Tölvuheimur - 01.08.2003, Síða 36

Tölvuheimur - 01.08.2003, Síða 36
V É L B Ú N A Ð U R keyra hina ýmsu umfjöllunarvefi og skoða nánar umfjöllun þeirra um vörur sem tengjast tölvum. Við skoðuðum bæði vefi sem fjalla eingöngu um einstakar vörur (eins og Amazon.com) og einnig vefi sem taka bæði vörur og söluaðila til kostanna (t.d. ResellerRatings.com). Niðurstöður okkar voru þær að almennt sé óhætt að treysta stórum hluta þeirra sem skrifa gagnrýni um vörur og þjónustu á Netinu, þó svo það gæti kostað nokkra vinnu – og vænan slatta af tortryggni – að finna þá gagnrýnendur sem eru áreiðanlegir. Að sjálfsögðu er það jákvæða við not- endagagnrýni að fólkið sem semur hana hefur nýtt sér vörurnar við hið daglega líf, öfugt við t.d. gagn- rýni í blaði á borð við Tölvuheim, þar sem höf- undar eru oftast bundnir við ákveðin tímamörk og þröngar prófunaraðstæður. Raunverulegir not- endur lenda oft í vandræðum eftir nokkurra mán- aða eða jafnvel nokkurra ára notkun – sem er nokkuð sem blaðamenn geta síður upplifað við sínar prófanir. Satt best að segja er þetta ástæðan fyrir því að margir blaðamenn í þessum bransa eru miklir aðdáendur notendagagnrýni. Sumir þeirra sem reka vefi fyrir notendagagn- rýni sögðu okkur hins vegar að einstaka sinnum finnist maðkur í mysunni. Stundum reyna starfs- menn verslunar að senda inn falska gagnrýni ýmist til að bæta einkunn fyrirtækis síns eða til að draga niður einkunn keppinautarins. Starfsmenn vefj- anna gera sitt besta til að reyna að koma í veg fyrir að slík falsgagnrýni birtist. Þar fyrir utan bjóða sumir vefir upp á tól sem hjálpa notendum við að sía þær upplýsingar sem þeir sjá svo þeir fái sem mest út úr notendagagnrýninni. Uppáhaldsvefirnir okkar reyndust vera Epinions.com og PCPhotoReview.com. Epinions.com sýnir gagnrýnina á þægilegu sniði og er með nytsamleg tól til síunar. Þeir sem hafa ljósmyndabakteríuna verða svo varla sviknir af gagnrýninni á PCPhotoReview.com, þar sem umfjöllunin um bæði stafrænar og „analog“ myndavélar er jafnan mjög ítarleg (á grafi hér fyrir neðan má sjá lista yfir alla þá vefi sem við skoðuðum). Ath: Þegar búið var að semja þessa umfjöllun var tilkynnt að DealTime hefði ákveðið að kaupa Epinions.com. FERLIÐ Almennt séð er frekar einfalt að birta gagnrýni. Flestir vefir krefjast þess að notandi skrái sig og gefi upp netfang áður en gagnrýnin er send inn. Síðan skrifið þið gagnrýnina, veljið einkunn (eða hvað annað sem vefurinn óskar eftir) og smellið á Post Review (eða eitthvað álíka). Flestir vefir skima gagnrýnina áður en hún er birt, stundum tekur það nokkra klukkutíma eða allt upp í nokkra daga áður en hún birtist. Epinions.com er undantekningin, þar birtist gagnrýnin samstundis. Vefir á borð við PriceGrabber.com og Amazon.com fylgjast með því hvort blótsyrði eða bulltexti finnist í gagnrýninni. Flestir vefir munu einnig ekki birta gagnrýni ef það er www.heimur.is36 Ágúst Tölvuheimur 2003 Stjörnugjöf fyrir gagnrýni notenda einungis Er gagnrýni síuð? Geta notendur flokkað um- fjöllun? Ítarlegir sérsniðs- möguleikar Barist gegn svika- hröppum Tegund um- fjallana AthugasemdirVEFUR Vefgagnrýni: Epinions.com og PCPhotoreview.com á toppnum Amazon.com 2 www.amazon.com BizRate.com www.bizrate.com ComputingReview.com www.computingreview.com CNet Download.com www.download.com Epinions.com 3 www.epinions.com PCPhotoReview.com www.pcphotoreview.com Photo.net www.photo.net PriceGrabber.com 4 www.pricegrabber.com ResellerRatings.com www.resellerratings.com 1 Möguleikar sem gera notendum kleift að flokka gagnrýni eftir öðru en einkunn eða dagsetningu – eftir ákveðnum gagnrýnendum eða mismunandi viðskiptaflokkum, svo dæmi séu tekin. 2 Aðallega netverslun. 3 Eftir að umfjöllunin var skrifuð ákvað DealTime að kaupa Epinions.com. 4 Product Finder hluti PCWorld.com er keyrður af PriceGrabber.com. 11123 11123 11133 11123 11113 11133 11113 11133 11123 11123 Já Já Já Já Nei Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Nei Já Já Nei Nei Já Nei Já Nei Nei Nei Nei Já Já Já Já Nei Já Nei Já Já Vörur Vörur /seljendur Vörur Vörur Vörur /þjónusta /seljendur Vörur Vörur Vörur /seljendur Vörur /seljendur Vörur /seljendur Auðvelt að lesa gagnrýni á meðan verslað er. Ákveðnir vöru- flokkar á borð við stafrænar myndavélar hafa óvenju mikið af jákvæðri umfjöllun. Oft er erfitt að finna tenglana inn á gagnrýni á söluaðilum, en auðvelt að finna tengla inn á vefsíður þeirra. Kemur á óvart hvað vefurinn fjallar um takmarkað úrval af tölvuvörum og býður upp á fáar umfjallanir um hverja vöru. Auðvelt er að ferðast um vefinn, notendur hans elska að láta í sér heyra og búast má við mörgum tölvunarðalegum athugasemdum. Auðvelt er að finna gagnrýnina, auk þess sem vefurinn býður upp á ýmsar aðferðir til að sérsníða það hvaða gagnrýni maður les. Fjallar um mikið úrval tæknibúnaðar og notendur búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu. Frekar erfitt að ferðast um vefinn. Þetta sérhæfða samfélag fjallar um mjög mikið úrval búnaðar sem tengist myndavélum og úrval umfjallana er einnig mikið. Þó svo sérfræðingar skrifi oftast gagnrýnina gera notenda- skilin manni erfitt fyrir að finna hana. Úrval myndavéla er ekki mikið. Tvinnar vel saman einkunnir söluaðila og búnaðar. Vefurinn lætur vita af því ef óprúttnir seljendur hafa verið fjarlægðir af lista hans. Veitir upplýsingar fljótt og vel. Einkunn söluaðila er skipt niður í flokka á borð við sendingu og vöruskil. SA M A N BU R Ð U R EI G I N L E I K A BÁÐIR BESTU VEFIRNIR sýna gagnrýni á einfaldan hátt sem auðvelt er að lesa. Epinions er með handhæg tól til sérsniða. NewEgg.com 2 www.newegg.com

x

Tölvuheimur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.