Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 52

Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 52
þ.m.t. móðurborðið, viðbótarkort, geisladrif, og harðir diskar. Í upplýsingunum sem fylgdu með tölvunni ætti að vera hægt að finna eitthvað af þessum tölum, en á MYND 2 er að finna dæmi- gerða orkunotkun í vöttum fyrir algenga tölvu- íhluti. Þegar þið eruð búin að reikna út heildar- vattafjöldann fyrir tölvuna ykkar, bætið þið við öryggisstuðli upp á 30% við töluna – margfaldið vattatöluna sem þið reiknuðuð út með 1,3. Þið skuluð vera viss um að UPS-tækið sem þið kaupið ráði við að sjá tölvunni fyrir þessum vattafjölda í a.m.k. 6 til 7 mínútur. Fyrst þið eruð farin að reikna út vöttin skuluð þið fullvissa ykkur um að aflgjafi tölvunnar sé fær um að veita tölvunni nógu mörg vött. Ef þið eruð heppin þá eru vöttin tilgreind aftan á tölvunni. Ef svo er ekki skuluð þið opna tölvukassann og líta á aflgjafann sjálfan. (sjá MYND 3). Athugið að oft eru hámarksvöttin tilgreind í heiti aflgjafans, eins og t.d. Turbo- Cool 510 ATX-PFC frá PC Power and Cooling sem sýndur er á myndinni, en hámarksvatta- fjöldi hans er sem sagt 510. Ekki er víst að aflgjafi sem er undir of miklu álagi geti veitt nógu miklum straumi í íhluti tölvunnar og það getur leitt til villumeldinga, skringilegrar hegðunar eða jafnvel að tölvan slökkvi á sér. Í stað þessara augljósu merkja um að eitthvað sé að kann að vera að aflgjafi sem er undir of miklu álagi gefi frá sér hita inn í tölvuna og flýti þannig fyrir því að tölvan og íhlutirnir gefi sig langt fyrir aldur fram. Ef þið hafið grun um að aflgjafinn sé að fara að gefa upp önd- ina skuluð þið skipta honum út. Heimasíða PC Power and Cooling (www.pcpowerandcooling.com) er góður staður til að finna góða aflgjafa. Hér eru nokkur einkenni þess að eitthvað sé að aflgjafanum: Tölvan er alveg dauð: Þið ýtið á ræsihnappinn og ekkert gerist - ekkert hljóð í viftunni, harða diskinum og engin mynd á skjánum. Ef tölvan er í sambandi og innstungan er í lagi þá er kominn tími til að fá sér nýjan aflgjafa. Ekkert hljóð í viftunni: Ef viftan á afl- gjafanum stöðvast skuluð þið athuga hvort það er eitthvað sem er í vegi hennar eins og ryk eða einhver pappír. Ef hún fer ekki í gang skuluð þið skipta strax um aflgjafann. Reykjarlykt: Ef brunalykt berst frá tölvunni eru góðar líkur á því að það sé aflgjafinn. Opnið kassann og þefið ykkur áfram þar til þið hafið fundið upptökin. Ef ekki er augljóst hvað veldur brunalyktinni skuluð þið slökkva á tölvunni, bíða í nokkrar mínútur og endurræsa síðan. Hávaði í harða diskinum en engin skjámynd: Ef þetta gerist þegar tölvan er ekki í einhvers konar dvalarstillingu, kann að vera að harði diskurinn fái rafmagn en ekki móðurborðið. Þið skuluð skoða inn í kassann til að athuga hvort rafmagnssnúran sé tengd í móðurborðið. Ef svo er ekki getur verið að þið þurfið á nýjum aflgjafa að halda – eða nýju móðurborði. SKIPTIR LITURINN MÁLI? Lesandi hafði samband og sagðist hafa keypt sér nýtt CD-RW geisladrif og komist að því að CD- ROM drifið sem fyrir var gæti ekki lesið suma CD-R diskana og engan CD-RW disk sem hann hefði brennt (það virðist geta lesið gull- og svart- litaða CD-R diska en ekki silfurlitaða.) Hann vildi fá að vita hvort hægt væri að stilla vél- eða hugbúnað á einhvern hátt til að bæta úr þessu. Vandamálið tengist ekki neinum stillingum. Þetta stafar af því hvernig CD-R og CD-RW diskar eru hannaðir. CD-RW diskar endurkasta einungis broti af því ljósi sem venjulegir CD-ROM eða CD-R diskar endurkasta og nánast engin nema nýjustu CD-ROM geisladrifin búa yfir nægilegri nákvæmni til að lesa slíka diska. Það eru góðar líkur á því að CD-ROM drifið sem er í tölvu lesandans sé ekki fært um þetta. Þannig er því miður einnig háttað með CD-ROM drif margra notenda að þið skuluð ekki treysta á að nota CD-RW diska til að dreifa gögnum til annarra nema þeir séu einnig með CD-RW drif. CD-R diskar eru auðlæsilegri heldur en CD- RW diskar og mörg CD-ROM drif geta auðveldlega lesið þá. Þó ekki alltaf. CD-R diskar eru enn miklu viðkvæmari enn CD- ROM diskar. Óvarleg meðhöndlun og of mikill hiti eða sólarljós geta gert CD-R disk ónothæfan hvort sem hann er tómur eða fullur af gögnum. Sum CD-ROM drif virka betur með ákveðnum tegundum CD-R diska. Það var þannig að diskar sem voru með gull- húðuðum endurskinsfleti (en ekki endilega gulllituðum) voru betri heldur en diskar sem voru húðaðir með annars konar endurskinsfleti, en það er ekki lengur þannig. Það er ekkert öruggt lengur í þeim efnum að vita hvaða tegund af CD-R diskum muni virka með tilteknu CD-ROM drifi. Vanalega eru færri vandamál sem koma upp við að lesa diska sem búið er að brenna þegar notað er CD-ROM drif frá Plextor eða Hitachi en þau fyrirtæki framleiða bestu drifin. Þið skuluð athuga hvort framleiðandi drifsins mælir með einhverri tiltekinni tegund af diskum. Þegar upp er staðið, þá lærir maður mest með því að prófa sig áfram hvaða diskar henta drifinu sem maður er með, þannig að það er ekki ráðlegt að kaupa mikið magn af diskum af ákveðinni tegund áður en maður hefur athugað hvort sú tegund virkar. www.heimur.is52 Ágúst Tölvuheimur 2003 MYND 3: Hámarksvött aflgjafans eru tilgreind á merkimiðanum MYND 2: Notið þessar tölur til að reikna út orkuþörf tölvunnar Back-UPS ES 350VA American Power Conversion www.apc.com Dæmigerð orkunotkunÍHLUTUR ORKUBÓKHALD Örgjörvi Celeron Pentium II, III Pentium 4 AMD Athlon Móðurborð 128MB af vinnsluminni IDE harður diskur SCSI harður diskur Disklingadrif Geisladrif Zip-drif Skjákort tvívíddar (2D) þrívíddar (3D) 16MB VRAM Hljóðkort Viðbótar PCI-kort 15–20 20–30 40–60 40–50 20–30 10–15 5–15 20–35 5 15–25 10 5–10 20–30 7 5  S V O N A G E R U M V I Ð

x

Tölvuheimur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.