Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 49

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 49
Þið eruð nýbúin að punga út fyrir glænýrri full- kominni tölvu með ofurhröðum örgjörva og öllum aukahlutum. Það er nóg af vinnsluminni og plássið á harða diskinum nær út í hafsauga. Hvað með gömlu tölvuna sem þessi nýi gæð- ingur er að leysa af hólmi? Hendið þið henni, gefið hana til góðgerðastofnunar eða látið þið hana safna ryki? Eða ekkert af þessu? Gamli jálkurinn getur komið að góðum notum, sérstaklega ef þið eruð með lítið netkerfi heima eða á skrifstofunni. Í greininni „Hvað á að gera við gamla jálkinn“ í nóvemberhefti Tölvuheims frá því fyrra var almennt fjallað um hvað hægt væri að gera við gömlu tölvuna (á ensku á find.pcworld.com/34184). Í þessari grein er fjallað um ákveðin verkefni sem hægt er að setja gömlu tölvuna í. Mörg algeng verk sem tölvur framkvæma krefjast þess ekki að notaðar séu nýjustu og hraðvirkustu tölvurnar. Í raun getur hvaða gamla tölva sem er verið skráamiðlari eða prentaramiðlari á netkerfi eða samnýtingar- punktur fyrir Nettengingu. 133 MHz Pentium vél með 32 eða 64 MB vinnsluminni hefur feikinóg afl fyrir einföld netkerfisverkefni. Í Windows 98 SE og Windows Me eru inn- byggðir samnýtingarmöguleikar. Þið þurfið bara að virkja þá. Fyrir sum verkefni þurfið þið meira afl – hraðari örgjörva, meira vinnsluminni og stundum vélbúnaðaruppfærslu. Það sem máli skiptir er að með því að endurnota gömlu vél- ina getið þið bætt tölvuvinnsluna hjá ykkur og um leið látið ykkur líða vel yfir því að sleppa við að henda hlut á haugana sem erfitt er að endurvinna. www.heimur.is 49Ágúst Tölvuheimur 2003 S V O N A G E R U M V I Ð Nýjar brellur fyrir gamlar tölvur ALMENNUR UNDIRBÚNINGUR Y F I R L I T Kostir: Óþarfi að henda gömlu tölvunni Kostnaður: frá 0 og upp undir 20.000 kr. Kunnátta: Byrjendur til miðlungs Tími: 15 mínútur og upp í 2 tíma Verkfæri: Stjörnuskrúfjárn, afrafmagnandi armband (mælt með) Þið þurfið að framkvæma nokkur atriði til að undirbúa gömlu tölvuna ykkar fyrir nýja hlutverkið Setjið upp netkerfiskort. Ef ekki er netkerfistengi í gömlu tölvunni verðið þið að setja svoleiðis í hana (nema þið ætlið að nota hana staka, ótengda netkerfinu). Netkerfistengi er auðvelt að nálg- ast og þau eru ódýr, þau ódýrustu kosta u.þ.b. 1.400 krónur (15$). Til að koma tengikortinu fyrir verðið þið að slökkva á tölvunni, taka hana úr sam- bandi og taka hlífina af.Til að koma í veg fyrir skemmdir vegna stöðurafmagns skuluð þið vera með afrafmagnandi armband þegar þið eruð að vinna í tölvukassanum. Finnið lausa PCI-rauf, takið hlífina af henni og setjið net- kerfiskortið varlega í raufina og festið það síðan með skrúfunni. Þegar þið endurræsið tölvuna ætti Windows að finna kortið. Fylgið leiðbeiningum söluaðilans um hvernig eigi að setja upp rekilinn. 3 Fjarlægið óþörf forrit. Ef gamla tölvan verður einungis netkerfistengd og keyrir engin forrit farið þá í Start>Settings >Control Panel og tvísmellið á Add/Remove Programs (Start>Control Panel>Add or Remove Programs í XP). Hendið út þeim forritum sem þið komið ekki til með að nota. Eftir að þið eruð búin að því notið þið Windows-vafrann til að athuga hvort óþarfa gagnaskrár sé að finna í Program Files möppunni. 1 Takið til á harða diskinum. Á flestum hörðum diskum er hellingur af tímabundnum skrám og skrám úr biðminni vafra.Til að sópa þeim út og bæta vinnsluna á diskinum – sjá greinina „Endurheimtið plássið á harða diskinum“ í septemberhefti Tölvuheims frá því í fyrra (á ensku á find.pcworld.com/34187). 2 L J Ó S M Y N D IR : R IC K R IZ N E R Skref fyrir skref
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.