Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 58

Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 58
www.heimur.is58 Ágúst Tölvuheimur 2003 Íslenska fyrirtækið Sideline Sports hefur náð miklum árangri á erlendri grund í sölu hugbúnaðar sem ætlaður er þjálfurum í hópíþróttum. Brynjar Karl Sigurðsson, annar aðaleigenda og þróunar- stjóri fyrirtækisins, segir gengi fyrirtækisins ævin- týri líkast. „Það er varla að maður trúi þessu, fyrir- tækið hefur hreinlega sprungið út,“ segir hann. Brynjar Karl var yfirþjálfari yngri flokka í körfubolta á Akranesi en hefur nú algjörlega helg- að sig vinnu við Sideline Sports. Hann er nú með aðsetur í Bandaríkjunum en fyrirtækið setti upp söluskrif- stofu þar um áramótin síðustu. Brynjar segir hugbúnað Sideline Sports hafa vaxið upp frá hugmynd sem hann fékk til að gera sér vinnuna sem þjálf- ari auðveldari. Núna er í boði á vefsíðu fyrir- tækisins búnaður fyrir þjálfara í amerískum fót- bolta, körfubolta og fótbolta eins og við þekkjum hann. Þá hefur fyrirtækið verið að selja og þróa búnað fyrir aðrar íþróttagreinar svo sem blak, tenn- is, hafnarbolta og fleiri íþróttir. Brynjar segir að fjöldi starfsmanna hlaupi nú á tugum beggja vegna Atlantshafsins, en í raun hafi starfsemin að mestu verið flutt til útlanda. „Við lokuðum skrifstofunni heima fyrir nokkrum mánuðum, enda svo sem ekkert eftir að gera þar.“ Á Brynjari var að skilja að heimamarkaðurinn hafi verið orðinn allt að því mettur með um 350 hugbúnaðarpakka selda. „Þetta gerðist allt miklu hraðar en við bjuggumst við.“ Búnaður Sideline Sports er í raun tvíþættur, annars vegar er grunnforritið Organizer, sem selt er á tæpar 100 þúsund krónur og svo Analyser, eða vídeógreinir, sem er helmingi dýrari. „Svo erum við búnir að búa til Network-útgáfu af til dæmis Organizernum sem er seld á verðbilinu ein til ein og hálf milljón króna.“ BANDARÍKJAMARKAÐUR HEILLAÐI Fyrstu skrefin við gerð hugbúnaðarins voru tekin á árinu 2000. „En sjálf hugmyndin að búnaðinum er orðin fimm ára gömul og jafnvel eldri,“ segir Brynjar Karl. „Við erum tveir sem eigum stærsta hlutinn í fyrirtækinu, ég og Guðbrandur Þorkels- son, sem er yfir allri forritunarvinnu og svo fleiri smærri hluthafar.“ Hann segir þróunina hafa verið mjög öra hjá fyrirtækinu og í raun ekki fyrr en í janúar sl. sem farið var að hrinda í framkvæmd markaðsplani í einhverri mynd. Brynjar Karl segir að hér á landi hafi þjálfara- búnaðinum verið afar vel tekið og þeir félagar í góðu sambandi við þá sem nota hugbúnaðinn. Með það í farteskinu hafi þeir s v o byrjað að þreifa fyrir sér með útflutning á búnað- inum, fyrst í Bretlandi og svo í Bandaríkjunum. „Við byrjuðum í Bretlandi og seldum strax inn í bresku úrvalsdeild- ina,“ sagði hann, en bætti við að hugurinn hafi jafnframt leitað fljótlega vestur um haf vegna þeirra möguleika sem fælust í risastórum Bandaríkja- markaði. „Svo þekki ég vel til hér í Bandaríkjunum þar sem ég var sjálfur að spila á framhalds- og mið- skólastigi í College og High-school. Þess vegna kitlaði það mig að reyna fyrir mér hér.“ TRÚIR VARLA VELGENGNINNI Brynjar segir að viðtökurnar hafi verið slíkar að þegar hann var búinn að vera við sölu í mánuð sl. sumar hafi legið beint við að opna söluskrifstofu í Bandaríkjunum. „Ég fór út svona til að sanna hugmyndina að baki búnaðinum, en seldi óvænt strax búnað inn í nokkur mjög stór háskólalið og inn í NBA lið líka,“ sagði hann. Árangurinn verður að teljast mjög góður því erfitt getur verið að sanna sig með nýjan hugbúnað til slíkra aðila án þess að geta bent á dæmi um notkun hans. „Þetta gaf okkur byr undir báða vængi og svo heldur þetta bara áfram að vaxa og vaxa. Við erum komnir með markaðsfyrirtæki sem er að taka þetta að sér og það á að reyna að sprengja markaðinn.“ Aðspurður um hvort stefni í að þeir félagar verði margmilljónamæringar á sölu búnaðarins segir Brynar Karl: „Ég ætla bara rétt að vona það. In it to win it, eins og kaninn segir,“ segir Brynjar og á honum að heyra að hann trúi vart velgengni fyrir- tækisins sjálfur. NOTENDUR HÆSTÁNÆGÐIR Sideline Sports búnaðinum hefur verið afar vel tekið af notendum, og hefur Brynjar Karl eftir þeim sem til þekkja að menn muni hreinlega ekki eftir annarri eins notendaánægju. „Síðast í gær fékk ég símtal frá gaur í Atlanta þar sem ég hafði haldið fyrirlestur. Hann hafði ekki trúað því að búnaðurinn gæti hjálpað svona til við daglega æfingaáætlun en hringdi svo til að segja að bún- aðurinn hafi virkað jafnvel betur en lofað hafði verið. Þetta er bara alveg magnað,“ sagði hann. Brynjar segist vera að draga sig út úr sölustarf- inu með aðkomu markaðsfyrirtækisins að rekstr- inum og ætlar að einbeita sér frekar að þróun og kynningu. Hann hefur ferðast á milli ráðstefna um þjálfun og fyrir atvinnuþjálfara þar sem hann hefur verið með erindi. „Það er líka hlutur sem við hefðum aldrei trúað. Ég stóð um daginn, íslenskur yngriflokkaþjálfarinn, fyrir framan 150 „junior college“ þjálfara að predika yfir þeim hvernig þeir ættu að ná árangri með því að skipuleggja sig. Daginn eftir tók ég svo námskeið fyrir þjálfara í amerískum fótbolta. Þar eru nálægt því 11 þjálfarar í hverju liði og hlutirnir af allt öðrum stærðargráðum en við þekkjum heima.“ Óli Kristján Ármannsson V A X T A R B R O D D A R Brynjar karl Sigurðsson var yfirþjálfari yngri flokka í körfubolta á Akranesi. Nafn fyrirtækis: Sideline Sports Stofnár: 2001 Símanúmer: + 44 7971 164 408 (Evrópa) og + 1 877 777 1819 eða + 1 205 969 5766 (BNA) Vefslóð: www.sidelinesports.com Netfang: info@sidelinesports.com  SPROTAFYRIRTÆKIÐ SIDELINE SPORTS: Árangur fram út björtustu vonum F í t o n

x

Tölvuheimur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.