Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 54

Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 54
www.heimur.is54 Ágúst Tölvuheimur 2003 Matrix kvikmyndirnar eru ansi vel heppnaðar og vinsælar eftir því. Efniviðurinn er jafn- framt einkar vel til þess fallinn að búa til stórgóðan tölvuleik. En því miður hefur það ekki enn tekist og sorglegt hversu illa er farið með efniviðinn í tölvuleiknum Enter The Matrix. Ekki er gott að segja hvað verður leiknum að falli enda eru það yfirleitt margir samverk- andi þættir sem draga tölvuleik niður í meðalmoðið. Kannski spilar eftirvæntingin eftir því sem maður hélt að yrði frábær leikur byggður á frábærri kvikmynd þar einnig nokkra rullu. Eða þá sú staðreynd að leikurinn virðist vera einhvers konar verri útgáfa af hinum ársgamla Max Payne tölvuleik. Hverju sem um er að kenna verður að segjast að Enter the Matrix er frekar slappur tölvuleikur. GOTT BARDAGAKERFI Sagan í leiknum er ekki byggð á kvikmyndunum heldur er persónunum Niobe og Ghost fylgt eftir í verkefnum sem hjálpa eiga aðalliðinu, Neo, Morpheusi og Trinity. Þannig er eiginlega engin söguþráður í leiknum heldur er hann samansafn verkefna sem leikmaðurinn þarf að leysa af hendi. Það er alltaf slæmt þegar framleiðendur tölvuleikja nenna ekki að berja saman söguþræði og spurningin um hvað fleira þeir nenntu ekki að gera hlýtur að vakna. Eitt af skemmtilegri atriðunum í leiknum er bardagakerfið. Ef leikmaðurinn hefur nægan kraft getur hann komið sér í eins konar trans þar sem allt gerist hægt og þá unnt að forðast byssukúlur og berja á óvinunum. Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni og var bæði notað í Max Payne og Jedi Outcast, en er samt enn mjög skemmtilegt. Sjónarhorn leikmannsins á atburða- rás leiksins ná engu að síður næstum að útmá þessa einu vonarglætu í leiknum, en þau eru í einu orði sagt hræðileg. Ótrúlegt en satt, miðað við að leikurinn er byggður á kvikmynd sem braut blöð í „kameruvinnslu.“ HLJÓÐIÐ BESTI HLUTINN Grafíkin í Enter the Matrix er frekar dauf. Minna fer fyrir litum en í kvikmyndunum og er þá mikið sagt. Áferðin á hlutum og umhverfi er einnig ekki vel gerð. Persónur leiksins eru samt vel teiknaðar. Hreyfingar þeirra eru hins vegar frekar stífar og tilgerðarlegar. Borðin eru tiltölu- lega illa hönnuð og ótrúlega mikið af tómum herbergjum sem virðast ekki þjóna neinum tilgangi öðrum en að vera til staðar. Til að bæta gráu ofan á svart hikstar svo leikurinn eins og gömul fyllibytta. Þrívíddarvélin er ótrúlega slöpp, ekki síst þegar tekið er með í reikninginn hversu lítið hún þarf í raun að teikna. Hljóðið er það besta við Enter the Matrix, brellur eru góðar og vel unnar og talsetning ágæt. Tónlistin hentar efninu vel, köld og endurtekningasöm. Það er allt of greinilegt að framleiðendur Enter the Matrix hafa verið að flýta sér við að klára leikinn. Það virðist færast í aukana að framleiðendur leikja slái til hendinni við gerð þeirra til að ná leikjunum út á tilætluðum tíma. Þó að seinkanir séu pirrandi eru þær þó hátíð miðað við hálfkaraða tölvuleiki. Það er varla hægt að mæla með því við nokkurn mann að eyða peningunum sínum í Enter the Matrix. Helst er að gallharðir aðdáendur myndanna fái hér eitthvað fyrir sinn snúð. T Ö LV U L E I K I R ENTER THE MATRIX Eftirvæntingin sligar leikinn GRAFÍK 3.0 Illa unnið umhverfi og grafík dauf. Helst að persónur séu vel teikn- aðar. HLJÓÐ 4.0 Kannski það skásta við leikinn (alltaf slæmt ef hljóðið er það besta við tölvuleik). TÆKNI 2.5 Agalega veikburða þrívíddarvél sem ræður ekki við minnsta áreiti. LEIKHÆFNI 3.0 Það bætir við leikhæfnina og end- ingu leiksins að hægt er að spila í gervi tveggja persóna. 

x

Tölvuheimur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.