Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 14
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I
www.heimur.is14 Ágúst Tölvuheimur 2003
Ljósmyndaprentarar
Epson Stylus Photo 2200
(find.pcworld.com/32093)
FERRARI LJÓSMYNDAPRENTARA sem ætlaðir eru á almenningsmarkað er Stylus Photo 2200 frá
Epson. Í prófunum okkar stóð hann sig iðulega betur en samsvarandi prentarar. Hann er þó í dýrari kant-
inum, kostar 699 USD vestra og ekki ólíklegt að hann færi yfir 100 þúsund krónur hér heima (2100 kost-
ar 99.900). Prentarinn er engu að síður auranna virði fyrir alvöru áhugamenn um ljósmyndun. Í prófun-
um okkar fengum við út glæsilegar myndir með afbragðs smáatriðum, raunverulegar og með björtum ná-
kvæmum litum. 2200 útgáfan er líka með fjölda aukaaðgerða og hluta, svo sem prentun stórra mynda (33
x 112 cm), pappírsrúllumatara og sjálfvirkan pappírsskera. Þá hefur prentarinn að bjóða FireWire-tengi -
og um leið er hann sá eini sem jafnframt er með USB 2.0 háhraðatengi.
Vegna þess að 2200 útgáfan notast ekki við hefðbundið litað blek (e.
dye-based) heldur svokallað pigmented ink, eða
litablek, eru litir útprentana stöðugri og
vatnsþolnir. Að endingu má nefna að
2200 prentarinn gengur skrefinu lengra
en hefðbundnir ljósmyndaprentarar sem
eru með sex tegundir bleks með því
að bæta við einu til viðbótar. Það
er ljósari svartur litur sem notað-
ur er til að skerpa á skyggingum
og litum. Svo er meira að segja hægt að
skipta út svarta litnum fyrir annan svartan sem
sérstaklega er ætlaður fyrir mattan pappír.
Bleksprautuprentarar
Canon i850
(find.pcworld.com/35564)
SÖKUM ÓTRÚLEGS HRAÐA , nákvæmni og fjölhæfni er það Canon i850 ljósmynda-
prentarinn sem hittir beint í mark þegar hafðar eru í huga kröfur sem gerðar eru til skrifstofu-
búnaðar fyrir heimilið. Prentarinn bunar úr sér 7,7 blaðsíðum af svörtum texta á mínútu og
prentar ljósmyndir á hraðanum 0,8 síður á mínútu. Canon i850 prentarinn er einn af hrað-
virkustu bleksprautuprenturum sem við höfum prófað. Hámarkslitaupplausn er 4.800 x
1.200 pát (punktar á tommu) og gerir prentaranum kleift að skila af sér miklum smáatrið-
um þegar ljósmyndir eru prentaðar á glansandi ljósmyndapappír. Skaplega verðlagður papp-
ír og góð ending á bleki eru svo hlutir sem lækka rekstrar-
kostnað til lengri tíma litið. Ljósmyndir (sem
hægt er að prenta án jaðars í stærðinni
10 x 15 cm) endast í allt að 25 ár án
þess að glata gæðum ef notaður er til
verksins sérstakur pappír og blek og
myndirnar hafðar undir gleri. Þá er
prentarinn hóflega verðlagður á 170
dollara í Bandaríkjunum en kostar
samt tæpar 30 þúsund krónur hér heima.
ÚTGÁFA
P
R
E
N
TU
N
O
G
VINNUSTÖÐVAPRENTARAR
Lexmark T630n
(find.pcworld.com/35663)
Þessi „skaplega“ verðlagði geislaprentari fyrir
fyrirtæki (kostar 1.100 USD í Bandaríkjunum
en gæti orðið á um og yfir 200 þúsund krónur
hér heima) skaust á topp samanburðarlista PC
World í júní með skýrri textaprentun og mikl-
um hraða (22,3 textasíður á mínútu og 11
myndasíður á mínútu).
GEISLAPRENTARAR FYRIR SMÆRRI SKRIF-
STOFUR
Brother HL-5040
(find.pcworld.com/34802)
HL-5040 prentari Brother er USB 2.0 sam-
hæfður og skilar frá sér hreinum texta og
gráskalamyndum. Hann er líka hraðvirkur og
dælir út úr sér 13,1 síðu á mínútu.
LITAGEISLAPRENTARAR
Data Oki C7300n frá Oki
(find.pcworld.com/33929)
Víst er þessi tæknilega séð ekki geislaprentari en
þessi ljósdíóðutýpa (LED, sérstök gagna-
vinnslutækni Oki) skilar frá sér 5,5 síðum á
mínútu af litaútprentunum í geislaprentara-
gæðum.
FJÖLNOTAPRENTARAR
Lexmark X5150
(find.pcworld.com/35021)
Lexmark X5150 er í ódýrari kantinum en um
leið fjölhæfur með afbrigðum. Tækið bæði
skannar og afritar auk þess að hafa til að bera
prentgæði sambærileg við bleksprautuprentara
í sama verðflokki.
HUGBÚNAÐUR FYRIR SMÆRRI ÚTGÁFU
Adobe InDesign 2
(find.pcworld.com/35540)
Þessi verðugi mótherji QuarkXPress heldur
áfram að safna til sín áhangendum hvort heldur
sem er í vinnslu útgáfu á PC eða Macintosh.
FORRIT TIL VEFSMÍÐA
Macromedia Dreamweaver MX
(find.pcworld.com/29663)
Þótt forritið sé nokkuð dýrt (kostar 399 USD
eða um 40 þús. kr.) hefur það að geyma allt
sem mögulega þarf til að hanna og koma upp
fagmannlegri vefsíðu.
Fleiri vinningshafar