Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Side 5
Dr. Gylfi Þ. Gíslason
viðskiptamálaráðherra
RÆÐ A
víðskiptamálaráðlierra
dr. Gylfa I*. Gíslasonar á aðalíundi
Kaupmannasamtaka íslands 11. júní 1964
Mér er ánægja að verða við tilmælum for-
manns Kaupmannasamtakanna um að segja
nokkur orð við þetta tækifæri. Ég geri ráð fyrir
því, að þess sé vænzt fyrst og fremst, að ég láti
1 Ijós skoðanir mínar á viðhorfinu í íslenzkum
efnahagsmálum nú, eftir að hið víðtæka sam-
komulag um launamál heiur náðst milli laun-
þegasamtaka, atvinnurekendasamtaka og ríkis-
valds. Þetta skal ég reyna.
Hugsandi menn getur varla greint á um, að
það, sem fyrst og fremst hefur verið ábótavant
í íslenzku efnahagslífi síðan á styrjaldarárunum,
er, að sífelldar víxlhækkanir kaupgjalds og verð-
lags hafa átt sér stað, og verðlags- og kaupgjalds-
bækkanir af þeim sökum orðið svo miklar hér
á landi, að hvað eftir annað hefur þurft að gera
beinar eða óbeinar breytingar á gengi íslenzku
ki'ónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri, auk þess
sem verðgildi krónunnar innanlands hefur að
sjálfsögðu farið síminnkandi. Af þessu hefur ekki
aðeins leitt, að verðlag hér innanlands hefur
losnað úr tengslum við verðlag í viðskiptalönd-
um, en það síðan á hinn bóginn kallað á alls
konar höft og hömlur í utanríkisverzlun og gjald-
eyrisviðskiptum. Þetta hefur einnig haft í för
með sér margs konar misræmi í verðlagi innan-
lands. En hvort tveggja hefur þetta valdið því,
allt aðrar framkvæmdir og allt önnur við-
skipti liafa virzt hagkvæm frá sjónarmiði ein-
staklinga en þau, sem voru raunverulega hag-
kvæm frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar. Fjár-
iestingin hefur beinzt inn á rangar brautir. Utan-
Fyrirtæki og jalnvel atvinnugreinar, sem a. m. k.
attu ekki meiri rétt á sér en önnur fyrirtæki eða
VERZLUNARTÍÐINDIN
aðrar atvinnugreinar, ef miðað er við þjóðar-
heildina, hafa hlotið stuðning af rangri gengis-
skráningu, sem um nokkurt skeið a. m. k. var
ávallt afleiðing þessarar þróunar, og haftanna,
sem hlutu að vera skilgetið afkvæmi hennar.
Mikið hefur verið um það deilt, hver sé frum-
orsök þessarar þróunar, sem allir virðast hins
vegar hafa verið sammála um að telja óæskilega.
Hefur ýmist verið talið, að verðlagshækkanirnar
væru eingöngu afleiðing kauphækkananna eða
kauphækkanirnar eingöngu afleiðing verðlags-
hækkananna. Ég skal ekki ræða það nánar á
þessum vettvangi. Hér skal ég láta við það eitt
sitja að benda á, að þessar stöðugu víxlhækkanir
hafa verið höfuðmeinsemdir efnahagslífsins síð-
an á styrjaldarárunum, af því að þær hafa leitt
til rangrar gengisskráningar, hafta og verðlags-
eftirlits í nokkurn tírna, en síðan til beinnar og
óbeinnar gengisbreytingar með vissu millibili,
þegar í ljós hefur komið, að höftin og eftirlitið
réðu ekki við vandamálin.
En nú kann einhver að spyrja, hvort þetta
komi í raun og veru svo mikið að sök, ef nauð-
synlegar leiðréttingar séu gerðar öðru hverju,
eins og hér hefur í raun og veru átt sér stað.
Þá er komið að aðalatriði þess, sem ég vildi
undirstrika við upphaf máls míns, en það er, að
meginástæða þess, að slík þróun sem sú, er hér
hefur átt sér stað frá því á styrjaldarárunum, er
stórskaðleg, þótt nauðsynlegar leiðréttingar séu
gerðar alltaf öðru hvoru, er sú, að hjá því getur
ekki farið, að vöxtur þjóðarframleiðslunnar eða
hagvöxturinn, sem við oft nefnum svo, hlýtur
að verða mun minni undir slíkum kringumstæð-
um, en ef þróunin væri sú, að verðlag innan-
37