Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 28

Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 28
Ó V Æ R U B A N A R þau gætu varist honum. Panda gaf út sína skilgreiningu samdægurs. Aðrir framleiðendur komu svo koll af kolli og sá síðasti skilaði inn skilgreiningu 14. maí – þá var ormurinn búinn að dreifa sér hratt um allan heim. Lokapróf okkar á frammistöðu forritanna fólst svo í að taka tím- ann á því hve lengi það tók forrit- in að skanna tölvu með 2,53 GHz Pentium 4 örgjörva, 512 MB DDR vinnsluminni og Windows XP Professional, Microsoft Office 2000 og ýmis önnur forrit og skrár (7,15 GB í allt). Við prófuðum þetta einu sinni með sjálfgefinni stillingu forritanna og svo aftur með stillt á hámarksvörn. Niðurstaða okkar varð sú að því lengur sem forritin eru að skanna tölvuna því bet- ur gengur þeim. Hægvirkustu forritin virtust almennt standa sig best í að finna veirur og flest þeirra fundu mun fleiri veirur en þau hraðvirku þegar stillt var á hámarks- vörn. ER HÆGT AÐ NOTA BÚNAÐINN? Bestu veiruvarnarforritin eiga ekki bara að standa sig vel á rannsóknarstofunni, heldur einnig keyra sem best á tölvu hins almenna notanda auk þess að veita skýrar upplýsing- ar og greiðan aðgang að góðri notendaþjónustu. Um leið og veira greinist, til dæmis, hversu vel stendur forritið sig í að útskýra smitið og hjálpa notendum við að hreinsa tölvuna? Ormar og Trójuhestar eru sjálfstæð forrit sem smita ekki aðrar skrár, þannig að nóg er einfaldlega að stöðva þau og eyða þeim. Veirur eru flóknari, því skrárnar sem þær smita eru oft á tíðum mikilvægar fyrir notandann og því er eyðing smitaðra skráa síðasta úrræðið sem grípa ætti til. Best er ef hægt er að hreinsa skrána með því að fjarlægja veirukóðann og enduruppsetja rétta kóðann, en ekki eru öll veiruvarnarforrit í stakk búin til að hreinsa all- ar skrár. Til dæmis geta sum forritanna sem við prófuðum ekki hreinsað smitaðar skrár sem er búið að vista á sérstak- an hátt til geymslu, t.d. sem .zip skrár, þannig að opna þarf slíkar skrár eina í einu og skanna innihaldið hand- virkt. Ef forrit getur ekki hreinsað eða eytt skrá ætti það að minnsta kosti að setja hana í sóttkví þannig að hinn ill- kynja kóði geti ekki gert neitt af sér. Það er eingöngu á færi fagmanna að greina þau smit sem tölvan hefur fengið og þekkja aðferðirnar við að losna við þau. Þess vegna líkar okkur vel við forrit sem veita ráð- gjöf eða framkvæma sjálfkrafa það sem er skynsamlegast í stöðunni. Bestu forritin hvað þetta varðar eru F-Secure, Panda, Norton og PC-cillin, sem sjálfkrafa gera við var- hugaverðar skrár, eyða þeim eða setja í sóttkví. Hin forrit- in koma bara í veg fyrir að skráin keyri upp eða verði skrif- uð á disk og ætlast til þess að notandinn ákveði hvað sé svo best að gera næst. Því miður leiddu vafasamar viðvaranir og ruglandi still- ingar til þess að sum af bestu forritunum á rannsóknar- stofunni misstu af titlinum Bestu kaupin hjá okkur, Kaspersky og RAV eru til dæmis öflugir veiruveiðarar en notendaskilin eru torskilin. McAfee er einnig ruglandi og krefst þess að notendur kafi djúpt í forritið til að gera breytingar á stillingum. Mjög einfalt er á hinn bóginn að flakka um notendaskil Norton og stilla forritið, en það er með skýrum vallistum sem fylgja notendunum í gegnum www.heimur.is28 Ágúst Tölvuheimur 2003 NETVEITUR SPREYTA SIG VIÐ VEIRUVÖRN Margar netveitur, bæði hér á landi og erlendis bjóða upp á veiruskönnun sem aukaþjónustu til að reyna að fá nýja viðskiptavini og halda í þá eldri. Hins vegar er best að sjá slíka þjónustu sem viðbót við veiruvarnarbúnað á tölvunni en búast ekki við að hún geti komið í staðinn fyrir slíkan búnað. Sérfræðingar segja að mörg lög af öryggisbúnaði virki ávallt betur en þegar treyst er einungis á eina lausn. Þannig hefur þessi innreið net- veitna í veiruvarnirnar aukið öryggi notenda umtalsvert þannig að oft á tíðum losna tölvur notendanna við að þurfa að takast á við stóran hluta þeirra veira sem eru í dreifingu. Þetta hjálpar sérstaklega slóðunum sem eru ekki duglegir við að uppfæra veiruvarnir sínar. En veiruvarnir netveitnanna eru hins vegar ekki óbrigðular auk þess sem mikil óvissa er með það hver beri ábyrgðina ef slíkar veiruvarnir missa af veiru sem síðan veldur usla á tölvum viðskiptavina. Þess vegna er skynsamlegast fyrir ykkur að setja upp veiruvarnarbúnað á tölvunni jafnvel þótt netveitan ykkar segist fylgjast með tölvupóstinum ykkar og stöðva veirur sem gætu verið á leiðinni með tölvupósti. Eins og fjöldi annarra forrita sem fengu góða einkunn í veiruleitar- prófunum okkar mis- tókst RAV að næla í titilinn Bestu kaupin vegna þess að það var með klaufalega hönnuð notendaskil sem gátu ruglað reyndustu tölvu- notendur. VIÐBÓTARVARNIR NJÓSNAVARNATÓL SAMANBURÐUR EIGINLEIKA Lavasoft Ad-aware Plus 6 11123 find.pcworld.com/35414 PepiMK Software Spybot Search & Destroy 1.2 11123 find.pcworld.com/35417 PestPatrol Software PestPatrol 4.2 11133 find.pcworld.com/35420 Webroot Software Spy Sweeper 1.5 11133 find.pcworld.com/35423 1 Ókeypis útgáfa einnig í boði. 2 Rauntímaskanni er ekki innifalinn í ókeypis útgáfunni.

x

Tölvuheimur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.