Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Síða 6
lands væri nokkurn veginn stöðugt og gengi er-
lends gjaldeyris fast, þegar yíir lengri tíma er
litið, og almennar kauphækkanir ekki meiri en
svarar til framleiðniaukningarinnar í þjóðarbú-
skapnum. Reynsla margra þjóða sýnir, að undir
slíkum kringumstæðum verður hagvöxturinn
mun örari en þegar þróunin er sú, að verðlag
og kaupgjald er alltaf öðru hverju að hækka mun
meir en svarar raunverulegri aukningu þjóðar-
framleiðslunnar, gengi er breytt, beint eða óbeint,
alltaf öðru hvoru og alls konar höft eru á við-
skiptum og fjárfestingu og alls konar eftirlit með
verðlagi. Því miður mun það svo, að sé litið á
allt tímabilið frá stríðslokum sem heild, þá mun
árlegur vöxtur þjóðarframleiðslunnar hér vera
nokkru minni en hann hefur orðið í nálægum
löndum í Vestur-Evrópu. Eg er ekki í vala um,
að megin-skýring þessarar staðreyndar er sú, að
við hér á landi urðum heilum áratug á eftir ná-
grönnum okkar í Vestur-Evrópu að losa okkur
við haftakerfi styrjaldaráranna. Höfuðástæða
þess, að lífskjör hér eru þó sambærileg við það,
sem á sér stað í nálægum löndum í Vestur-Evrópu,
er hins vegar sú, að í styrjaldarlokin voru lífs-
kjör hér miklu betri en þau gerðust í Vestur-
Evrópu, sem þá var í rústum heimsstyrjaldarinn-
ar. Hér á landi Iiöfðu sérstakar aðstæður hins
vegar valdið Joví, að lífskjör þjóðarinnar bötnuðu
mjög á heimsstyrjaldarárunum, en þau voru
mjög bágborin fyrir heimsstyrjöldina vegna af-
leiðinga heimskreppunnar miklu og missis mikil-
vægra markaða, fyrst og fremst Spánarmarkaðs-
ins, á áratugnum milli 1930 og ’40. Við íslending-
ar komumst því mjög fram úr nágrannaþjóðum
okkar hvað lífskjör snertir á styrjaldarárunum.
Á árunum eftir styrjöldina höfum við hins vegar
dregizt nokkuð aftur úr þeim, að því er vöxt
árlegrar þjóðarframleiðslu snertir, þó að raun-
veruleg lífskjör séu hins vegar enn áreiðanlega
mjög svipuð því, sem þar gerist yfirleitt. En hitt
er annað mál, að ekki mátti lengur dragast en
orðið var að gera þær ráðstafanir, sem nauðsyn-
legar voru til þess að auka hagvöxtinn. Það var
einmitt megintilgangur þeirrar stefnu í efnahags-
málum, sem núverandi stjórnarflokkar beittu sér
fyrir 1960. Stefnan var í raun og veru hin sama
og svo að segja allar ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu
höfðu fylgt, þegar beinu endurreisnarstarfi lauk,
eftir endalok heimsstyrjaldarinnar. Árangur slíkr-
ar stefnubreytingar kemur ekki í ljós á einu eða
tveimur árum, á hliðstæðan liátt og skaðsemi
rangrar gengisskráningar og hafta kemur ekki
heldur í ljós á einu eða tveimur árum.
Tímabilið frá styrjaldarlokum til 1960 ein-
kenndist af rangri gengisskráningu og höftum
á flestum sviðum atvinnu- og viðskiptalífsins.
Það verður auðvitað aldrei sannað, að hagvöxtur-
inn á íslandi hefði getað orðið hraðaði, ef hér
hefði verið rétt gengisskráning og frjálsari við-
skipti á þessu tímabili. En reynsla annarra þjóða
bendir þó ótvírætt í þá átt. A. m. k. væri það
undarleg tilviljun ef allar ríkisstjórnir í Vestur-
Evrópu, hvort sem þær eru kenndar við svo
nefnd hægri öfl eða vinstri öfl í stjórnmálum,
hefðu kosið að leggja áherzlu á rétta gengisskrán-
ingu, lrjálsræði í viðskiptum og baráttu gegn
verðbólgu, ef þær teldu ekki rétt, bæði frá fræði-
legu sjónarmiði og með hliðsjón af reynslu sinni,
að hagvöxturinn yrði örari með þessu móti og þá
um leið lífskjarabót almennings meiri. Sú stefna,
sem tekin var upp 1960 og er í raun og veru í
grundvallaratriðum gerólík þeirri stefnu, sem
hér á landi hefur verið fylgt í elnahagsmálum,
ekki aðeins frá stríðslokum, heldur í raun og
veru allar götur frá því í heimskreppunni miklu
eftir 1930, verður ekki dæmd út frá reynslu fárra
ára, heldur verður að framkvæma hana í einn til
tvo áratugi til þess að fullur árangur hennar geti
komið í ljós.
Ég álít, að það sé fyrst og fremst í ljósi þess-
arar staðreyndar, sem samkomulagið um launa-
rnálin nú í þessum mánuði sé mikilvægt. Það
hafði tekizt að koma á réttri gengisskráningu. Það
hafði tekizt að stórauka frjálsræði í utanríkisvið-
skiptum og að því er snertir framkvæmdir innan-
lands. Það hafði tekizt að stórbæta greiðslujöfn-
uðinn gagnvart útlöndum og koma upp gildurn
gjaldeyrisvarasjóði. Það hafði tekizt að leggja
grundvöll að stórauknum sparnaði í landinu.
Það hafði tekizt að tryggja áframhaldandi bót
lífskjara alls almennings samfara miklum um-
bótum í félagsmálum og menningarmálum. En
það hafði því miður ekki tekizt að stöðva víxl-
hækkunarkapphlaupið milli kaupgjalds og verð-
lags. Ef það héldi áfram, væri þeim jákvæða ár-
angri, sem náðst hafði á öllum hinum sviðunum
stefnt í beinan voða. Hækkun kaupgjalds og verð-
lags og þar með framleiðslukostnaður var í raun
og veru orðin svo mikil að, gengi krónunnar var
í beinni hættu. Eftir að greiðslujöfnuðurinn
hafði verið hagstæður um 580 millj. kr. samtals
á árunum 1961—62 varð hann óhagstæður um
250 millj. í fyrra og verður eflaust enn óhagstæð-
ur í ár vegna þess hve mjög neyzla og fjárfesting
hefur aukizt, m. a. í kjölfar launa- og verðhækk-
ananna á síðastliðnu ári. En meginþýðing sam-
komulagsins er einmitt fólgin í því, að allir aðil-
ar þess virðast viðurkenna, að víxlhækkanir verð-
lags og kaupgjalds verði að stöðva. Samið hefur
verið um, að ekki verði breytingar á almennu
grunnkaupi næstu 12 mánuði. Útflutningsfram-
leiðslan og annar atvinnurekstur í landinu hefur
VERZLUNARTÍÐINDIN
38