Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 43

Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 43
www.heimur.is 43Ágúst Tölvuheimur 2003 P I S T I L L N E T S T J Ó R A N S Allt of margir hafa lent í að tapa tölvugögnum, hvort heldur sem er fyrir eigin klaufaskap eða fyrir tilstilli vírusa. Þeir sem þetta hafa upplifað vita hversu mikilvægt er að eiga afrit af gögnum sínum á vísum stað. Við þau ykkar sem hingað til hafa sloppið segi ég bara eitt: Það er bara tímaspursmál hvenær það gerist að þið glatið gögnum ykkar! Al- vanir tölvumenn lenda í þessu þrátt fyrir alla kunnáttu sína og hvers vegna ættuð þið þá að sleppa? Það lenda, í alvöru talað, allir í þessu, en sem betur fer í misalvarlegum mæli þó. Og merki- legt nokk, þá er afritunartaka ekki svo flókið mál og einfalt að setja upp sjálfvirka afritun þannig að maður eigi alltaf aukaafrit ef illa fer. GEYMIÐ AFRIT Á ÖRUGGUM STAÐ Samt er ekki nóg að hafa sjálft afritunarferlið á hreinu. Afritin þarf vitanlega að geyma á góðum stað. Til dæmis gagnast lítið að geyma öryggisafrit á sama harða diski og verið er að afrita ef harði diskurinn eyðileggst eða vírus eyðir öllum gögn- um af honum. Svipuð lögmál gilda um diskettur, ZIP-diska, geisladiska og segulbönd. Þá dugir lítið að vera með afritið í drifinu ef því er svo stolið og afritinu um leið. Þá er rétt að vara við diskettum því þær eru mjög slæmur geymslumiðill. Þær endast stutt og skemmast auðveldlega. ZIP-diskar eru skárri en hafa sama veikleika og diskettur og segulbönd að sterkt segulsvið getur skemmt gögnin á þeim. Því skyldi aldrei geyma diskettur, ZIP-diska eða segulbönd nálægt hátölurum eða öðrum tækjum sem mynda segulsvið. Best er raunar að geyma afritin annars staðar en hjá tölvunni, t.d. í öðru herbergi (sem dugir svo lengi sem ekki kviknar í húsinu). Nú eða hreinlega í bankahólfi. TÍÐ AFRITUN GETUR BORGAÐ SIG Notendur verða að láta mikilvægi gagnanna ráða því hversu langt er gengið í að hafa afritin örugg. Hversu mikið vinnutap felst í því að missa gögn- in? Er það dagur, vika, mánuður eða jafnvel heilt ár? Gagnaafritun mín er til dæmis ekki eins mikil- væg og gagnaafritun bankastofnana, en getur þó skipt miklu máli fyrir mig persónulega. Hver man ekki eftir sögunni um rithöfundinn sem tapaði fartölvunni sinni í hendur þjófa og þar með sjö ára vinnu og gögnum? Að sama skapi skiptir máli hversu oft afrit eru tekin. Því verðmætari sem gögnin eru því oftar skal tekið afrit. Það er ekkert til sem heitir að taka afrit of oft. Með Windows stýrikerfunum fylgir þokkalegt afritunarforrit og yfirleitt er það nóg fyrir almenna notendur. Notkunarleiðbeiningar er að finna á: www.screenbooks.net/e/sbooks/lib8/s28/ slide01.htm SÉRTÆK AFRITUNARFORRIT NOTUÐ Ekki er alltaf klaufaskap eða vírusum um að kenna þegar gögn eyðileggjast. Til dæmis geta komið upp vandamál þegar upp eru sett ný forrit. Til að sporna gegn því eru fáanlegar eins konar kerfis- myndavélar. Það eru forrit sem taka „snapshot“ eða mynd af kerfinu áður en forrit er sett upp og ef eitthvað fer úrskeiðis þá er einfalt að stíga skref til baka eins og skaðræðisforritið hafi aldrei verið sett upp. Þetta er mjög góður kostur og mæli ég eindregið með slíku þar sem þetta getur líka sparað manni ferð á verkstæði með tölvuna til að fá hana í samt lag aftur. Venjuleg afritunarforrit taka bara afrit af skrám og möppum en ekki stýrikerfinu sem slíku. Til eru forrit sem afrita allan harða diskinn með stýrikerfi, forritum og gögnum. Slík forrit (s.s. Drive Image og Norton Ghost) geta gert manni kleift að setja tölvuna upp aftur á um það bil 10 mínútum, ger- ist þess þörf. Þá er fyrst hægt að forsníða harða diskinn og setja tölvuna svo upp aftur. Gallinn er bara sá að afritin geta orðið ansi stór (algeng stærð er um 2 GB). Þá komast þau ekki lengur á einn geisladisk (enginn heilvita maður myndi reyna að setja slíkt á diskettur eða ZIP-diska) og gæti þurft allt að fjóra til fimm slíka til verksins. En kostirn- ir vega mun þyngra en gallarnir, ekki síst af því að hægt er að komast inn í þessi afrit til að veiða út stakar skrár ef með þarf. MUNIÐ SVO BARA: Afrit er ekki hægt að taka of oft. Sigurður Haraldsson - www.guru.is - netstjori@guru.is EFTIRFARANDI REGLUR ER GOTT AÐ HAFA Í HUGA VIÐ AFRITUN: 1. BÚIÐ TIL AFRITUNARÁÆTLUN. Ákveðið hversu oft á að taka afrit, hvar á að geyma það og hvaða hugbúnað á að nota til verksins. 2. TAKIÐ OFT AFRIT. Ársgamalt afrit getur verið verra en ekkert. 3. HAFIÐ AFRITUNARTÖKUNA SJÁLF- VIRKA. Annars vill gleymast og drag- ast að afrita gögnin. 4. AFRITIÐ MEIRA EN MINNA. Ekkert er verra en að vanta skrár þegar nota þarf afritin. 5. BEITIÐ UPPSÖFNUNARAFRITUN (E. INCREMENTAL BACKUP). Þá eru ein- ungis afritaðar skrár sem hafa breyst eða bæst við. Afritunartími styttist en alltaf þarf að eiga upphafsafrit sem breytingar eru bornar saman við og bætt við þegar afritið er notað. 6. HALDIÐ NOKKRUM ÚTGÁFUM TIL HAGA. Gott er að eiga þrjú síðustu afritin og geyma eitt þeirra í öðru húsi. Afritun getur misfarist án þess að maður verði þess var. Þá er gott að eiga annað afrit, þótt það sé eldra. 7. SANNREYNIÐ AFRITIÐ. Flest afrit- unarforrit bjóða upp á sannreynslu (e. verify) afritunar, en þá er rennt yfir afritið og kannað hvort skrár hafi ekki örugglega afritast rétt.  GOTT AÐ HAFA VAÐIÐ FYRIR NEÐAN SIG - NETSTJÓRINN FJALLAR UM ÖRYGGISAFRIT(UN)

x

Tölvuheimur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.