Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 47

Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 47
Heildaröryggisafrit er öruggasta leiðin til að vernda öll gögnin og forritin á harða diskinum, en skrárnar sem þið þurfið að öryggisafrita oftast eru þær sem þið notið daglega. Sem betur fer tekur aðeins nokkrar mínútur að búa til flýtileiðir til að taka öryggisafrit af hverri skrá um leið og þið hættið að vinna í forritinu. Þið byrjið á því að ræsa Notepad eða annað textaforrit og sláið inn start /w (í Windows 9x og Me) eða start “” /w (í Windows 2000 og XP), og síðan bil og slóðina að forritinu sem skrárnar, sem þið viljið taka sjálfvirkt öryggisafrit af, eru unnar í. Til dæmis gæti fyrsta línan litið svona út ef þið eruð að taka öryggisafrit af Word- skjölunum ykkar í Windows 2000 eða XP start “” /w “c:\program files\ microsoft office\off- ice10\winword.exe” (slóðin getur að sjálfsögðu verið önnur). Ef slóðin að forritinu inniheldur bil eða möppuheiti sem eru lengri en átta stafir, eins og í dæminu hér á undan, verðið þið að muna eftir að setja slóðina innan gæsalappa en breyturnar í skipanalínunni fyrir utan gæsa- lappirnar. Styðjið nú á <Enter> og í næstu línu sláið þið inn xcopy /m /d /y og síðan bil og slóðina að skránum sem þið viljið taka öryggisafritið af og annað bil og síðan slóðina að því tæki og möppunni sem þið viljið vista öryggisafritin í – eins og t.d. á Zip-drifi, utanáliggjandi hörðum diski eða drifi á netkerfi. Eins og áður skuluð þið setja gæsalappir utan um slóðir sem eru með bilum í eða með möppuheitum sem eru lengri en átta stafir. Höldum nú áfram með dæmið okkar: Ef þið vistið Word-skjölin ykkar í My Documents möppunni gæti seinni línan litið út eitthvað í líkingu við þetta xcopy /m /d /y “My Documents /*.doc” “d:\backup\doc\” (munið að slóðirnar geta verið mismunandi). /m skipunin tryggir að einungis skjöl sem hafa merkt hafa verið til geymslu eru afrituð. (Það er algengt að forrit bæti þessari merkingu við skrár þegar þær eru vistaðar.) Skipunin fjarlægir síðan þessa merkingu af skránni sem þið tókuð öryggisafrit af þannig að hún verður ekki öryggisafrituð fyrr en næst þegar þið vistið hana. Sérstök varúðarráðstöfun er /d skipunin sem tryggir að einungis eru afritaðar nýrri skrár sem hafa sama heiti og skrár í möppunni sem afritað er yfir í. /y skipunin felur síðan spurn- ingaglugga sem spyrja hvort skrifa eigi yfir skrár meðan afritunin á sér stað. Veljið File>Save As og farið í möppuna þar sem þið viljið vista þessa runuskrá (e. batch file). Vistið hana til dæmis sem “wordafrit.bat” og gætið að því að setja gæsalappirnar til að Notepad bæti ekki sjálfgefna .txt viðskeyti sínu við. Því næst opnið þið Windows-vafrann og finnið .bat skrána sem þið voruð að vista. Hægrismellið á skrána og dragið hana úr Windows-vafraglugganum yfir í ræsihnapp- inn án þess að sleppa músarhnappinum. Eftir að ræsivallistinn birtist sleppið þið .bat skránni á viðeigandi undirvallista og veljið Create Shortcut(s) Here. Hægrismellið á nýju flýtileiðina og veljið Properties. Verið viss um að Program flipinn (Windows 9x eða Me) eða Shortcut flipinn (Windows 2000, XP) sé valinn. Í Run niðurfellistanum veljið þið Minimized (sjá MYND 1). Í Windows 9x og Me hakið þið við í Close on exit reitinn. Smellið síðan á OK. Héðan í frá þegar þið ræsið forritið með þessari flýtileið mun það opnast og bíða átekta meðan þið vinnið. Þegar þið hættið í forritinu tekur það öryggisafrit af skránum sem þið voruð að vinna í (eða þeim tegundum skráa sem þið skilgreinduð í runuskránni). En hvað ef þið eruð ekki vön að ræsa for- ritið í gegnum ræsivallistann heldur með því að tvísmella á skrána í Windows-vafranum eða velja hana í Documents vallistanum í ræsival- listanum? Það er ekki vandamál. Þið farið eins að og lýst var hér að ofan en bætið við bili og síðan %1 í lok fyrstu línunnar í runuskránni. Eftir að þið hafið vistað þá skrá hægrismellið þið á einhverja gagnaskrá forritsins (eða í Windows 9x, <Shift> og hægrismella) og veljið Open With eða Open With>Choose Program. Smellið á Browse eða Other og finnið síðan runuskráarflýtileiðina (í Windows 9x og www.heimur.is 47Ágúst Tölvuheimur 2003 Windows Skjótvirk öryggisafritun skráa S V O N A G E R U M V I Ð ENDURHEIMTIÐ „CHANGE PASSWORD“ GLUGGANN FELIÐ SKAÐLAUS SKRÁARVIÐSKEYTI ÁKVEÐIÐ SJÁLF GLUGGASTÆRÐINA ALLAR útgá fu r MYND 1: Keyrið runuskrár í bakgrunni með því að nota Minimized valkost við keyrsluna. Þið vitið kannski ekki af því, en það er innbyggð ókeypis jarðfræðikennsla í skjásvæfu Windows (bara í Windows 98 og Me). Hægrismellið á skjáborðið og veljið Properties og smellið á Screen Saver flipann. Í Screen Saver niðurfellislistanum veljið þið 3D Text og smellið síðan á Settings hnappinn. Veljið Text valmöguleikann efst í vinstra horninu og í texta- reitinn sláið þið inn volcano. Smellið á Ok og síðan annaðhvort á Preview eða OK og bíðið eftir að skjásvæfan birtist. Í stað þess að orðið volcano skoppi um skjáinn eru það nöfn eldfjalla um allan heim sem hreyfast um skjáinn ykkar. ÓKEYPIS ELDFJALLAFRÆÐI

x

Tölvuheimur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.