Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 56
www.heimur.is56 Ágúst Tölvuheimur 2003
GRAND THEFT AUTO: VICE CITY
Góð skemmtun frá upphafi til enda
Fáir unnendur tölvuleikja kannast ekki við Grand Theft Auto (GTA) leikjaröðina, enda eru leikirnir sem hana skipa
frægir að endemum. Allt frá því fyrsti leikurinn kom út hafa þeir verið gagnrýndir fyrir óþarfa ofbeldi og fyrir að
halda á lofti vafasömum gildum. GTA leikirnir snúast enda um að brjóta af
sér með stæl.
Hvort sem fólki líkar leikirnir eður ei er vart annað hægt en að hrífast af ótrú-
legri leikhæfni leikjanna. Jafnvel fyrsti leikurinn í röðinni var ótrúlega góður
þrátt fyrir ævafornt útlit og glatað sjónarhorn á atburðarás, en leikurinn notaðist
við það sem kalla mætti „séð ofan frá sjónarhorn“ sem er að falla í gleymskunnar
dá. GTA leikirnir uxu svo úr grasi og nýttu sér þrívíddina til fulls þannig að úr
urðu einhverjir skemmtilegustu tölvuleikir seinni ára.
GTA Vice City er allur í þrívídd og er umhverfið byggt á borginni Miami í
Bandaríkjunum. Þá svífur yfir vötnum svipaður andi og þekkja má úr Miami
Vice sjónvarpsþáttunum sem gerðu það gott í eina tíð. Pastel-litir og hrað-
skreiðir sportbílar einkenna útlit leiksins sem verður að teljast ótrúlega vel
heppnað með sinn sterka stíl. Grafíkin er mjög vel gerð og greinilegt að nostrað
hefur verið við allt frá minnstu smáatriðum upp í aðalatriðin.
Persónur leiksins eru vel teiknaðar og hreyfingar eðlilegar. Bílarnir sem eru
eitt af aðalatriðum leiksins eru einnig mjög vel gerðir og eru mismunandi gerðir
þeirra auðþekktar. Eins eru aksturseiginleikar bílanna mjög vel hannaðir og má
jafnvel ganga svo langt að segja að GTA Vice City slái sumum vel þekktum
akstursleikjum við (sem þó hefðu átt að geta einbeitt sér að þessum eina hlut).
Þetta er gríðarlega mikilvægt í leik sem þessum og gerir hann mun áhugaverðari
fyrir vikið.
Hljóðið í GTA Vice City er jafnframt mjög vel gert, umhverfishljóð og
brellur eru allar af bestu gerð og tónlistin undirstrikar tíðarandann. Þá hefur
GTA Vice City yfir að búa sterkari söguþræði en fyrri leikir í röðinni. Engu að
síður spilast GTA Vice City þannig að leikmaðurinn ræður ferðinni alveg sjálfur
og er í sjálfsvald sett að taka að sér verkefni sem þróa söguna áfram. Þannig er
alltaf hægt að taka sér frí frá verkefnunum og stytta sér stundir við alls kyns iðju.
Leikmaðurinn ræður því jafnframt sjálfur hvort hann gerist brotlegur við lög eða
ekki. En þar sem löghlýðni er frekar leiðigjörn í GTA Vice City þá enda flestir
á því að stíga út af þröngu einstigi löghlýðninar og yfir á breiðan veg glæpa og
almennarar ókurteisi. Fyrir þetta hefur þessi útgáfa (sem og fyrri útgáfur) leiks-
ins vakið mikla athygli og umtal. Neikvæð athygli á borð við þessa virðist þó, ef
eitthvað er, hafa gert leikinn mun vinsælli en annars og kannski gott að muna
að þetta er allt saman plat.
GTA Vice City er án efa einn af skemmtilegri leikjunum á „pésanum“ í dag og óhætt að mæla með honum fyrir alla þá sem
hafa gaman af vel gerðum tölvuleikjum með háu skemmtanagildi.
T Ö LV U L E I K I R
GRAFÍK 4.5
Frábær grafik. Nostur við smáat-
riði og ótrúlega sterk heildarsýn
gera GTA Vice City að mjög flott-
um tölvuleik.
HLJÓÐ 4.5
Umhverfishljóð og brellur virka
100 prósent og tónlistin undir-
strikar heildarmyndina.
TÆKNI 4.5
Allt er mjög vel gert, sama hvort
sem það eru hreyfingar persóna
eða aksturseiginleikar bíla.
LEIKHÆFNI 4.5
Einn af skemmtilegri tölvuleikj-
um sem eru í gangi á pésanum í
dag. Valið milli þess að fylgja
söguþræðinum og þess að flakka
um í reiðileysi gera leikinn mjög
langlífan.