Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Síða 8

Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Síða 8
halda heildarfjárfestingunni innan þeirra marka, sem samrýmast greiðslujcifnuði í utanríkisvið- skiptunum á næstu árum samtímis því, að kaup- máttur launþega á nú að haldast óbreyttur, en verður að sjálísögðu að vaxa á næstu árum í réttu hlutfalli við aukna framleiðni þjóðarbúsins. Einmitt í sambandi við þetta atriði og í fram- haldi af miklum umræðum, sem fram hafa farið um útfán bankakerfisins á undanförnum árum, tel ég rétt að skýra hér frá nokkrum atriðum, sem lúta að skiptingu lánsfjár bankanna á atvinnu- vegi. Um s.l. áramót námu heildarútlán banka og sparisjóða, sem skýrslur um lánaflokkun ná til, 5494 millj. kr. Af þessari fjárhæð voru Í246 millj. kr. bundnar í verzlun, einkaverzlun og sam- vinnuverzlun. y\uk þessa námu stuttar vörukaupa- skuldir verzlunarinnar og annarra aðila erfendis 491 miilj. kr. um s.i. áramót. Það er að sjálf- sögðu jafnan mjög erfitt að dæma um það, hvort heildarlánsfénu sé skipt milli höfuð-atvinnu- greina eins og hagkvæmast væri frá þjóðhagslegu sjónarmiði, jafnvel fyrir þá, sem hafa lieildar- yfirsýn yfir ráðstöfun lánsfjárins, hvað þá fyrir hina, sem geta aðeins dæmt um málið út frá tak- mörkuðum sjónarhói. Þó hygg ég að segja megi með fullum sanni, að engin ástæða sé til að van- treysta stjórnendum íslenzkra banka hvað það snertir, að þeir skipti ekki því sparifé, sem þeim er fengið til ráðstöfunar í þágu atvinnuveganna, út frá þeim sjónarmiðum, sem jteir telja skyn- samlegust og bezt í samræmi við þjóðathag. Yms- ii hafa fundið að því, að lán til verzlunar hafi aukizt mjög á undanförnum árum. í ársbyrjun f960 námu þau 650 millj. kr., í ársbyrjun 1962 869 millj. kr. og eins og ég sagði áðan 1246 millj. kr. í byrjun þessa árs. Hér er um mikla aukn- ingu að ræða og hlutfallslega meiri en á útlána- aukningu til ýmissa annarra atvinnugreina, en þess ber jrá að geta, að í kjölfar batnandi lífs- kjara og frjálsari viðskiptahátta hefur siglt mikit aukning verzlunar og viðskipta. Þessi aukning verzlunar og viðskipta er einmitt eitt form batn- andi lífskjara. Hlutfallslega mikil aukning út- lána til verzlunar hefur því verið eðlileg og rétt- iætanleg. Einnig er þess að geta, að mikill hluti útlána til verzlunar er óbeint lán til annarra atvinnuvega, sem verzlunin þjónar. Hitt er svo annað mál, að verzlunarstéttin hefði eflaust kos- ið, að hún væri enn meiri. En aukning sparifjár- myndunarinnar hlýtur þó að setja hér ákveðin takmörk. Meira fé verður ekki lánað út en sparn- aðinum nemur. í þessu sambandi vildi ég þó minnast á verkefni, sem óleyst er í þessu sam- bandi. Gagnlegt væri að koma á fót stofnlána- deild, sem veitti verzlunarfyrirtækjum stofnlán, líkt og nú á sér stað varðandi liina þrjá höfuð- 40 atvinnuvegi landsmanna, sjávarútveg, iðnað og landbúnað. Um þetta ætti verzlunarstéttin sjálf að hafa forustu, en ætti þá að geta vænzt stuðn- ings frá hinu opinbera, með líkum hætti og stofn- lánadeildir hinna atvinnuveganna hafa verið studdar. Þá skal ég fara nokkrum orðum um viðhorfið í innflutningsmálunum. Óskir hafa komið fram um að gera enn nokkrar breytingar á frílistanum svo nefnda, og eru þær í athugun í viðskiptamála- ráðuneytinu. Samkvæmt síðustu tölum, sem til eru, er 70% heildarinnflutningsins á frílista. Inn- flutningur samkvæmt glóbalkvótum nemur 10% heildarinnflutningsins. Innflutningur frá Austur- Evrópulöndum nemur 18% heildarinnflutnings- ins. Nokkuð hefur verið rætt um það undanfarið, hvort leita ætti fastar eftir því, að viðskiptin við Austur-Evrópulöndin verði í auknum mæli á frjálsgjaldeyrisgrundvelli. Er enginn efi á því, að það myndi færa verðlagið í þessum viðskipt- um nær heimsmarkaðsverði. Hins vegar óttast ýmsir, að slíkt myndi stofna útflutningsmörkuð- um okkar í þessum löndum í nokkra hættu, þar eð Austur-Evrópulöndin yrði ekki fáanleg til þess að halda viðskiptunum í þeim mæli, sem nú á sér stað, nema því aðeins, að jiau séu áfram gerð á tvíhliða grundvelli. Er þetta mál allt til áfram- haldandi athugunar hjá stjórnarvöldum. Að síðustu skal ég fara nokkrum orðum um verðlagsmálin. Ég geri mér ljóst, að hér eins og í öðrum nálægum löndum, muni verðlagseftirlit í því förmi, sem því hefur verið beitt hér undan- farna áratugi, efiaust smám saman verða afnum- ið. Hins vegar tel ég mikilvægt að allir geri sér þess grein, hvers vegna við höfum hér haldið verðlagseftirliti lengur en nokkur önnur nálæg þjóð. Það stendur í beinu sambandi við hið óeðli- lega ástand, sem hér hefur ríkt í verðlags- og kaupgjaldsmálum, lengur en hjá nokkurri ann- arri nálægri þjóð. Verðlagseftirlitið, í því formi, sem það hefur verið hér, hefur verið óhjákvæmi- legur fylgifiskur hins óstöðuga verðlags, sem fylgt hefur í kjölfar síbreytilegs kaupgjalds. Þegar gíf- urlegar breytingar hafa orðið á öllu verðlagi svo að segja á hverju ári, þá er ekki óeðlilegt, að neytendur hafi óskað þess, að hið opinbera hefði hönd í bagga með því, að verðlagsbreytingarnar yrðu þó ekki meiri en óhjákvæmilegt væri. Nógu miklar hafa þær orðið samt. Það er staðreynd, sem hefur orðið að taka tillit til, að ekki aðeins forystumenn launþegasamtaka, heldur einnig iaunþegar yfirleitt hafa haft trú á verðlagseftir- liti til þess að hamla gegn ónauðsynlegum verð- hækkunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hagfræðingar hafa yfirleitt takmarkaða trú á almennu verðlagseftirliti, nema undir vissum VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.