Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 48
Me) eða runuskrána sjálfa (í Windows 2000 og
XP). Veljið hana og smellið á Open. Ef þið eruð
viss um að þið viljið opna allar gagnaskrár með
þessum hætti, hakið þið við í Always use reitinn
og smellið á OK. Nú opnast skjalið í forritinu
og tekið er öryggisafrit af því þegar þið hættið í
forritinu.
HORFNI PASSWORD-GLUGGINN
Windows Me: Í greininni „Notið aðgangsorð
Windows svo ekki verði snuðrað í tölvunni“ í
nóvemberheftinu frá því í fyrra (á ensku á
find.pcworld.com/32765) útskýrði ég
hvernig ætti að láta Windows hætta að birta
gluggann sem biður um aðgangsorðið í hvert
sinn sem tölvan er notuð. Stutt upprifjun: Þið
opnið Network í Control Panel möppunni og
stillið síðan Primary Network Logon á
Windows Logon. Síðan opnið þið Passwords
möppuna í Control Panel notið Change
Windows Password hnappinn á Change
Password flipanum til að stilla nýja
aðgangsorðið þannig að þar sé ekkert, þ.e.
þið sláið ekkert inn í „New Password“ eða
„Confirm new password“ reitina.
Því miður lentu margir lesendur sem
höfðu samband við mig í því að þegar þeir tví-
smelltu á Passwords íkonið í Control Panel var
enginn Change Passwords flipi í Passwords
Properties svarglugganum – hvað hafði eigin-
lega orðið um þennan litla flipa? Þó svo að hvarf
flipans geti verið af völdum takmarkana sem
kerfisstjóri sem hefur verið að fikta í System
Policy Editor tólinu setur þá benti einn lesandi
á líklegri sökudólg. Ef þið eruð vön að styðja á
<Esc> eða smella á Cancel þegar Windows
Password glugginn birtist á skjánum þá keyrir
Windows upp sjálfkrafa stillingu sem leyfir
ykkur ekki að breyta aðgangsorðinu. Lausnin er
einföld þið þurfið einfaldlega að skrá ykkur út,
slá inn aðgangsorðið og skrá ykkur inn á venju-
legan hátt og fara síðan í Control Panel möpp-
una og opna Passwords Properties svarglugg-
ann. Þá mun horfni Change Password glugginn
birtast (sjá MYND 3).
ÁKVEÐIÐ HVAÐA SKRÁARVIÐSKEYTI
ERU FALIN
Allar útgáfur: Í greininni „Tekið til eftir
uppsetningu Windows-stýrikerfisins“ í síðasta
janúar/febrúarhefti (á ensku á find.pc-
world.com/32768) útskýrði ég hvernig hægt
væri að breyta Registry möppunni í Windows
þannig að þriggja stafa skráarviðskeyti ákveð-
inna gerða af skrám væru alltaf sýnileg.
Lesandi benti mér á að það er einnig hægt að
snúa þessu við, þ.e. að láta öll skráarviðskeyti
vera sýnileg en fela síðan nokkur sem eru
sífellt að þvælast fyrir ykkur (eins og t.d.
.stky viðskeytið sem ég bjó til, til þess að
búa til minnismiða á skjáinn, þið getið
lesið um það á ensku á find.pc-
world.com/32771). Til að fela tiltekna
tegund viðskeytis fylgið þið leið-
beiningunum í janúar/febrúarheftinu
(sem fela einnig í sér öryggisafritun á
Registry möppunni), smellið síðan á
Start>Run og sláið inn regedit til að
ræsa Registry Editor tólið. Finnið
síðan „greinina“ í Registry möppunni
sem samsvarar skráargerðinni sem er
með viðskeytið sem þið viljið fela – t.d.
HKEY_CLASSES_ROOT\stkyfile fyrir
.stky-skráarviðskeytið.
Athugið að í nýrri útgáfum Windows er
greinin (möppuíkon sem kallað er lykill á
Registry-máli) fyrir allar heimasmíðaðar
skráargerðir, eins og .stky dæmið sem ég lýsti
kölluð eitthvað í líkingu við ft000001 eða
ft000002. Ef þið veljið þetta möppuíkon
vinstra megin og sjáið „Sticky Note“ í Data
dálknum hægra megin fyrir „sjálfgefna íkonið“
vitið þið að þið hafið valið rétt íkon.
Til að koma í veg fyrir að þetta
skráarviðskeyti sé sýnilegt veljið þið möppu
þess í vinstri glugganum, hægrismellið síðan
einhvers staðar í hægri gluggann og veljið
New>String Value. Sláið inn NeverShowExt (í
einu orði) og styðjið á Enter. Í hægri glugg-
anum ætti nú að vera íkon sem heitir
NeverShowExt. Þegar hér er komið sögu getur
verið að þið þurfið að skrá ykkur út úr
Windows og inn aftur til að sjá árangurinn. En
héðan í frá ættu viðskeyti skráa af þessari gerð
ekki að vera sýnileg jafnvel þegar þið notið
View>Folder Options eða Tools>Folder Options
svargluggann (á View flipanum) til að gera
viðskeytin alltaf sýnileg.
www.heimur.is48 Ágúst Tölvuheimur 2003
S V O N A G E R U M V I Ð
V E R K F Æ R A K A S S I W I N D OW S
Sizer: Þegar stærðin skiptir máli
Stundum þarf stærðin á möppu- eða for-
ritaglugga að vera alveg nákvæmlega rétt.Til
dæmis getur verið að þið þurfið að vita
hvernig vefsíðan sem þið eruð að búa til líti út
í mismunandi skjástærðum. Eða kannski (líkt
og ég) viljið þið að glugginn sem er opinn fylli
út í allan skjáinn nema smárönd á einhverri
hliðinni til að skjáborðsíkonin hafi pláss til að
gægjast undan glugganum. Þið getið hætt að
draga titilstikur og gluggarendur hingað og
þangað til að fá rétta stærð og staðsetningu
fyrir hvern glugga. Halið niður Sizer, ókeypis
tóli frá Brian Apps. Þið hægrismellið ein-
faldlega á Sizer íkonið í kerfisbakkanum og
veljið Configure Sizer til að bæta við ykkar
eigin gluggastærðum og staðsetningum. Eftir
það, þegar Sizer er í gangi þurfið þið einungis
að hægrismella á brúnina á glugga og velja
einhverja af ykkar sérsniðnu skipunum til að
glugginn fari á sinn stað (í réttri stærð). Farið
á find.pcworld.com/32774 til að ná ykkur
í eintak af Sizer.
MYND 2: Heiti eldfjalla skoppa um skjáinn
þegar þið notið skjásvæfuna með
þrívíddartextanum
MYND 3: Skráið ykkur inn með aðgangsorðinu
ykkar til að sjá Change Passwords flipann í
Password Properties glugganum.