Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 40

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 40
www.heimur.is40 Ágúst Tölvuheimur 2003 Óhóflega góðar fartölvur Þrátt fyrir að hluti kínverskrar menningararfleifðar segi til um að í ár, árið 4.700, sé ár kindarinnar, hefur Steve Jobs lýst því yfir að árið 2003 „skuli vera ár fartölvunnar.“ Í ljósi vestræns uppruna og upplýsingatæknibyltingarinnar kýs ég fremur að einbeita mér að öðrum hlutum í þessum pistli en þeim sem snúa að grasbítnum. Fjallað verður um mál sem snúa að samstillingu fartölvu- og borðtölvumakka, hvernig hafa á stjórn á ólíkum bókamerkjum í Safari vafranum og hvernig fjartengj- ast má borðtölvumakkanum. Að auki kíki ég á hvernig umslög eru búin til í Apple Address Book, tölvupóst á HTML sniði, skrár sem neita að mæta dauða sínum og óæskilega tilburði bókasafnsgesta. Leyndardómar Macintosh afhjúpaðir: SAMSTILLING EÐA VANSTILLING? Lesandi hafði samband og sagðist vera um það bil að skipta úr PowerBook tölvu sinni til þriggja ára yfir í Power Mac. Hann vildi vita hvernig fara ætti að því að samstilla gögn á milli tölvanna (sem báðar notast við OS X stýrikerfi) og hvort við gætum mælt með einhverjum sérstökum hug- búnaði til verksins. Þeir sem eru með .Mac reikning og ætla að bara að samstilla nafnalista, dagatal og dagbókarfærslur geta látið sér nægja að nota iSync sem er ókeypis forrit frá Apple. En ef þarf að sam- stilla fleiri og flóknari hluti — innviði notendamöppunnar til dæmis — þarf að leita á náðir sértækra forrita. Hjá VersionTracker (www.versiontracker.com) er að finna skrár yfir ótal samstillingarforrit sem styðja OS X stýrikerfið. Við höfum valið nokkur úr sem ættu að gagnast notendum vel. Fyrst skal nefna ChronoSync frá Econ Technologies (www.econtechnologies.com). Með forritinu má samstilla inni- hald mappna á móðurtölvu og öðrum tölvum. Til dæmis er hægt að samstilla Documents möppur Power Mac og PowerBook tölvanna. ChronoSync býður upp á nokkrar mismunandi leiðir til að ganga úr skugga um hvort skrár hafi breyst — þar með talið er samanburður á stærð skráa, eiginleikum og dagsetningum tilurðar og breytinga á skránum. Þá er einnig val um hvernig forritið skuli bregðast við, hvort samstillingin sé einhliða eða tvíhliða. (Einhliða samstilling uppfærir til dæmis Documents möppu PowerBook tölvunnar þegar gerðar hafa verið breytingar á innihaldi Documents möppu Power Mac tölvunnar, en ekki öfugt. Tvíhliða samstilling uppfærir hvora tölvu sem er til að endurspegla breytingar á hinni tölvunni.) Eins býður ChronoSync upp á samstillingaráætlun þannig að tölvurnar séu sjálfvirkt samstilltar á fyrirfram ákveðnum tímum. ExecutiveSync frá Jason Weber (sem finna má á www.version- tracker.com) er annað gott samstillingartól, sem líkt og ChronoSync býður upp á uppfærslu og samstillingu skráa tölva á milli. ExecutiveSync er þó ólíkt ChronoSync að því leyti að ekki er boðið upp á fyrirfram skilgreindar tímasetningar samstillinga og það sker úr um breytingar á skrám með því að bera saman prófsummu (e. checksum) skráa. Sú aðferð tryggir vissulega betur að ekki verði óvart skrifað yfir rangar skrár eða þeim hent, en um leið gerir hún forritið hægvirkara en ChronoSync. Munurinn er þó smávægilegur ef bornar eru saman fáar skrár í einu, en skipti þær þúsundum gætu notendur þurft að bíða nokkuð lengi eftir að ExecutiveSync ljúki við verkið. Synchronize X Plus frá Qdea (www.qdea.com) er annar góður kostur. Hægt er að setja upp sjálfvirka samstill- ingaráætlun og jafnframt (eiginleiki sem greinarhöfundur kann vel að meta) býður forritið upp á sjálfvirka tengingu við önnur drif þegar samstilling er hafin. Synchronize X Plus ber samt bara saman uppfærslutímasetningar skráa. Ef þið viljið samstillingartól sem fer nánar ofan í saumana á breytingum milli skráa ættuð þið að íhuga systurforrit Synchronize X Plus (töluvert dýrara), Synchronize X Pro, en með því er einnig hægt að taka ræsanleg afrit. BÓKAMERKI SAFARI TAMIN Bókamerki Safari vöfðust fyrir lesanda nokkrum sem vildi vita hvernig best væri að bera sig að við að samstilla þau á milli PowerBook fartölvunnar og borðtölvumakkans. Setjið ykkur í stellingar við makkann með nýjustu bókamerkin og fylgið eftirfarandi slóð: viðeigandi notenda- mappa: Library: Safari. Búið til afrit af Bookmarks.plist skránni sem er í Safarimöppunni. Látið afritið koma í staðinn fyrir sömu skrá í hinni tölvunni. Að því loknu eru bókamerki tölvanna eins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.