Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 39
V É L B Ú N A Ð U R
Fyrir rúmu hálfu ári fjallaði Tölvuheimur um
um forritið WinBackup frá sænska hugbún-
aðarfyrirtækinu LI Utilities og fékk það góða
dóma í blaðinu. Þá var frá því greint að von væri
á öðru nytjatóli frá fyrirtækinu sem heita ætti
SpeedUpMyPC. Forritið hefur nú litið dagsins
ljós og tókum við það til nánari skoðunar.
Góður kostur sem einkennir SpeedUpMyPC,
eins og reyndar WinBackup, er að forritið er lítið
og meðfærilegt, fyrir utan auðvitað að það virkar
vel. Þá er allt notendaviðmót einfalt og maður
fljótlega farinn að umgangast forritið eins og það
hafi alltaf verið til staðar. Í glugga forritsins getur
að líta rauntímayfirlit yfir vinnslu tölvunnar og
stillingar varðandi vinnslugetu hennar. Þá er hægt
að stilla forritið þannig að í kerfisbakka tólastiku
Window (e. System Tray) sjáist í stað íkons forrits-
ins lítið stöplarit yfir vinnslu örgjörva, stöðu
minnis og Internettengingar.
SJÁLFVIRK MINNISLOSUN
SpeedUpMyPC vakir yfir og hefur eftirlit með
vinnslugetu tölvunnar á ýmsum sviðum. Reikniafl
örgjörvans er vaktað, minnisnotkun, hraði Inter-
nettengingar og svo bregst forritið líka við hruni og
er með flýtihneppingu sem vakið getur frosna tölvu
svo einhverjum gögnum megi bjarga. Mestan mun
á tölvunni finnur maður vegna hæfileika forritsins
að losa um vinnsluminni. Fyrir utan sjálfvirka
minnislosun getur forritið bætt vinnslu stórra og
minnisfrekra forrita verulega við að endurheimta
vinnsluminni handvirkt áður en þau eru ræst upp.
Í Windows er alltaf þessi barátta um vinnsluminnið
og virðist sem stöðugt saxist á það og það hverfi til
hinna og þessara nota. Þá þarf stýrikerfið að grípa til
sýndarminnis (vistar gögn á harða drif tölvunnar)
sem verulega hægir á allri vinnslu. Þarna kemur
SpeedUpMyPC til sögu og sér til þess að sjaldnar
þurfi að reiða sig á sýndarminni.
BÆTTAR INTERNETTENGINGAR
Venjuleg vinnsluminnislosun getur endurheimt á
milli 10 og 20 prósent þess vinnsluminnis sem
tölvan býður upp á. Svo er einnig hægt að láta for-
ritið kafa dýpra í minnislosuninni (Deep
SpeedUpMyPC frá LI Utilities:
VEITIR TÖLVUNNI AÐHALD
Recovery) og losar hún þá um allt vinnsluminni
og tekur frá forritum sem í gangi kunna að vera.
Einungis er þó mælt með því að þessi leið sé farin
áður en keyrð eru upp óhemju minnisfrek forrit
(s.s. þung myndvinnsluforrit) sem notandinn
telur að þurfi á öllu lausu minni tölvunnar að
halda.
Þegar kemur að stillingum fyrir Internet og
vafra býðst SpeedUpMyPC til að fara yfir þær og
bæta eftir þörfum. Dálítið óþægilegt er þó að for-
ritið tiltekur ekki nákvæmlega hvaða stillingum
stendur til að breyta eða þá hverju hefur verið
breytt láti maður slag standa. Forritið tekur þó ekki
af manni öll ráð því lendi maður í vandræðum eftir
breytingar er hægt að kalla aftur fram fyrri stillingar
með einum músarsmelli. Stillingar vegna forrita
sem ræsast sjálfrkrafa þegar kveikt er á tölvunni
reyndust einnig vel og nokkurn mun að finna á
ræsitíma tölvanna sem forritið var sett upp á.
GAGNAST ALMENNUM NOTENDUM
Alvanir tölvukarlar gætu litið svo á að þeir gætu
náð sama árangri og næst með notkun Speed-
UpMyPC með því að nota saman önnur forrit
sem nálgast má ókeypis eða fyrir minni peninga.
En alvanir tölvukarlar eru kannski ekki markhóp-
ur LI Utilities heldur venjulegir tölvunotendur
sem liggja síður í tæknigrúski og vantar bara
handhægt tól sem reddar hlutunum. Og það ger-
ir SpeedUpMyPC með ágætum. Tölvuheimur
fann ekki teljandi vankanta á forritinu utan að
stöku sinnum getur verið ergjandi þegar sjálfvirka
minnislosunin fer í gang. Það borgar sig t.d. að
slökkva á henni áður en brenndir eru geisladiskar
svona til að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Forritinu má hlaða niður á vef LI Utilities
(www.liutilities.com) og kostar þá tæpar 3.000
krónur (39,95 USD). Einnig er hægt að panta
forritið í kassa en þá er það heldur dýrara, sérstak-
lega að teknu tilliti til virðisaukaskatts og send-
ingarkostnaðar.
Lágmarkskröfur til vélbúnaðar: 400 MHz In-
tel eða AMD samhæfður örgjörvi, 16 MB
vinnsluminni, 2ja hraða geisladrif, Windows
98/2000/XP, 2 MB laus á hörðum diski.
www.heimur.is 39Ágúst Tölvuheimur 2003
Á yfirlitssíðu SpeedUpMyPC eru sýndir þeir
þættir sem forritið vakir yfir og jafnframt ráð-
leggingar um mögulegar úrbætur.
Á minnisyfirliti forritsins er hægt að segja til
um aðgerðir verði tölvan uppiskroppa með
vinnsluminni og losa um minni til vinnslunnar.