Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 29

Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 29
Ó V Æ R U B A N A R Við settum nokkrar útgáfur af njósnabúnaði á tölvurnar sem notaðar voru til að prófa veiruvarnarforritin í kaflanum hér á und- an með hræðilegum árangri. Í fyrstu umferð var McAfee veiru- vörnin sú eina sem náði njósnaforriti – og náði þó bara einu. Síð- ar sóttum við ókeypis viðbót við Kaspersky veiruvarnarforritið á vef Kaspersky og náðum eftir það nokkrum njósnaforritum með veiruvarnarforritinu. Ein ástæðan fyrir þessu dugleysi er varkárni veiruvarnarfyrir- tækja við að stimpla njósnabúnað sem illkynja kóða. Þó svo sum slíkra forrita læðist óséð inn á tölvur notenda eru mörg njósnafor- rit skráð í notendaleyfi ókeypis forrita sem notendur setja upp á tölvum sínum. Þegar þeir samþykkja notendaleyfið leyfa þeir sjálf- krafa uppsetningu njósnaforritsins sem oftast sækir sérsniðnar aug- lýsingar eða safnar gögnum fyrir markaðssetningarfyrirtæki. Lestur smáa letursins er því fyrsta skrefið til að forðast margar tegundir njósnabúnaðar. En ef kvikindin hafa þegar tekið sér ból- festu á harða diskinum ykkar (sem er mjög líklegt) er besta vörnin að keyra forrit sem skannar harða diskinn í leit að þekktum njósna- búnaðarskrám, möppum, stýriskrárgögnum og dúsum og gerir notendum svo kleift að eyða þeim. Þar að auki geta mörg nytjatól af þessu tagi skannað vinnsluminni tölvunnar í rauntíma til að koma í veg fyrir að óboðin forrit geti yfirleitt ræst sig upp. www.heimur.is 29Ágúst Tölvuheimur 2003 Veiruvarnarforrit berjast við hefðbundna ógn sem stafar af veirum, ormum og Trójuhestum, en gera lítið ef nokkuð til að stöðva njósnabúnað sem settur hefur verið upp af undirförlum vefsíðum, tortryggnum vinnuveitendum eða fylgir með forrit- um sem sótt hafa verið á Netið. Njósnabúnaður er hins vegar vax- andi vandamál, til dæmis segja talsmenn netveitunnar EarthLink að 40% af símtölum til notendahjálpar fyrirtækisins séu tengd njósnabúnaði. N JÓ SN A -V A R N IR Áætlað verð (kr) Frammistaða Einfaldleiki í notkun Skannar og fjarlægir forrit af diski/minni Meiriháttar njósnabúnaður enn uppsettur eftir skönnun og hreinsun 3 Skannar einungis ActiveX kóða og annan vefsíðukóða. Athugasemdir Ad-aware Plus og Spybot Search & Destroy: Fín njósnavarnablanda 2.000 1 Ókeypis 3.100 2.300 Góð Mjög góð Góð Góð Mjög mikill Mikill Mjög mikill Mjög mikill Já/já2 Já/já3 Já/já Já/já EAcceleration, Gator, Hotbar, MySearch, NCase, New.net, Xupiter Cydoor, EAcceleration, Hotbar, New.net EAcceleration, Hotbar, New.net. Secret Admirer, Xupiter CommonName, EZula TopText, FileFreedom, FlashTrack, New.net, Xupiter EKKERT EITT FORRIT ER FRÁBÆRT, en rauntímaskanni Ad-aware og harðdisksskanni Spybot veita saman bestu vörnina. Notendavæn notendaskil. Ekki hannað til að stöðva eftirlitshug- búnað. Minnisskönnun í boði í útgáfunni sem þarf að greiða fyrir. Hraðvirk og nákvæm diskskönnun, en minnisskönnun er af skornum skammti. Gerir við netkerfisrekla sem njósnabúnaður hefur skemmt. Vel hönnuð notendaskil veita nákvæmar upplýsingar um njósna- búnað sem fundist hefur. Skannanir eru hægar og ekki er sjálfkrafa kveikt á leit að eftirlitshugbúnaði. Er með heimasíðuvörn innifalda og leyfir tímastillingar á skönnun. Stóð sig illa í vinnsluminnisskönnun.  nauðsynlegar aðgerðir. F-Secure er einnig með einföld notendaskil en á móti kemur að þar er ekki boðið upp á ýmsa mikilvæga mögu- leika á borð við það að geta tímastillt veiruskönnun harða disksins. HJÁLP Í NEYÐARTILVIKUM Allir framleiðendur bjóða upp á ókeypis notendaaðstoð með tölvu- pósti. Sex þeirra brugðust við fyrirspurnum innan tveggja daga – oftast innan nokkurra klukkustunda. F-Secure og Kaspersky svör- uðu ekki fyrr en eftir rúma fimm daga, en veittu þó nytsamlegar upplýsingar. Þegar allt kemur til alls var frammistaða Norton AntiVirus jöfn- ust þegar tekið var tillit til frammistöðu og einfaldleika í notkun. Ef framleiðendur hinna forritanna sem stóðu sig hvað best á rann- sóknarstofunni geta hreinsað til í notendaskilum sínum fær Norton hins vegar mjög harða samkeppni um titilinn Bestu kaupin á næsta ári. ni.

x

Tölvuheimur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.