Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 11

Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 11
HÖFUNDAR R ITSTJÓRN PC WORLD • LJÓSMYND IR MARC S IMON FINNST YKKUR GAMAN AÐ VERSLA? Þykir ykkur frábært að liggja yfir smáa letrinu yfir tækniatriði hluta á síðum netverslana, meðan þið um leið flettið á milli vafraglugga frá fimm slíkum verslunum? Hvað með að ráfa um ganga tölvuverslana í fylgd sölumanns sem vildi óska að hann væri að selja sjónvörp um leið og hann þylur yfir ykkur vafasamar tækni- upplýsingar? Ef þessir hlutir eru ykkur ekki að skapi - en þið viljið engu að síður fá bestu græjur sem völ er á - eruð þið komin á hárréttan stað. Á hverju ári leggur Tölvuheimur sig fram um að reiða fram fyrir lesendur sína rjómann í flokki vélbúnaðar, hugbúnaðar, vefsíðna og þjónustu. Í hverjum flokki leitum við uppi hluti sem sameina gæði og hagkvæmni auk þess sem ekki er verra að þeir hafi til að bera dálitla hugkvæmni. Hér á eftir má sjá 59 hluti sem við höfum valið til þátttöku í 21. heimsklassaverðlaununum (e. World Class Awards), allt frá fjölnotasíma sem gerir að verkum að maður kemur Netinu í vasann til nýrrar og flottrar tölvupóstþjónustu á Netinu. 2003 IBM ThinkPad T40 TÆKNIBÚNAÐUR ÁRSINS Ítarlegur leiðarvísir að yfir 50 tækjum og tólum úr flokkum vélbúnaðar, hugbúnaðar og þjónustu - þar á meðal tólið sem talin er græja ársins. ársins

x

Tölvuheimur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.