Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 38
V É L B Ú N A Ð U R
ákveða hverjum skuli treysta. Jafnframt skuluð þið
vara ykkur á gagnrýni höfunda sem gætu jafnvel
ekki haft mikið vit á því sem þeir eru að segja. Til
dæmis gæti neikvæð gagnrýni orsakast af vanda-
málum sem eiga upptök sín hjá notandanum en
ekki sjálfri vörunni. Ef til vill hafði notandinn bara
reynt að nota vöruna í einn dag eða vissi ekki
hvernig átti að nota hana.
NÝTIÐ YKKUR TÓLIN
Að treysta gagnrýni á vefjum sem þessum er ein-
ungis einn hluti málsins. Að endingu er það fyrir
mestu hvað þið fáið út úr því að nýta ykkur vefina.
Epinions.com, CNet Download.com og PC-
PhotoReveiw.com bjóða upp á frábærar leitarvélar
og sýna ykkur á skjótan hátt gagnrýnina sem þið
viljið finna. Á Photo.net er notendagagnrýnin
hins vegar í nokkurra smella fjarlægð, falin í Ez-
Shop hluta vefsins, auk þess sem leitarvél vefsins
var ekki upp á marga fiska. Þegar við slógum til
dæmis „Canon PowerShot G2“ inn í leitarvélina
fengum við engar niðurstöður jafnvel þótt til hafi
verið 22 umfjallanir um þessa myndavél sem
þurfti þá að finna með öðrum hætti.
Þegar við fórum í gegnum vefina fundum við
ekki margar umfjallanir um nýlegar vörur. Enginn
þeirra hafði til dæmis fleiri en þrjár umfjallanir um
Rio S50 MP3 spilarann frá Sonicblue. Sumir
vefirnir voru með fjölda síðna umfjöllun um eina
vöru en einungis örfá ummæli um aðrar.
NewEgg.com, sem er netverslun, gat til dæmis
stært sig af 112 greinum þar sem ATI Radeon
9700 Pro skjákort voru gagnrýnd, en einungis 6
umfjallanir um Windows XP Home Edition.
Sökum þess að mismunandi vefir draga til sín
notendur með mismunandi áhugamál er skyn-
samlegt fyrir ykkur að líta vel í kringum ykkur
þangað til þið finnið vefi sem falla að áhugamálum
ykkar og sérfræðiþekkingu.
Þó svo gagnrýni á flestum vefjunum hafi farið í
gegnum að minnsta kosti lágmarkssíun, þýðir það
ekki endilega að hún sé þess virði að lesa hana. Þar
kemur álit annarra notenda – ef það er í boði – til
skjalanna. Vefir á borð við Amazon.com,
Epinions.com og PCPhotoReview.com biðja not-
endur um að segja til um hversu gagnleg notenda-
gagnrýnin er hverju sinni. Meðaleinkunnin sem
gagnrýnin svo fær hjá notendum segir til um það
hvort hún birtist ofarlega á lista umfjallana um
hverja vöru eða dettur neðar. Þannig þurfa not-
endur síður að leita dyrum og dyngjum að
almennilegri umfjöllun, heldur nægir í flestum
tilvikum að lesa bara nokkrar þær fyrstu.
EINBEITIÐ
YKKUR AÐ
SMÁATRIÐUNUM
OG GLEYMIÐ
HEILDAREINKUNNINNI.
Flestir vefir leyfa notendum að raða gagnrýni
upp eftir einkunn eða dagsetningu.
Epinions.com býður svo upp á að sníða þetta
jafnvel enn meira eftir eigin höfði. Þar geta not-
endur búið til það sem kallað er „Web of Trust“,
þar sem þeir geta valið út gagnrýnendur sem þeir
telja að séu svipað þenkjandi og þeir sjálfir. Eftir
það birtast allar umfjallanir þessara gagnrýnenda
efst á listanum yfir umfjöllun um ákveðna vöru ef
þeir hafa skrifað um hana.
En jafnvel eftir að þið hafið nýtt ykkur síur af
þessu tagi og önnur tól sem boðið er á vefjunum
verðið þið samt sem áður að ákveða hvort gagn-
rýni nýtist ykkur hverju sinni. „Besta gagnrýnin
er ítarleg, ber vöruna saman við svipaðar vörur og
er eftir einhvern sem hefur notað vöruna nógu
lengi til að þekkja hana út og inn,“ segir John
Shafer, talsmaður PCPhotoReview.com. Því
skuluð þið grandskoða smáatriðin, sérstaklega
neikvæðu athugasemdirnar og ekki skoða bara
einkunnagjöfina (í kaflanum „Nýtið notenda-
gagnrýni til hins ítrasta“, hér annars staðar í
umfjölluninni, er fjallað nánar um þetta.)
Með æfingu verðið þið fljótt hæf í að renna yfir
gagnrýni og sigta út þá umfjöllun sem veitir ykk-
ur virkilega það sem þið leitið að. Munið að fólk
er áhugasamast um að skrifa slíka umfjöllun
ýmist þegar það er yfir sig hrifið eða öskureitt. Því
er almenna reglan sú að gagnrýni sé oftast mjög
jákvæð eða mjög neikvæð – enn ein ástæðan fyrir
því að skoða smáatriðin en gleyma meðaleink-
unninni. Og reynið að lesa eins margar umfjall-
anir og þið mögulega getið. Þannig jafna þær
virkilega góðu út allt bullið sem finnst í lélegu
greinunum.
www.heimur.is38 Ágúst Tölvuheimur 2003
VE F I R A Ð O K K A R S K A PI
PCPhotoReview.com einfaldar
notendum að renna yfir það
helsta áður en kafað er í smá-
atriðin. Þar er fjöldi umfjallana
um hverja vöru efst (1) auk með-
aleinkunnar (2). Svo er uppsetn-
ingin (3) þannig að í fljótu bragði
má renna yfir jákvæða og nei-
kvæða eiginleika vörunnar.