Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 20
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I
Íslenska er deyjandi tungumál innan tölvu-
samfélagsins. Árið 1998 sáu menn ofsjónum
yfir hverfandi hlut íslensku í hugbúnaðar-
gerð og var í kjölfarið gengið til samninga við
tölvurisann Microsoft um þýðingu á Windows
98 stýrikerfinu. Aldrei fyrr hafði stýrikerfið verið
þýtt fyrir jafnlítið málsamfélag og Ísland. Íslensk
útgáfa stýrikerfisins var um tíma notuð í skóla-
kerfinu en lítið sem ekkert hefur heyrst af
árangrinum hvað þá af nýjum íslenskum upp-
færslum, svo sem Windows 2000 og XP - svo
ekki sé minnst á þýðingu annarra og ódýrari stýri-
kerfa, svo sem Linux. Var mál manna að þýðing
fyrir svo lítið málsvæði sem Ísland væri mein-
gölluð þar sem málhæfni á tæknisviði krefðist
mun fremur tæknilegrar enskukunnáttu. Íslenska
sem virkt tungumál á enn við ramman reip að
draga í alþjóðlegu tæknisamfélagi. Frá haust-
dögum 1999 hefur verkefnið Tungutækni verið í
fullum gangi á vegum Menntamálaráðuneytisins
og segja forsvarsmenn þess að á næstu misserum
muni horfa til betri vegar hvað varðar stöðu
íslenskunnar í tæknisamfélagi hér á landi.
ÍSLENSKUN TÖLVUSAMFÉLAGSINS
Í framhaldi af samningi ríkisins við Microsoft um
íslenska þýðingu á stýrikerfinu skipaði mennta-
málaráðherra starfshóp er skyldi gera könnun á
því hvernig efla mætti tungutækni í vél- og tækni-
búnaði hér á landi sem og notkun og stöðu
íslensku sem virks tungumáls innan tæknigeirans.
Þetta var þverfaglegt verkefni og í hópnum voru
eðlisfræðingur, rafmagnsfræðingur og málfræð-
ingur, sem allir störfuðu við Háskóla Íslands.
Starfshópurinn skilaði ítarlegum niðurstöðum
síðla vetrar ári síðar. Þar kemur fram að saman-
borið við önnur lönd sé staða íslensku sem virks
tungumáls afar bág í tæknilegu samfélagi hér á
landi. Sögðu skýrsluhöfundar ástæðuna réttilega
vera þá hve fáir tali málið.
Þrátt fyrir þetta fámenni íslensku þjóðarinnar
segja skýrsluhöfundar töluvert fleiri tölvur á hvern
íbúa hér á landi en í viðmiðunarlöndunum og ívið
fleiri nettengingar en víðast hvar og mætti því ætla
að tungutækni ætti að vera meira notuð hér á
landi en fjöldi landsmanna gefur ástæðu til að
ætla. En svo er ekki. Í niðurstöðum starfshópsins
kemur fram að íslenska sem virkt tungumál sé svo
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
www.heimur.is20 Ágúst Tölvuheimur 2003
Um þessar mundir stendur yfir hljóðlát bylting í tölvu-
samfélagi á Íslandi. Verkefnið, sem Menntamálaráðu-
neytið hefur staðið fyrir síðustu fjögur árin, ber heitið
Tungutækni og kveður á um að í framtíðinni verði hægt
að stjórna tölvum og tæknibúnaði að öllu leyti á íslensku.
ÍSLENSKA
ER
TÖLVUMÁL
FRAMTÍÐAR
verkefnið
Tungutækni
umbyltir
tölvugeiranum