Tölvuheimur - 01.08.2003, Síða 12
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I
www.heimur.is12 Ágúst Tölvuheimur 2003
TÖLVUR
Afþreyingartölvan
ABS Media Center PC 8500
(find.pcworld.com/34928)
MEDIA CENTER PC 8500 TÖLVAN frá ABS sannar að tölvurnar eru að fikra sig út úr skrifstofum
og svefnherbergjum yfir í önnur herbergi heimilisins. Tölvan er hönnuð með það í huga að hún verði
höfð í stofunni. Uppsetningin sem við prófuðum með 2,8 GHz Pentium 4 örgjörva er til að mynda í
stílhreinum kassa ekki ósvipuðum hefð-
bundnum hljómtækjum sem
auðvelda að tölvunni sé komið
fyrir í hljómtækjaskápnum.
8500 tölvan keyrir á
Windows XP Media Center
Edition stýrikerfi. Það er sér-
sniðin útgáfa af Windows XP
sem meðal annars er með inn-
byggðan hæfileika til að taka beint
upp úr sjónvarpi á svipaðan hátt og TiVo
stafræna upptökutækið gerir. Reyndar er sjónvarps-
upptakan ekki alveg jafnauðveld á Media Center tölvunni en
vel gerleg samt og jafnvel skemmtileg. Vel valdar viðbætur, svo sem Cr-
eative Inspire 6.1 6600 hátalarasett fullkomna svo pakkann. Svo einfaldar RF
fjarstýring (e. Radio Frequency, þ.e. með útvarpsbylgjusendi) sem með fylgir áhorf á
DVD myndir, tónlistarhlustun,upptöku og afspilun sjónvarpsefnis sem og myndasýningar.
Töflutölvan
Nec Versa LitePad
(find.pcworld.com/34844)
LÉTT OG MEÐFÆRILEG eru töfraorðin í
dag. Haganlega hönnuð töflutölvan frá NEC er
rétt tæplega 1,5 sentímetrar á þykkt og ekki nema
rétt um kíló að þyngd. Hlýtur það að teljast kjör-
þyngd tölvu sem ætlað er að maður beri með sér
hvert sem er.
ÖFLUG BORÐTÖLVA
Dell Dimension 8300
(find.pcworld.com/35582)
Einkunnagjöf fyrir áreiðanleika hefur dalað ör-
lítið, en tölvurnar frá Dell standa samt enn feti
framar í gæðum.
HAGKVÆM BORÐTÖLVA
Dell Dimension 4550
(find.pcworld.com/35585)
Áreiðanleg tölva. Brátt er von á næstu útgáfu
sem kallast 4600.
FARTÖLVA SEM KOMA Á Í STAÐ BORÐ-
TÖLVU
IBM ThinkPad T40
(find.pcworld.com/34817)
Þessi öfluga Pentium M fartölva gekk í heilar
sex klukkustundir í prófunum okkar.
ÓHEMJUMEÐFÆRILEG FARTÖLVA
Sharp Actius UM32W
(find.pcworld.com/33290)
Sharp Actius UM32W er bæði þunn og létt
(ekki nema 1,4 kg.), með innbyggðri þráðlausri
tengingu og verulega hraðvirk.
LÓFATÖLVAN
Palm Tungsten T
(find.pcworld.com/35561)
Helst ber að nefna glæsilegan 320 sinnum 320
punkta litaskjá og innbyggða blátannarteng-
ingu (e. Bluetooth).
Fleiri vinningshafar
H E I M S K L A S S AV E R Ð L AU N I N
[ T-Mobile Sidekick ]
(find.pcworld.com/34901)
FRAMLEIÐENDUR tæknibúnaðar hafa um all-
nokkra hríð verið að reyna að troða Internetinu í
jakkavasa almennings, - alla jafna með orkukrefj-
andi og óhemjudýrum tækjum. Í ár hafa hins vegar
komið fram fjölmargar smágerðar Netvélar með
ágætis notagildi. Uppáhaldsgræjan okkar? Jú það er nýjasta
litaskjásútgáfan af Sidekick vél T-Mobile símafélagsins. [Félagið er
með starfsemi í Bandaríkjunum og einnig í nokkrum Evrópulöndum.
Enn sem komið er Sidekick bara til fyrir Bandaríkjamarkað.] Lófatölva þessi er
nett og meðfærileg og upplagt að bera hana með sér í beltisklemmu. Segja má að þarna
sé í fyrsta sinn komin fram þráðlaus smágræja sem virðist ráða almennilega við framsetningu
Internetsins. Hönnunin er flott, en skjárinn opnast á snúningsás, lyklaborðið er með QWERTY framsetningu og
litaskjárinn er skarpur. Af innbyggðum hugbúnaði má nefna nothæfan Internetvafra, tölvupóstforrit,
skyndiskilaboðaþjónustu og fleira. Í Bandaríkjunum kostar tækið ekki nema 300 USD (tæpar 23 þúsund krónur
án VSK) og svo er rukkað fast mánaðargjald, 40 USD (3.000 kr.) fyrir símaþjónustu og gagnaflutning.
Talandi um símaþjónustu þá er rétt að benda á að Sidekick er ekki með nema miðlungsgóðan síma inn-
byggðan. En það skiptir kannski minnstu, við erum jú gagnavinnslufólk. Fullvíst verður að teljast að fleiri tæki
og þjónustur af þessum toga komi fram næstu misseri og vænkast þá enn hagur þeirra sem sífellt vilja vera
tengdir og með gögnin sín við höndina.
GRÆJA ÁRSINS