Tölvuheimur - 01.08.2003, Síða 19
T Ö LV U R O G T Æ K N I
Eftir því sem ég ver lengur tíma mínum í að verja
tölvuna fyrir óboðnum gestum styrkist sú mynd
sem orðin er til í huga mér af mér sjálfum sem
umsjónarmanni risastórrar stíflu sem ég kalla
Andnetið - stífla sú kann við fyrstu sýn að virðast
styrk en þó er í henni að finna stórfelldar glufur.
Ég beiti ZoneAlarm Pro til að verjast þeim sem
glugga vilja óboðnir í tölvuna mína, boðum sem
Trójuhestar reyna að senda úr henni og jafnframt
auglýsingagluggum (e. pop-ups). Norton
Antivirus fæst svo við sýkingar. Deilihugbún-
aðurinn (e. shareware) SpyBot Search &
Destroy þefar uppi og fjarlægir njósnabúnað
sem ætlað er að gera atlögur að einkalífi
mínu, eða eitthvað þaðan af verra. Þá
keyrir Internetveitan mín útgáfu af for-
ritinu SpamAssassin sem síar kæfuna (e.
spam) burt úr tölvupósti sem mér berst.
Á þráðlausa netinu er ég svo með WEP
dulkóðun sem ég treysti á að haldi hökkurum
fjarri, jafnvel þó ég viti vel að segja mætti
um WEP öryggiskerfið að veggirnir sem
það hleður um netkerfið mitt séu hlaðnir
úr sykurpúðum og styrkurinn eftir því.
Ég set reglulega upp allar öryggisviðbætur
sem Microsoft lætur frá sér fara jafnvel þó ég viti
vel að stundum geri þær illt verra. Ég passa að
beina öllum skráaskiptum yfir Netið bara í eina
möppu á harða drifinu hjá mér. Svo bý ég líka til
mismunandi aðgangsorð fyrir hinar og þessar vef-
síður sem ég heimsæki.
Þrátt fyrir alla mína viðleitni leitar skólpið inn
og nauðsynlegir vökvar leka út. ZoneAlarm Pro
hrynur með nokkurra daga millibili þegar forritið
rekst á vefsíður sem eru því ekki að skapi. Svo geta
of strangar öryggisstillingar forritsins varðandi
auglýsingaglugga og dúsur (e. cookies) orðið til
þess að sumar síður virka ekki. SpamAssassin
kæfubaninn lokar á um 100 skilaboð dag hvern,
en þar á meðal eru alla jafna eitt til tvö sem ég þarf
að lesa og samt kemst einhver kæfupóstur í inn-
hólfið mitt. Svo er það ekki fyrr en í væntanlegu
Outlook 2003 sem
Microsoft ætlar að taka á öryggisvandamálum í
forskoðunarglugga (e. preview pane) forritsins.
Svo er ónefndur vírusinn sem á dularfullan
hátt birtist á ný í tölvunni hjá mér á um það bil
tveggja mánaða fresti og sendir sjálfan sig á fólk í
heimilisfangaskránni hjá mér. Ef heppnir viðtak-
endur nota Norton Antivirus ber forritið kennsl
á vírusinn sem W32.Magistr.39921@mm og
fjarlægir hann eða gerir óvirkan. En hvorki
Norton, né önnur vírusvarnaforrit sem ég hef
prófað geta fundið óværuna á harða drifinu hjá
mér, hvað þá gert vírusinn óvirkan, - og ekki skil
ég hvernig ZoneAlarm gat látið þetta fram hjá
sér fara til að byrja með.
Ófullkominn hugbúnaður er ekki eina ástæða
þess hversu Andnetið er lekt hjá mér. Þú lætur
vita á vefsíðu að þú hafi gleymt aðgangsorðinu
og allar líkur eru á að þú fáir það sent í tölvupósti
án nokkurrar dulritunar sem hvaða tölvuþrjótur
sem er getur skoðað. Þess í stað ættu vefsíður að
senda hlekk á öruggar vefsíður þar sem viðkom-
andi er krafinn um frekari upplýsingar áður
en aðgangsorðið er látið af hendi. Þetta er
bara eitt dæmi af mörgum um hvernig
slakar öryggisreglur á Netinu geta komið
í bakið á manni, sama hversu varkár
maður annars er.
Svo er tækniumhverfið líka síkvikt og
tekur breytingum og þar með lekarnir líka.
Eitt sinn þótti viðtekið að NAT beinar (e. rout-
er) sem úthluta sérstökum auðkennum eða IP-
tölum til tölva á staðarneti væru næg vörn gegn
árásum utan frá. Núna láta þráðlausar gáttir þessar
IP-tölur reglulega frá sér fara og gera hökkurum
kleift að fara í hástökki yfir eldveggi og beint inn í
það sem Microsoft kallaði í eina tíð „Network
Neighbourhood“.
Jafnvel þó við tökum að henda kæfusmiðum
og hökkurum í steininn þá er ekki útlit fyrir að
þörf hvers og eins fyrir sitt eigið „andnet“ hverfi
í bráð. Tölvunotendur hvarvetna verða því enn
um sinn að reyna að efla varnir sínar og bera
harm sinn í hljóði.
Stephen Manes, sem er fastur pistlahöfundur hjá
Tölvuheimi, hefur ríflega tveggja áratuga reynslu
af skrifum um tölvur og tölvumál.
Stephen Manes
www.heimur.is 19Ágúst Tölvuheimur 2003
Setjið upp forrit að vild -
tölvan er samt lek þegar
kemur að öryggismálum.
TÖLVUVARNIR:
Andnet er það
sem til þarf
ÞEGAR MAÐUR TENGIR TÖLVU NETINU líður ekki á löngu þar til sjálfsbjargar-
viðleitnin hefur breytt manni í hollenska guttann sem stakk fingrinum í stíflugatið. Svo
þegar maður er einu sinni byrjaður að fást við þennan hafsjó af hökkurum, vírusum,
njósnabúnaði og annarri óværu á Netinu fer mann fljótt að skorta fingur, tær og tyggjó
til að fylla í götin. Slaki maður á verðinu er hætt við að smáleki geti umbreyst í stórflóð.