakari í Suður-Evrópulöndum. Við erum ekki enn góðir í Kína og stöndum ekki mjög vel í Bandaríkj- unum.“ Jón bætir þó við að þótt útbreiðslan sé ekki mikil í Bandaríkjunum fari stór hluti af sölu fyrirtækisins fram þar. „Bandaríkja- menn borga oftar en Evrópubúar.“ Í Þýskalandi segir Jón að markaðshlut- deildin sé um 3,5 prósent og allt að 6 pró- sent í Rússlandi. Á MARKAÐ Á NÆSTA ÁRI Jón segir reyndar að frestað hafi verið fyrirætlunum um að setja fyrirtækið á markað, en stefnt hafði verið að því að gera það á þessu ári að gefnum þeim for- sendum að fyrirtækið hefði stöðugar tekjur og reksturinn skilaði hagnaði. „Við höfum ekkert verið að flýta okkur að því. Bæði töldum við að markaðurinn væri ekki tilbúinn og svo vildum við líka ná fyrirtækinu í plús. Það markmið erum við að nálgast,“ sagði hann og bætti við um leið að hann og stjórn fyrirtækisins væru frekar ánægð með fjárhagshlið rekstursins. „Á árinu höfum við tvöfaldað sölu fyrirtækisins án þess að kæmi til kostnaðar- aukningar. Á sama tíma höfum við svo verið að eiga við fullt af nýjum hlutum, sérstaklega á sviði farsímatækni,“ sagði hann. Jón segir samt ljóst að á endanum verði fyrir- tækið skráð á markað, en telur samt ýmsa kosti við að gera það ekki strax. „Það fylgja alls konar kvaðir skráningu. Þá kemur til rík upplýsinga- skylda og svo geta fylgt því auknar sveiflur og spákaupmennska að vera með fyrirtæki skráð á markað. Auðvitað vilja fjárfestar okkar fá okkur á markað en þeir vilja líka passa upp á að tíma- setningin sé rétt og ekki of snemma af stað farið. Sumir okkar fjárfestar eru í þannig stöðu að þeir verða að selja hlutabréf sín þegar fyrirtækið verður skráð á markað. Þeir vita að því lengur sem beðið er með skráningu þeim mun verð- mætara verður fyrirtækið þegar að skráningunni kemur.“ Svo segir Jón að fjármálamarkaðurinn hafi verið erfiður, en þó hafi fyrirtækið nýlega tekið inn nýja hluthafa til að fá aukið fé til rekstursins. „Við máttum alls ekki við því að missa niður dampinn núna og þurftum meira fé til að keyra áfram þróunarvinnuna.“ Hann segir að vissulega hafi valdahlutföllin breyst með þessu en þó ekki svo að þeir félagar hafi misst stjórn á fyrirtækinu. „Við stefnum að því að fara á markað á næsta ári, svo fremi aðstæður séu réttar,“ sagði hann gætinn. www.heimur.is 33Ágúst Tölvuheimur 2003 Símar á borð við Nokia 7650 (til vinstri) og 3650 (til hægri) eru símar sem henta Opera-vafranum ágætlega. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.